Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Side 86

Frjáls verslun - 01.07.2009, Side 86
86 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 K YN N IN G Í nýlegu tölublaði Business Week er varpað fram spurningunni hvort bjartsýni gefi samkeppnisforskot og er skemmst frá því að segja að það er raunveruleg tenging á milli þess hvort starfsmenn séu virkir (engaged) og „bottom line“. Vísað er í fyrirtækið Best Buy í Banda- ríkjunum sem segir að 2% aukning í virkni í einni af raftækjaverslunum sínum hafi skilað að meðaltali allt að 100.000 dollurum í ársveltu. Skjaldbökuáhrifin Unnur Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi: „Við vinnum með stjórnendum fyrirtækja til að auka árangur með því að efla hæfni starfsfólksins. Starfsfólk hefur tilhneigingu til að draga sig í hlé þegar óvissa og hræðsla ræður ríkjum og því er það gríðarlega mikilvægur eiginleiki fyrir stjórnandann að geta virkjað starfsfólkið. Við getum öll séð fyrir okkur afleiðingar þess ef fólk er hrætt við að tjá skoðanir sínar, taka ákvarðanir, prófa nýjar leiðir og hugsa hlutina upp á nýtt. Við erum með mjög metnaðarfullar lausnir sem miða að því að takast á við þessar nýju áskoranir og bjóðum upp á nýjungar eins og stjórnendaþjálfun fyrir nýja stjórnendur, verslunarstjóraþjálfun, söluakademíu, leiðtogaakademíu, fram- haldssölunámskeið, þjónustuþjálfun fyrir starfsfólk í framlínu og ekki má gleyma framhaldi af hinu sívinsæla Dale Carnegie námskeiði. Við sérsníðum einnig námskeið að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig.“ Mikilvægast að veita inn- blástur „Leiðtogar eru önnum kafnir þessa dagana að endurskipuleggja fyrirtæki, gera enn nýjar áætlanir og eru meira og minna horfnir inn í fundarherbergin til að leysa öll vandamálin sem steðja að rekstri í dag og til að slökkva alla eldana sem hafa kviknað. Því miður er það ekki alveg í samræmi við það sem starfsfólkið þarf á að halda þessa dagana eins og könnun DTI (department of trade and industry) leiddi í ljós. Í henni voru 1500 stjórnen- dur spurðir hvaða eiginleika þeir vildu helst sjá í sínum leiðtogum. 55% svarenda svöruðu að þeir veiti öðrum innblástur. Virkt starfsfólk afkastar meiru en óvirkt og aflar því meiri tekna fyrir fyrirtækið. Það er lengur hjá fyrirtækinu og er hliðhollri og áreiðanlegri starfsmenn. Virkir starfsmenn eiga góð samskipti við yfirmenn, skýr tjá- skipti, þekkja styrkleika sína vel, hafa sterk tengsl við samstarfsfólk og styðja samstarfs- menn til frekari árangurs.“ Dale Carnegie Hættum að bíða – byrjum að framkvæma Ráðgjafar, þjálfarar og starfsfólk Dale Carnegie. „Ein mikilvægasta áskorun leiðtoga í dag er að virkja starfsfólkið.“

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.