Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 99

Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 99
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 99 Þó dæmi væru um konunglega skilnaði sagði páfinn nei, svo Hinrik sleit sig einfaldlega undan páfaveldinu og stofnaði sína einka- kirkju, sem varð þá um leið kirkja allra landsmanna. Þess vegna finnst ýmsum ögn skondið að nú eigi kirkjan í smá til- vistarkreppu vegna væntanlegs brúðkaups. Hinrik gat nefnilega ekki að fullu strokað yfir andúð kirkjunnar á skilnaði. Í grundvallaratriðum viðurkennir breska kirkjan ekki skilnað, svo að sá sem hefur gifst/kvænst í kirkju getur ekki leikið þann leik aftur. Ríkið viður kennir skilnaði og á þess vegum mega menn gera þetta eins oft og þeir komast til. Með þetta í huga hafði biskupinn lagt viturlega til að vígslan yrði veraldleg, færi fram í Windsor kastala í verald legum vistarverum, en síðan blessaði hann brúðhjónin í kapellunni, svo bæði ríki og kirkja fengju sitt. Prinsinn er prinsinn af Wales – og þegar hann giftist Díönu Spencer varð hún prinsessan af Wales og þekkt undir því nafni. Af því hún er í dýrlingatölu hjá sumum þótti ekki fært að konan, sem var þriðji aðilinn í hjónabandi hinnar einu og sönnu Walesprinsessu, fengi bæði manninn og titilinn. Einn af titlum prinsins er hertoginn af Cornwall, svo Camilla fær kvenkynsútgáfu hans. Verði prinsinn kóngur verður hún lagskona hans, „consort“, ekki drottning. Lög- lærðir segja þetta einungis yfirvarp. Í raun verði hún bæði prinsessa af Wales og drottning síðar, því það sé ekki hægt að stroka þetta út, þó prinsinn og fjölskyldan ákveði að nota ekki titlana. Snilldarlega úthugsað – en fjandinn varð laus Allt þetta var snilldar- lega úthugsað. Svo átti að tilkynna væntanlegt brúðkaup með frétta- tilkynningu og þau síðan að hitta blaðamenn í vernduðu umhverfi. En þá tók raunveruleikinn á hlemmiskeið. Þegar það spurðist út dag einn að blað nokkurt vissi af brúðkaupinu voru góð ráð dýr. Fyrstu fréttir hirðarinnar voru fjarska óljósar, brúðkaup væri líklega í vændum, en svo kom skýr útgáfa og blaðamönnum sagt að þeir gætu hitt hjónaleysin sama kvöld í einni af höllum prinsins, þar sem þau hefðu verið að halda vinum sínum boð. Blaðamenn mynduðu hring í anddyrinu, nokkrir gestanna komu út og svo komu prinsinn og Camilla. Hún geislaði í kapp við stærðar gimstein í trúlofunarhringnum frá prinsinum. Amma hans átti hringinn. Í þess- ari fjölskyldu er nóg af glingri til að endurnýta. Camilla hélt hringhendinni á maganum, svo það voru ekki önnur ráð en að láta sjónvarpsvélina dvelja á þeim líkamshluta í um 10 sekúndur, sem hljómar kannski ekki sem langur tími en er heil eilífð mælt í sjónvarpstíma. Sjónvarpsáhorfendum gafst því tækifæri til að virða fyrir sér hringinn, rauða kjólinn úr glitrandi teygjuefni og því sem leyndist undir kjólnum, sem er bara þetta venjulega sem föngulegar konur komnar undir sextugt bera með sér. Prinsinum varð ógreitt um svör. Fyrstu orð Camillu bentu til að hún væri harmi slegin, en þegar blaðamenn hváðu tókst henni að lýsa gleði sinni. Fréttinni fylgdi auðvitað alls kyns upprifjun á fyrri fréttum um samband þeirra. Á öllum sjónvarpsstöðvum voru birtir kaflar úr viðtali við Díönu, þar sem hún nefndi að Camilla hefði verið þriðji aðilinn í hjónabandinu og þrír í hjónabandi væri meiri manngrúi en hollt væri. Svo voru rifjaðar upp neyðarlegir lekar eins og þegar ein- hverjum tókst að taka upp þegar Karl hvíslaði því að Camillu í símtali að hann vildi óska að hann væri tampaxið hennar. Einhverjar konur hefði kannski óskað sér ögn rómantískari ímyndar – en prinsinn er alla vega jarðbundinn, ófeiminn að vita af tíðahringnum og ekkert að pakka þessu inn. Karl prins og Camilla á Edinborgarhátíðinni í fyrra. Reyndar á Camilla heiður skilinn fyrir langlundargeð og þrautseigju. Hugsið ykkur bara hvernig það er að vera úti í kuldanum hjá fjölskyldu ástmannsins í yfir 30 ár! Opna út tímaritinu Time. Á myndinni má sjá hvar þau Karl og Camilla skýra frá brúðkaupinu. Og Camilla í hinum sögulega rauða kjól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.