Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 7. og 13. mars Er verið að hjóla í Ólaf? Um fátt hefur verið eins mikið rætt í viðskiptalífinu og átökin um Ker, móður- félag Olíufélagsins. Út á hvað ganga þessi átök eiginlega? Jú, þau hafa verið útskýrð þannig í fréttum að Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarfor- maður TM, og félög þeim tengd, séu að sækja að veldi Ólafs Ólafssonar í þeim tilgangi að yfirtaka Ker og ná Olíufélaginu. Þeir blésu til sóknar með því að fjárfestingarfélagið Grettir keypti um 34% hlut í Keri af Sundi (Jóni Kristjánssyni) og Nordic Partners (Jóni Þór Hjaltasyni). Ólafur og hans menn líta á þá Jón Kristjánsson og Jón Þór Hjaltason sem „Júdasa“, svikarana í þessu máli. Þeir Jónar líta hins vegar svo á að Ólafur sjálfur sé svikari sem hafi ætlað að selja sjálfum sér Essó. Þetta er allt hið undarlegasta mál. En í ítarlegri fréttaskýringu Morgunblaðsins var sagt frá því að Grettir hefði gert þeim Kristjáni Loftssyni og Árna Vilhjálmssyni tilboð í þeirra hluti í Keri, en Vogun (Hvalur) átti 17% og Venus 2%, á sama gengi og fjárfestingarfélagið Grettir keypti 34% hlutinn í Keri. Grettir er sagður hafa greitt um 10 milljarða fyrir þennan hlut og því hefðu þeir Kristján og Árni fengið um 5,6 milljarða fyrir hluti Vogunar og Venusar. Þeir Kristján Loftsson og Árni Vilhjálmsson sögðu hins vegar „þvert nei“ við tilboði Grettis og stóðu því þétt við hlið Ólafs Ólafssonar sem átti þegar þarna var komið sögu um 41% í Keri í gegnum félag sitt Kjalar. En nokkrum dögum síðar seldu þeir Ólafi um 12% hlut Vogunar í Keri og 2% hluta Venusar. Þar með var Ólafur (Kjalar) kominn með öruggan meirihluta í Keri, með um 55% hlutafjárins. Í fréttaskýringu Morgun- blaðsins sagði ennfremur: „Daginn sem gengið var frá kaupum Grettis í Keri buðu Björgólfur Guðmundsson og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Grettis og SH, þeim Kristjáni Loftssyni og Árna Vilhjálmssyni til fundar í Landsbankanum. Var þeim tilkynnt um fyrirhuguð viðskipti og jafnframt boðið að kaupa þennan 34% hlut Grettis, með þeim orðum Björgólfs og Gunnlaugs að þeir vildu ekki „lokast inni“ sem minnihluti í Keri.“ Ennfremur sagði að innan meirihluta Kers væri einnig óánægja gagnvart eigendum Sunds og Nordic Partners fyrir að hafa ekki virt munnlegt samkom- ulag um forkaupsrétt á bréfum félaganna í Keri. 7. mars Sameining SH og Sjóvíkur Samhliða kaupum Grettis á 34% hlutnum í Keri undirrituðu stjórnir SH og Sjóvíkur (en Sund er þar aðaleigandi) samning um sam- einingu félaganna undir merkjum SH, Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna. Með þessum samruna eignuðust hluthafar í Sjóvík 33% hlut í SH. 7. mars Hver er hann þessi Grettir? Fjárfestingarfélagið Grettir var fyrir kaupin í Keri í eigu Landsbankans og TM. En framkvæmdastjórinn Stefán I. Bjarnason, átti þar um 0,4% hlut. Eftir kaupin í Keri eru helstu hlut- hafar Grettis þessir: Sund 37,4% TM 34,9% Landsbankinn 17,4% Nordica Partners 10,0% Stefán Bjarnason 0,4% 23. mars Nú var það lögbann, takk Átökin um Ker voru áfram í deiglunni þennan dag. En nú var komið að félaginu Festingu sem á og rekur fasteignir Olíufélagsins og Samskipa. Og nú var það lögbann, takk fyrir. Sagt var frá því að meiri- hluti eigenda í Keri hefði lagt fram lögbannskröfu hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík vegna hlutafjáraukningar í fasteigna- félaginu Festingu – sem keyrð hafði verið í gegn í ósátt eigenda um 80% hlutfjár í Festingu, þ.e. Kers og fleiri félaga. Meðal eigenda í Festingu eru Sund og Nordic Partners, með tæpan 20% eignarhlut. D A G B Ó K I N Átökin um Ker Ólafur Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.