Frjáls verslun - 01.07.2009, Page 95
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 95
Bílar
Þúsundkallinn
nissan verður fyrstur af stóru bílaframleiðendunum til að
koma með alvöru rafbíl á markaðinn; nissan leaf. Í byrjun
ágúst kynnti nissan þennan bíl í nýjum höfuðstöðvum
sínum í yokohama í Japan – en hann kemur á almennan
markað í byrjun næsta árs. rafmótorinn sem knýr þennan
fimm manna bíl áfram er 80 kW eða 107 gömul hestöfl.
Það heyrist ekkert í honum – og hámarkshraðinn er um
150 kílómetrar á klukkustund.
Það tekur rúma sex klukkutíma að fullhlaða bílinn, og
hleðslan dugir í 160 kílómetra, en hraðhleðslan sem tekur
um tíu mínútur kemur bílnum 50 kílómetra til viðbótar.
Áætlaður rafmagnskostnaður á ári, að reka bílinn, er um
12.000 krónur, eða um þúsundkall á mánuði. Og engin
mengun í kaupbæti. sannarlega bylting.
jæja, gott hjá Þér
stærstu og fínustu bílaverðlaunin í
Bandaríkjunum, Car of the year, var á stóru
árlegu bílasýningunni í detroit nýlega. Að þessu
sinni var það Hyundai Genesis frá kóreu sem
var kosinn bíll ársins. Þetta þykir á margan
hátt merkilegt. kóreskur bíll að keppa við allan
heiminn þegar þýskir framleiðendur hafa verið
leiðandi í gæðum undanfarin ár og áratugi. Hinir
bílarnir, sem komust í þriggja bíla úrslitin, voru
hin nýja vW Jetta Gtd og Ford Flex. Genesis-
bíllinn er í millistærðarflokki og fæst í tveimur
útfærslum; venjulegur með skotti og ennfremur
tveggja dyra coupe, fallegur bíll. Þess má geta
að bíll ársins í evrópu 2009 var Opel insigna.
fullkomnun
Á arabísku þýðir orðið kamal fullkominn. Það er
einmitt nafnið á nýjum jeppa/jepplingi sem Alfa
romeo, ítalski framleiðandinn, kemur með á
markaðinn í byrjun næsta árs. vélin er 3,2 lítra v6 og
hestöflin eru 249,5.
Þessi bíll táknar endurkomu Alfa romeos á
bandaríska markaðinn, en hann hefur ekki verið
þar í tæp tuttugu ár. til að ná fótfestu þar var talið
nauðsynlegt að koma með alvöru jeppa.
Alfa romeo kamal á að keppa við minni lúxusjeppa,
eins og Audi Q5, mercedes Benz Glk, infiniti Ex og
BmW x3. Þetta eru þær bifreiðar sem hvað mestar
kröfur eru gerðar til. En fallegur er Alfa romeo kamal,
næstum fullkominn er hann.