Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 A R Ð S E M I M E N N T U N A R H áskólanám borgar sig að jafnaði frekar fyrir konur en karla, þ.e. í krónum og aurum talið, en fram- haldsskólanám skilar körlum almennt meiri arðsemi en háskóla- nám. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar hagfræðinemanna Þórhalls Ásbjörnssonar og Jóns Bjarka Bentssonar sem unnin var með styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna sum- arið 2003. ,,Upphafið að þessu var það að ég var að undirbúa grein um menntamál í Stúdenta- blaðið og rakst þá á rann- sókn á arðsemi menntunar sem gerð hafði verið í tíu OECD-ríkjum,“ segir Þór- hallur þegar hann var spurður um aðdragandann að rannsókninni. ,,Þannig kviknaði hugmyndin.“ Auk styrksins úr Nýsköp- unarsjóði námsmanna fengu þeir Þórhallur og Jón Bjarki mótframlag frá Háskól- anum í Reykjavík og hagfræðistofnun HÍ. Rannsóknin var unnin undir leið- sögn Tryggva Þórs Herbertssonar, for- stöðumanns hagfræðistofnunar, en tilgangurinn var m.a. að meta hvort munur sé á arðsemi menntunar fyrir einstaklinginn annars vegar og samfélagið hins vegar og að stuðla að upp- lýstri umræðu um hagrænt gildi menntunar. Hægt að bera menntun saman við aðra fjár- festingu Reiknuð var út annars vegar einka- arðsemi menntunar, þ.e. sá ávinningur sem í henni felst fyrir þann einstakling sem sækir sér menntunina, og hins vegar samfélagsleg arðsemi sem birtist í þeirri auknu verðmæta- sköpun í samfélaginu sem af menntuninni leiðir. Arðsemi menntunar var reiknuð á hlið- stæðan hátt og arðsemi annarra fjárfestinga. Fórnarkostnaður menntunar, sem m.a. felst í því að fólk er tekjulaust meðan það er í námi, er veginn á móti þeim ávinningi sem menntunin færir í formi hærri launa. Þannig er í raun hægt að bera menntun saman við hvaða fjárfestingu sem er, t.d. hluta- bréf eða fasteignir. Út frá niðurstöðum launa- könnunar sem Gallup fram- kvæmdi og öðrum gögnum voru reiknuð með- allaun mismunandi menntunarhópa og borin saman. Gengið var út frá þeirri forsendu að munurinn á meðallaunum hópanna endur- speglaði þann ávinning sem í menntuninni felst. Þórhallur segir að vissulega megi gagn- rýna þessa forsendu. ,,Það má bæði halda því Þegar arðsemi háskóla- menntunar eftir starfs- stéttum er skoðuð, kemur í ljós að hún er mest hjá verkfræðingum, læknum, tæknifræð- ingum og viðskipta- og hagfræðingum. TEXTI: ÓLI JÓN JÓNSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON Því er haldið fram að nám sé góð fjárfesting fyrir einstaklinga. En er það svo í raun og veru? Oftast. Samkvæmt nýrri rann- sókn borgar sig hins vegar ekki að mennta sig sem grunnskóla- kennari. Þeir hafa ekki fjárhagslegan arð af háskólanámi sínu. BORGAR SIG AÐ FARA Í SKÓLA? Þórhallur Ásbjörnsson hagfræði- nemi. Hann vann ásamt Jóni Bjarka Bentssyni mjög athyglisverða rann- sókn um arðsemi menntunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.