Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 27
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 27 D A G B Ó K I N Nóatúnsfjölskyldan) og Hannes Smárason hafa unnið mjög náið með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Baugi að undanförnu. Þessir fjárfestar komu inn í Húsasmiðjuna og Og Vodafone. Þá eru þeir allir hluthafar í Flugleiðum. En þeir koma víðar við sögu. Byggingarfélag Gylfa og Gunnars, Saxhóll og Baugur Group hafa eignast um 34% hlut í Fasteignafélagi Íslands sem á verslunarmiðstöðina Smáralind í Kópavogi. Og viti menn, þeir keyptu af Norvik (Jóni Helga í Byko), Vesturgarði og Sveini Valfells og eiga eftir kaupin 98% hlutafjár í Fasteignafélagi Íslands. 7. mars Meðalskuldir hjóna 11 milljónir Meðalskuldir hjóna og sam- býlisfólks á aldrinum 36 til 40 ára voru 11,1 milljón króna að meðaltali á árinu 2003. Þar af var hlutfall húsnæðisskulda 71,7%. Þetta kom m.a. fram í svari Davíðs Oddssonar, utan- ríkisráðherra, við fyrirspurn Helga Hjörvar, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi. 7. mars „Grúppíur á stórum fundum“ Það er búið að gera mikið grín að því að öll fyrirtæki á Íslandi eru að fá Group viðskeyti. Flugleiðir urðu FL Group á aðalf- undi félagsins. L-ið snýr raunar öfugt í nýju merki félagsins. Skífan tilkynnti í byrjun mars að nafni félagsins hefði verið breytt í Dagur Group. Fyrir eru á mark- aðnum Baugur Group, Bakkavör Group, Opin kerfi Group og áfram mætti telja. Í aðsendu bréfi til Morgunblaðsins orti Hallgrímur nokkur Kristinsson um þetta Group æði og endaði vísa hans svona: Forstjórarnir fá sér skrúbb, fægja ímynd löngum stundum, nefnast síðan gjarnan Group, en grúppíur á stórum fundum. 8. mars Stærsta fyrirtækja- samsteypa á Íslandi Bakkavör varð stærsta fyrir- tækjasamsteypa á Íslandi eftir kaupin á breska matvælafyrir- tækinu Geest. Starfsmenn verða 13.500 og sameiginleg velta Bakkavarar og Geest nemur yfir 121 milljarði króna. Kaupverðið á Geest er 57 milljarðar króna. Við bætast svo skuldir Geest auk kostnaðar og annarra liða. Heildarpakki viðskiptanna er því um 80 milljarðar króna. Það var Barclays banki sem annaðist fjármögnun viðskiptanna. 8. mars Að kaupa tryggingar í matvöruverslun Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, sagði á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu þar sem hann fjallaði um horfur í verslun á næstu árum, að færri og stærri aðilar verði ráðandi í matvöruverslun í heiminum á næstu árum og að þeir muni leggja aukna áherslu á verðlag. „Fólk mun fara oftar í mat- vöruverslanir og versla minna í einu. Krafan um tilbúna rétti mun aukast. Eins má reikna með að banka- og trygginga- starfsemi muni færast í matvöru- verslanirnar,“ sagði Jón Ásgeir á fundinum. 10. mars 6-1 fyrir Íslendinga Hún var skemmtileg fréttin sem tekin var upp úr blaðinu Birmingham Post í Bretlandi þar sem fjallað er um útrás íslenskra kaupsýslumanna. Þar er sagt var frá því að bræðurnir í Bakkavör hafi kynnst kaupsýslumanninum Guy Green árið 2001 þegar þeir buðu allir í fyrirtækið Wine and Dine. Blaðið segir að Green hafi síðan kynnst fólki hjá Baugi og Kaupþingi og hafi það endað með því að hann hafi skorað á íslensku kaupsýslumennina í knattspyrnuleik fyrir hönd fjár- málamanna Birmingham. Þeir hafi flogið til Íslands og tapað 6-1 fyrir Íslendingunum og síðan aftur 2-0 í fyrra. Ekki fylgir sögunni hvaða íslensku kaup- sýslumenn hafi spilað fyrir hönd Íslands.Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir í Bakkavör. 9. mars „Einelti aldarinnar?“ Sennilega hefur engin ráðning í starf fengið eins mikla umfjöllun undanfarin ár og skipun Auðuns Georgs Ólafssonar í starf frétta- stjóra Ríkisútvarpsins. Ef marka mátti viðbrögð fréttamanna og starfsmanna RÚV stefndi í „ein- elti aldarinnar“ þegar Auðun Georg mætti til leiks. Það kom líka á daginn. Hann dugði í einn dag – svo erfitt var þetta fyrir hann. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri skipaði Auðun – sem hefur verið sölu- og markaðsstjóri Marels – í kjölfar þess að meirihluti útvarpsráðs mælti með honum. Útvarpsstjóri réð síðan Óðinn Jónsson sem fréttastjóra. Hann var einn af fimm umsækjendum sem Bogi Ágústsson, framkvæmdastjóri fréttasviðs RÚV, taldi hæfustu umsækjendurna um starfið. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri. Jón Ásgeir Jóhannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.