Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Page 68

Frjáls verslun - 01.02.2005, Page 68
68 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 áður Flugleiðum. Nýja nafnið var kynnt á aðalfundi félagsins á dögunum og er táknrænt fyrir þær miklu breytingar sem gerðar hafa verið á rekstri félagsins síðustu ár. Undanfarið hefur nýtt fólk verið komið til sögunnar í yfirstjórn félagsins. Ragnhildur Geirsdóttir var nýlega ráðin forstjóri FL-Group og Jón Karl Ólafsson stýrir Icelandair. Félagið er með 20 þotur í útgerð og 2.200 starfsmenn og hafa umsvifin aldrei verið meiri né afkoman betri. Hagnaður af rekstrinum í fyrra var 3,4 mill- jarðar kr. Ein birtingarmynd þessa er gengi hlutabréfa sem þann 15. mars sl. stóð í 14,4 – en var 7,35 fyrir réttu ári. Heildarvelta FL- Group í ár er áætluð 43 milljarðar. Stærsta leigufélag heims Magnús Þor- steinsson er aðaleigandi Avion Group, sem er stærsta félag heimsins á sviði leiguflugs. Félagið varð formlega til nú um áramót, en það er eins konar móðurskip sem nær utan um rekstur sex fyrirtækja. Stærst þeirra eru Atlanta Air, Air Atlanta Europe og Excel Airways, en hið síðastnefnda starfar í Bretlandi og einbeitir sér að lággjaldamarkaðinum. Hjá dótturfélögum Avion Group, sem eru með alls 67 þotur í rekstri, vinna í dag tæplega 3.200 manns hjá starfsstöðvum um allan heim. Velta félagsins í ár er áætluð um 75 milljarðar íslenskra króna. Af því koma um það bil 2/3 frá Excel Airways sem flýgur frá Bretlandi til 47 ákvörðunarstaða; einkum við Miðjarðarhafið, Karíbahafið og í norðanverði Afríku. Farþegar félagsins í fyrra voru alls um 4,4 milljónir en allt útlit er fyrir að þeir verði umtalsvert fleiri í ár. Áformað er að Avion Group fari á hlutabréfamarkað seinna á þessu ári. Grænmeti og flug Pálmi Haraldsson er þriðji íslenski kaupsýslu- maðurinn sem rennir sér fótskriðu í fluginu. Nokkur ár eru liðin síðan hann blandaði sér fyrst í leikinn, fyrst sem hluthafi í Flugleiðum en á síðasta ári kom hann í félagi við Jóhannes Kristinsson, flugstjóra í Luxemborg, að rekstri Iceland Express sem stór hluthafi. Nú hafa þeir félagar fært út kvíarnar á þessu sviði. Um miðjan mars var tilkynnt um kaup þeirra á Sterling, danska lággjaldaflugfélaginu. Hafa þeir lýst því yfir að þeir sjái möguleika meðal ann- ars felast í samnýtingu á kröfum Iceland Express og Sterling, en ljóst megi vera að ferðaþjónusta á norðlægum slóðum sé í örum vexti. Samanlagt verða þessi félög með tólf þotur í rekstri, 700 starfsmenn og veltan verður samanlagt 22 milljarðar. Hvert á sinni syllu Flugrekstur er í eðli sínu landamæralaus og verkefni, sem íslensku flugfélögin sinna, eru yfirleitt mjög ólík. Enda kannski óþarfi að menn séu að slást hver við annan þegar heimurinn allur er undir í atvinnugrein sem er í ævintýralegum vexti. Það einasta er að Icelandair og Iceland Express keppa um farþega sín á milli á tveimur og bráðum þremur flugleiðum - og Loftleiðir, dótturfélag FL-Group, og Avion-Group eru bæði í leiguflugi. Svo virðist sem hvert félag hafi fundið sína syllu – og sé að gera ágæta hluti. Ævintýraljómi En aftur til árdaga flugsins á Íslandi. Ævi og störf manna eins og Arnar Ó. Johnson og Alfreðs Elíassonar hafa í frásögnum fengið á sig ljóma og kannski af skiljanlegum F L U G G A R P A R Í S L A N D S Þeir eru ekki í brúnum leðurjökkum og með leðurhúfur eins og frumherjarnir í fluginu. Þeir eru í dökkum jakkafötum, að hætti kaupsýslumanna. Söguleg stund. Forráðamenn Flugleiða skrifa undir samning um kaup á tíu nýjum Boeing þotum fyrir 40 milljarða.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.