Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 37
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 37
M A T V Ö R U M A R K A Ð U R I N N
Átökin á matvörumarkaðnum eru þau
mestu í áraraðir. Krónan „skaut“ verðið
fyrst niður og miðaði á Bónus. Ætla má að
lágvöruverðsbúðirnar nái til sín um 2ja til
3ja milljarða veltu af öðrum stórmörkuðum.
Frjáls verslun metur tap matvörubúða um
400 til 500 milljónir á þessu stríði.
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
S
tríðsátökin á matvörumarkaðnum síðustu vik-
urnar eru þau mestu í áraraðir. Sumir hafa líkt
ástandinu við Villta vestrið. „Ó, þetta er indælt
stríð,“ segja neytendur. „Álagning matvöruversl-
ana var lítil fyrir, svo svigrúmið er ekki mikið,“
segja kaupmenn.
Frjáls verslun metur það svo að lágvöruverðsbúðirnar
nái til sín um 2ja til 3ja milljarða veltu á árinu af öðrum
verslunum þegar upp verður staðið. Það er stóra afleiðing
þess stríðs.
Verði þetta raunin verða lággjalda verslanir á Íslandi
komnar með næstum helming alls markaðarins (50%) og
er það hlutfall hvergi eins hátt og hér á landi. Frjáls verslun
metur það einnig svo að tap matvöruverslana af stríðinu
– herkostn aðurinn – liggi á bilinu 400 til 500 milljónir og
að útilokað verði fyrir þær að ná þessu tapi aftur í hærra
vöruverði síðar.
Átök viðskiptavelda Rætt hefur verið um að þessu mat-
vörustríði fylgi nokkur tilfinningasemi. Að þarna séu stór-
veldi í viðskiptum að takast á. Á bak við Bónus-veldið eru
feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson,
en þeir eru stærstu hluthafarnir í Högum sem eiga Bónus,
Hagkaup og 10-11. Á bak við Kaupás, sem á Krónuna,
Nóatún og 11-11, er hins vegar Jón Helgi Guðmundsson
í Byko. Þessir kaupsýslumenn takast á af miklu afli á
markaði bygginga vara. Þar eru Byko og Húsasmiðjan
erki fjendurnir. Þá má geta þess að fyrrum viðskiptafélagi
Jóns Helga, Hannes Smárason, stjórnarformaður Flug-
leiða, hefur unnið náið með þeim Bónusfeðgum upp á
Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Kaupáss sem rekur
Krónuna, Nóatún og 11-11 verslanirnar.
VILLTA VESTRINU