Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Síða 84

Frjáls verslun - 01.02.2005, Síða 84
84 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 AMERÍSKIR DAGAR Sala á amerískum bifreiðum hefur verið mikil allt síðasta ár og við teljum hana síst á undanhaldi. Spár okkar gera raunar ráð fyrir því að þetta verði okkar besta ár í sölu nýrra bifreiða. Bindum vonir um enn frekari markaðshlutdeild í sölu nýrra bifreiða með því að bjóða enn fjölbreyttara úrval amerískra fjórhjóladrifs- bíla,“ segir Snorri Páll Jónsson, framkvæmdastjóri IB á Selfossi. Ford, GM, Jeep og Chrysler IB ehf. sérhæfir sig í inn- flutningi nýrra amerískra bifreiða, svo sem Ford, GM, Jeep og Chrysler hvort heldur er frá Bandaríkjunum eða Kanada. IB veitir tveggja ára ábyrgð af öllum nýjum ökutækjum og býður fullkomna varahluta-, ástands- og viðgerðaþjónustu á staðnum. Fyrirtækið var stofnað í júní 1996 af Ingimar Baldvinssyni, sem áður hafði um nokkurra ára skeið starfað á þessum vettvangi. Meðal sérverkefna fyrirtækisins á liðnum árum hefur verið innflutningur sjúkrabíla fyrir Rauða kross Íslands, sem og slökkvi- og björgunarsveitabíla. Sjúkrabílarnir voru keyptir eftir opið útboð innan EES, en síðan breytt hér á landi af samstarfsaðilum IB. Snorri Páll segir að í margra huga sé Selfoss Mekka bílamenn- ingar á Íslandi, enda séu þar mörg verkstæði og bílasölur sem helgist af miklum bílaáhuga Sunnlendinga. „IB hefur sérhæft sig í sölu og markaðsetningu á stærri bifreiðum og óhætt er að segja að enginn á Íslandi selji eins mikið af pallbílum eins og við,“ segir Snorri. Hann nefnir Ford F-350 sem dæmi um vinsælan og hentugan VSK-bíl, meðal annars fyrir verktaka og bændur. Slíkur bíll með aukabúnaði, svo sem leðurklæðningu, aksturstölvu, aukastillingum í stýrisbúnaði og dráttarbeisli, kosti rétt tæpar 4,3 millj. kr. með VSK. Vinsælasti pallbíll Bandaríkjamanna, Ford F150, er einnig mikið seldur hjá IB og kostar flottasta útgáfa King Rangch af þeim bíl, það er með 8 cyl. bensínvél, svipað og F-350 týpan. Henta íslenskum aðstæðum Þróun Bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni að undanförnu segir Snorri hafa haft mikil áhrif á sölu bandarískra bíla hér á landi. Á síðustu tólf mánuðum hafi vinsælar bifreiðar hjá IB lækkað í verði í kringum 10%. Dýrari, stærri og öruggari bílar frá Bandaríkj- unum séu orðnir raunhæfur kostur fyrir neytendur í samanburði við smærri bíla frá Evrópu, Japan og Kóreu. Án þess þó að umhverfi stafi ógn af útblæstri, enda bifreiðar frá Bandaríkjunum búnar vélum sem menga mun minna en hefðbundnar bensín vélar bíla annarra vinsælla framleiðenda. „Við bjóðumst til að aðstoða viðskiptavini okkar við leitina að draumabílnum, notuðum sem nýjum,“ segir Snorri Páll, sem segir IB hafa frá stofnun verið leiðandi í sölu á bandarískum bílum hér á landi. Stóru umboðin í Reykjavík hafi lítið sinnt svokallaðri umboðssölu á þeim bifreiðum í fjölda ára. „Banda- rískir bílaframleiðendur eru stærstu bílaframleiðendur heims og hafa á undanförnum árum keypt verksmiðjur margra þekktustu bílaframleiðenda í Evrópu, Japan og Kóreu. Bandarískir bílar hafa í gegnum árin verið traustir bílar, búnir besta fáanlega öryggisbúnaði á hverjum tíma, enda gríðarlegar kröfur gerðar í Bandaríkjunum til öryggis og umhverfismála. Þessir bílar henta afar vel hér á landi, enda framleiddir með það fyrir augum að nýtast vel við erfiðustu aðstæður.“ Bandarískir bílar lækka um 10% í verði á einu ári. Henta íslenskum aðstæðum. Öruggir og sterkir. Bandarískir bílar raunhæfur kostur „Við aðstoðum viðskiptavini okkar við að leita að draumabílnum,“ segir Snorri Páll Jónsson, fram- kvæmdastjóri IB á Selfossi. IB ehf.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.