Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 112

Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 112
112 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 FÓLK Á Guðmundsson er tæplega 50 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki, stofnað af föður mínum. Við erum fram- leiðslufyrirtæki, erum að framleiða skrifstofu-, stofnana- og skólahúsgögn. Aðal-framleiðsluvörur fyrirtækisins eru skrifstofuhúsgögn, en framleiðsla skóla- og leikskólahúsgagna gegna einnig stóru hlut- verki,“ segir Guðmundur Ásgeirsson sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Á. Guðmundsson framleiðir og selur eigin húsgögn og við erum með eina fjóra íslenska hönnuði í starfi hjá okkur. Ný lína í skrifstofuhúsgögnum okkar er kölluð Flex T. Sú lína er hönnuð af Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur og Oddgeiri Þórðarsyni húsgagna- hönnuðum. Skrifstofu- borðin í henni er mjög auðvelt að hækka um 8 sm með handhækkun og síðan erum við einnig með rafknúin borð.“ Hjá Á. Guðmunds- syni er einnig unnið mikið í hönnun og framleiðslu stóla, bæði skrifstofustólum og gesta- og viðskipt- amannastólum, með Pétri Lútherssyni hús- gagnaarkitekt. „Einnig höfum við starfað með Sturlu Má Jónssyni húsgagnaarkitekt til fjölda ára en hann hefur hannað mikið af skóla- og leikskólahúsgögnum fyrir okkur. Mjög góður árangur hefur náðst með Mark skrifstofustólana. Þeir eru hannaðir af Pétri en allir nýhlutir koma erlendis frá. Mikil áhersla er lögð á nýjungar í framleiðslu okkar, við erum að koma með nýjungar í skrifborðsstólum og einnig í nýju skrif- stofuhúsgagnalínunni. Breytingar á þessum markaði hafa verið örar síðustu ár og mikil- vægt að setja stöðugt nýjungar á markað. Aðaláherslurnar hafa verið á hreyfanleika húsgagnanna, sem er krafa nútímans.“ Framleiðsla Á. Guð- mundssonar er nánast eingöngu fyrir íslenskan markað. „Við tókum þó þátt í alþjóðlegu hús- gagnasýningunni Stock- holm Furniture Fare í febrúar sl. Við erum enda langmest í sam- keppni á Íslandi við skandinavísk fyrirtæki.“ Húsnæði Á. Guðmundssonar að Bæjarl- ind 8-10 er rúmlega 3.200 fermetrar, en er þó fyrir löngu fullnýtt. „Árið 1999 fluttum við hingað frá Skemmuvegi þar sem við vorum í tæplega 1.800 fermetra húsnæði en Á. Guð- mundsson flutti í Kópavoginn 1962 og hefur verið innan þess bæjarfélags síðan. Húsnæðið í Bæjarlind var hannað með það fyrir augum að þar yrði rekin húsgagn- aframleiðsla og öll starfsemi fyrirtækisins, framleiðslan, reksturinn og skrifstofurnar. Hér vinna um 30 manns að jafnaði en við erum mikið fjölskyldufyrirtæki. Ásgeir Guð- mundsson er stjórnarformaður, ég er fram- kvæmdastjóri, Sigmundur bróðir minn er framleiðslustjóri, mágur minn er afgreiðslu- og samsetningarstjóri og móðir mín er ein- nig hér í hlutastarfi í bókhaldinu. Það er alltaf mikilvægt að hafa gott starfsfólk og við búum við mjög góðan vélakost, keyptum mikið af nýjum vélum á síðasta ári.“ Guðmundur neitar því ekki að áhugamál hans tengist að miklu leyti vinnunni, en þar fyrir utan má segja að hann sé forfallinn golf- ari. „Ég stundaði íþróttir mikið á yngri árum, aðallega fótbolta, en spila núverið eingöngu golf hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Ég spila mikið á sumrin en reyni oft að lengja tím- abilið með því að fara í golfferðir erlendis á haustin, fór t.d. til Spánar síðasta haust sem var mjög skemmtilegt,“ segir Guðmundur. TEXTI: ÍSAK ÖRN SIGURÐSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON „Ný lína í skrifstofuhúsgögnum okkar er kölluð Flex T. Sú lína er hönnuð af Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur og Oddgeiri Þórðarsyni húsgagnahönnuðum,“ segir Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Á. Guðmundssonar. Ásgeirsson hjá Á. Guðmundsson Guðmundur Nafn: Guðmundur Ásgeirsson. Fæddur: 1958 í Reykjavík. Flutti í Kópavoginn 6 ára og hefur verið búsettur þar síðan. Móðurættin úr Borgarfirði og föður- ættin úr Hafnarfirði. Menntun: Próf í húsgagnasmíði úr Iðnskólanum í Reykjavík. Fjölskylduhagir: Kvæntur Helgu Ólafs- dóttur, starfsmanni Flugmálastjórnar. Börn Guðmundar og Helgu: Ásgeir Haukur, stúdent, og Kristín Helga, sem er í grunnskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.