Frjáls verslun - 01.07.2009, Side 96
96 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9
Ég hef starfað hjá Olís allar götur síðan ég var 14 ára gamall, á sumrin með skóla og síðan í fullu starfi. Þegar
Óli Kr. Sigurðsson keypti Olís árið 1987
verða breytingar á mínum högum innan
fyrirtækisins. Við Óli þekktumst, vorum
báðir Þróttarar og hann var meðal annars
fararstjóri í ferð sem ég fór með Þrótti til
Danmerkur. Hann hafði strax samband við
mig og tók mig inn í innkaupadeildina þar
sem hann vildi gera umtalsverðar breytingar
á innkaupum, kaupa beint, ekki vera með
neina milliliði.
Ég starfaði síðan við innkaup til ársins
2006 fyrst sem innkaupafulltrúi en frá
árunum 1993–1997 sem innkaupastjóri.
Var forstöðumaður þegar mér var boðið
að taka við markaðssviði Olís í kjölfar
skipulagsbreytinga á fyrirtækinu. Á þeim
tímamótum varð meginhlutverk mitt að efla
ímynd félagsins og stýra markaðssetningu
á helstu vörumerkjum okkar sem eru Olís,
ÓB og Ellingsen. Fljótlega bættist við nýjasta
vörumerkið okkar við, sem er Quiznos, en
árið 2007 gerðum við sérleyfissamning við
Quiznos Sub keðjuna í Bandaríkjunum
um að reka Quiznos-staði á Íslandi og
var sá fyrsti opnaður á nýrri bensínstöð
okkar í Norðlingaholti. Við höfum síðan
verið að opna fleiri staði og eru Quiznos-
staðirnir nú orðnir níu og á eftir að fjölga á
næstu árum. Frekar rólega var farið af stað
í markaðssetningu á Quiznos en aukinn
kraftur verður settur í verkefnið í vetur.
Varðandi bensínstöðvarnar þá komum við
nú út úr mjög góðu sumri. Á undanförnum
árum höfum við verið með leik sem við
köllum Ævintýraeyjan. Þátttakan hefur aldrei
verið meiri en í sumar og var met slegið í
innsendum stimpilkortum. Vinningar voru
dregnir út í hverri viku og aðalvinningarnir
voru síðan dregnir út í lok ágúst.“
Eiginkona Sigurðar heitir Elsabet Hulda
Baldursdóttir og börnin eru fimm. „Þrjú
eigum við saman og tvö átti Elsabet fyrir þegar
við kynntumst. Fjölskyldan er stór og dreifð,
barnabörnin orðin sex og því í nógu að snúast
á þeim vettvangi. Sigríður Hulda, sú elsta, býr
í Bolungarvík, Baldur Hafsteinn er næstelstur
og býr í Kaupmannahöfn og Haukur Páll,
sem er 22 ára, er nýfarinn til Noregs sem
atvinnumaður í fótbolta. Hann gerði samning
við norskt lið til áramóta og er aldrei að vita
nema maður skreppi á einn leik í Noregi,
enda fótboltinn lengi verið eitt aðaláhugamál
mitt í gegnum tíðina ásamt öðrum íþróttum.
Ég var í fótboltanum í Þrótti frá barnsaldri,
lék snóker á mínum yngri árum og var í
fyrsta landsliðinu í snóker sem fór til keppni
erlendis, sneri mér síðan að golfinu af miklum
krafti í byrjun en hef ekki verið duglegur á
þeim vettvangi síðustu árin.“
Sigurður segir vinnuna skipa stóran sess
í lífi sínu og vera áhugamál um leið og það
skiptir miklu máli fyrir hann að líða vel í
vinnunni. „Ég er vinnusamur maður og
þegar ég fer í sumarfrí hér heima þá er ég
meira og minna með hugann við vinnuna
og slaka ekki almennilega á nema ég fari í frí
til útlanda og sjálfsagt er vinnan ein ástæðan
fyrir því að ég hef ekki verið nógu duglegur
að ferðast innanlands.“
Fólk
Sigurður K. Pálsson:
„Ég er vinnusamur
maður og þegar ég fer
í sumarfrí hér heima
þá er ég meira og
minna með hugann við
vinnuna og slaka ekki
almennilega á nema ég
fari í frí til útlanda.“
markaðsstjóri Olís
SIGURÐUR K. PÁLSSON
nafn: sigurður k.Pálsson.
fæðingarstaður: reykjavík,
1. febrúar 1959.
foreldrar: Páll Haukur
kristjánsson og svava
magnúsdóttir.
maki: Elsabet Hulda
Baldursdóttir.
Börn: sigríður Hulda, 30 ára,
Baldur Hafsteinn, 28 ára,
kristín Gígja, 24 ára, Haukur
Páll, 22 ára og kristjón Geir,
13 ára.
menntun: diplomanám við
Háskólann í reykjavík.
tExti:
hiLmar
KarLsson