Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 112
112 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5
FÓLK
Á
Guðmundsson er tæplega 50 ára
gamalt fjölskyldufyrirtæki, stofnað
af föður mínum. Við erum fram-
leiðslufyrirtæki, erum að framleiða
skrifstofu-, stofnana- og skólahúsgögn.
Aðal-framleiðsluvörur fyrirtækisins eru
skrifstofuhúsgögn, en framleiðsla skóla- og
leikskólahúsgagna gegna einnig stóru hlut-
verki,“ segir Guðmundur Ásgeirsson sem er
framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
„Á. Guðmundsson framleiðir og selur
eigin húsgögn og við erum með eina fjóra
íslenska hönnuði í starfi hjá okkur. Ný lína
í skrifstofuhúsgögnum okkar er kölluð Flex
T. Sú lína er hönnuð af Guðrúnu Margréti
Ólafsdóttur og Oddgeiri Þórðarsyni húsgagna-
hönnuðum. Skrifstofu-
borðin í henni er mjög
auðvelt að hækka um 8
sm með handhækkun
og síðan erum við
einnig með rafknúin
borð.“
Hjá Á. Guðmunds-
syni er einnig unnið
mikið í hönnun og
framleiðslu stóla,
bæði skrifstofustólum
og gesta- og viðskipt-
amannastólum, með
Pétri Lútherssyni hús-
gagnaarkitekt. „Einnig höfum við starfað
með Sturlu Má Jónssyni húsgagnaarkitekt
til fjölda ára en hann hefur hannað mikið af
skóla- og leikskólahúsgögnum fyrir okkur.
Mjög góður árangur hefur náðst með Mark
skrifstofustólana. Þeir eru hannaðir af Pétri
en allir nýhlutir koma erlendis frá. Mikil
áhersla er lögð á nýjungar í framleiðslu
okkar, við erum að koma með nýjungar
í skrifborðsstólum og einnig í nýju skrif-
stofuhúsgagnalínunni. Breytingar á þessum
markaði hafa verið örar
síðustu ár og mikil-
vægt að setja stöðugt
nýjungar á markað.
Aðaláherslurnar hafa
verið á hreyfanleika
húsgagnanna, sem er
krafa nútímans.“
Framleiðsla Á. Guð-
mundssonar er nánast
eingöngu fyrir íslenskan
markað. „Við tókum þó
þátt í alþjóðlegu hús-
gagnasýningunni Stock-
holm Furniture Fare í
febrúar sl. Við erum enda langmest í sam-
keppni á Íslandi við skandinavísk fyrirtæki.“
Húsnæði Á. Guðmundssonar að Bæjarl-
ind 8-10 er rúmlega 3.200 fermetrar, en er
þó fyrir löngu fullnýtt. „Árið 1999 fluttum við
hingað frá Skemmuvegi þar sem við vorum í
tæplega 1.800 fermetra húsnæði en Á. Guð-
mundsson flutti í Kópavoginn 1962 og hefur
verið innan þess bæjarfélags síðan.
Húsnæðið í Bæjarlind var hannað með
það fyrir augum að þar yrði rekin húsgagn-
aframleiðsla og öll starfsemi fyrirtækisins,
framleiðslan, reksturinn og skrifstofurnar.
Hér vinna um 30 manns að jafnaði en við
erum mikið fjölskyldufyrirtæki. Ásgeir Guð-
mundsson er stjórnarformaður, ég er fram-
kvæmdastjóri, Sigmundur bróðir minn er
framleiðslustjóri, mágur minn er afgreiðslu-
og samsetningarstjóri og móðir mín er ein-
nig hér í hlutastarfi í bókhaldinu. Það er
alltaf mikilvægt að hafa gott starfsfólk og
við búum við mjög góðan vélakost, keyptum
mikið af nýjum vélum á síðasta ári.“
Guðmundur neitar því ekki að áhugamál
hans tengist að miklu leyti vinnunni, en þar
fyrir utan má segja að hann sé forfallinn golf-
ari. „Ég stundaði íþróttir mikið á yngri árum,
aðallega fótbolta, en spila núverið eingöngu
golf hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Ég spila
mikið á sumrin en reyni oft að lengja tím-
abilið með því að fara í golfferðir erlendis á
haustin, fór t.d. til Spánar síðasta haust sem
var mjög skemmtilegt,“ segir Guðmundur.
TEXTI: ÍSAK ÖRN SIGURÐSSON
MYND: GEIR ÓLAFSSON
„Ný lína í skrifstofuhúsgögnum okkar er kölluð Flex T. Sú lína er hönnuð af Guðrúnu Margréti
Ólafsdóttur og Oddgeiri Þórðarsyni húsgagnahönnuðum,“ segir Guðmundur Ásgeirsson,
framkvæmdastjóri Á. Guðmundssonar.
Ásgeirsson
hjá Á. Guðmundsson
Guðmundur
Nafn: Guðmundur Ásgeirsson.
Fæddur: 1958 í Reykjavík.
Flutti í Kópavoginn 6 ára og hefur
verið búsettur þar síðan.
Móðurættin úr Borgarfirði og föður-
ættin úr Hafnarfirði.
Menntun: Próf í húsgagnasmíði
úr Iðnskólanum í Reykjavík.
Fjölskylduhagir: Kvæntur Helgu Ólafs-
dóttur, starfsmanni Flugmálastjórnar.
Börn Guðmundar og Helgu: Ásgeir
Haukur, stúdent, og Kristín Helga,
sem er í grunnskóla.