Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 74
74 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 „Ísinn var brotinn með tveimur stórum samningum á árinu 2000. Snemma árs 2001 gerðum við samning við fyrsta dreifiaðilann, franska fyrirtækið Bercet. Síðan hefur fjöldi samstarfssamninga bæst við og þetta hefur verið eins og snjóbolti sem hleður utan á sig. Síðla árs 2001 var samið við Fisher Price fyrir enskumælandi markað,“ segir Helgi sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Fyrirtækið hefur í dag lokið og er að ljúka samningum um dreifingu í allri Evrópu og í undirbúningi er dreifing í Japan, Suður-Kóreu, Tævan og Kína. Gefnir hafa verið út yfir 15 mismunandi leikir á 12 mismundandi tungumálum bæði fyrir Evrópu og Bandaríkjamarkað og eru aðrir 10 í undirbúningi. Styrkur 3-PLUS er sá að vera fyrst á markaðinn og hafa með því náð forskoti. Við vorum fyrstir í heiminum til að koma með þroskaleiktæki á dvd-spilurum fyrir börn. Ég held að óhætt sé að segja að leikföng okkar séu meðal þeirra full- komnustu fyrir börn á aldrinum 3-7 ára. Dvd-kids leiktækið er mjög einfalt í notkun, gengið er út frá því að börnin þurfi ekki hjálp frá fullorðnum til að nota það. Inni í tækinu er kubbur með upplýsingum um tækið. Það eru alltaf að koma nýir dvd spilarar á markaðinn sem er vandamál sem við vorum ákveðnir í að leysa. Við bjóðum kaupendum að hringja og viðmælandinn í þjónustusíma 3 - PLUS býður kaupandanum að smella símtólinu ofan á tækið og kóði á nýju dvd tæki er sendur í gegnum hljóðmerki í tækið. Það er enginn annar aðili í heiminum sem býður upp á slíka þjónustu,“ segir Jóhannes. „Þetta er því fremur kleift að við erum búnir að safna saman í kubb rúmlega 95% af kóðum þeirra dvd-spilara sem framleiddir eru á heimsvísu. Ekkert annað fyrirtæki er með svo stórt hlutfall kóða, kannski í mesta lagi nokkra tugi pró- senta,“ segir Helgi. Engar kreddur „Ég held að Íslendingar hafi ágætis hæfileika til að koma sér áfram á alþjóðamarkaði. Hér eru flestir vel menntaðir og frekar opnir fyrir tækifærum. Styrkur land- ans liggur að mörgu leyti í því að við erum ekki stórþjóð og það ríkja engar kreddur gagnvart okkur hjá öðrum löndum. Við eigum auðvelt með að vinna með hverjum sem er. Íslendingar eru almennt séð frekar áræðnir og hafa þann hæfileika að „sjá skóginn fyrir trjánum“. Engin ástæða er fyrir Íslendinga að vera með neina minnimáttarkennd, þeir eiga í flestum tilfellum fullt erindi inn á erlenda markaði,“ segir Helgi. „Framtíðarsýn okkar er áframhaldandi þróun og að kom- ast inn á nýja markaði. Frá því að fyrirtækið fór að koma vörum á markaði, höfum við aldrei verið með minna en 100% aukningu á milli ára og er stefnt að 200% aukningu í ár. Nú er þriðja tekjuár 3-PLUS að byrja og sjáum fram á að okkar stóru tekjuár verði árin 2007 og 2008. Við notum þó enn tölu- vert fjármagn í þróun nýrra vara,“ segir Jóhannes. Dvd-kids leiktækið er mjög einfalt í notkun. Börnin þurfa ekki hjálp frá fullorðnum til að nota það. N Ý K Y N S L Ó Ð L E I K F A N G A „Framtíðarsýn okkar er áframhaldandi þróun og að komast inn á nýja markaði. Frá því að fyrirtækið fór að koma vörum á markaði, höfum við aldrei verið með minna en 100% aukningu á milli ára og er stefnt að 200% aukningu í ár.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.