Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 D A G B Ó K I N 11. mars „Óvinveitt yfirtaka“ á Morgunblaðinu? Þær voru alveg stórskemmti- legar fréttirnar, sem fluttar var í flestum fréttatímum föstudaginn 11. mars, um að til stæði að skella Símanum, Mogganum og Skjá einum saman í eina sæng. Undirrót þessara frétta var til- boð sem borist hafði í 16% hlut Haraldar Sveinssonar í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Íslandsbanki stóð að tilboðinu fyrir hönd „ónefnds hóps fjár- festa“. Það olli ringulreið að það væri ekki uppi á borðinu hverjir væru á bak við tilboðið. Hins vegar var slúðrað um það. Það var svo hálfum mánuði síðar, eða á skír- dag, 24. mars sl, að greint var frá því í bréfi til stjórnar Árvakurs hverjir stæðu að tilboðinu og að það væri gert í nafni óstofn- aðs hlutafélags sem að standi Benedikt og Einar Sveinssynir, Erlendur Hjaltason og Hjalti Geir Kristjánsson og Ágúst og Lýður Guðmundssynir, eða félög í þeirra eigu. Á margan hátt svo- lítið sérstakur hópur. Forráðamenn Morgunblaðsins litu svo á að á meðan „ónefndi hópurinn“ gæfi sig ekki fram væri ekki hægt að líta öðru vísi á en að um „óvinveitta yfirtöku“ væri að ræða. Aðrir hluthafar í Árvakri eiga forkaupsrétt á bréfum Haraldar og geta gengið inn í tilboðið. Annars byrjaði þetta allt á því að „einhver óþekktur aðili“ bauð í 10% hlut Johnson fjöl- skyldunnar í febrúar sl. (Hver skyldi hann hafa verið?) Áður en af þeirri sölu varð komst Kristinn Björnsson, stjórnarformaður Straums, inn í kaupin og keypti hann einkahlutafélag í eigu eigin- konu og barna Ólafs Ó. Johnsons heitins, en það félag á liðlega 10% eignarhlut í Árvakri, útgáfu- félagi Morgunblaðsins. Ljóst er að þeir frændur og vinir Hallgrímur Geirsson, fram- kvæmdastjóri Árvakurs, og Kristinn Björnsson – sem og félög þeim tengd – verða með um 45,2% eignarhlut í Árvakri sameinist þeir um að ganga inn í tilboðið og kaupa 16% hlut Haraldar. En Leifur Sveinsson, sem á 7,8% hlut, hefur sagt að hans hlutur sé ekki til sölu og hann styðji núverandi stjórn- endur Morgunblaðsins. Þar með liggur fyrir meirihluti upp á 53%. Aðrir hluthafar í Árvakri eru Valtýr hf. með 30%, Garðar Gíslason hf. með 10% og síðan smærri hluthafar. 11. mars Björgólfur Thor í 488. sæti Forbes Björgólfur Thor lenti í 488. sæti lista banda- ríska við- skiptablaðs- ins Forbes yfir ríkustu menn heims. Tímaritið metur eignir hans á 1,4 milljarða dollara, eða sem svarar til um 83 milljarða kr. Í viðtali við Morgunblaðið skömmu áður kom fram að eignir hans væru metnar nokkuð yfir 100 milljarða króna. Þar var um að ræða mark- aðsverðmæti eignahluta hans í hinum ýmsum félögum, en ekki var gerð tilraun til að meta skuldir hans á móti þessum eignum. Ríkasti maður heims er Bill Gates, stofnandi Microsoft. Í viðtali við Forbes segir Björgólfur Thor. „Virðing er mér efst í huga. Völd og peningar eru aðeins leiðin til virðingar.“ Blaðið bætir síðan sjálft við: „Eins og forfeður hans, víkingarnir, varð Björgólfur Thor reiður, hefndi sín og varð mjög ríkur.“ Björgólfur segir síðan við Forbes að hann vilji ekki vera álitinn of valdamikill á Íslandi. „Ég hef öðlast þá virðingu sem ég vildi. Nú get ég hafið seinni helming lífs míns.“ 17. mars Kristín fyrst kvenna rektor HÍ Kristín Ingólfsdóttir, prófessor í lyfjafræði, hafði betur gegn Ágústi Einarssyni, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild, í seinni umferð rektorskjörs við Háskóla Íslands. Þar með braut hún blað í 94 ára sögu skólans því hún er fyrst kvenna til að gegna þessu embætti. Mjótt var á mununum í kosningunum. Kristín hlaut 52,3% og Ágúst 46,4%. Auðir og ógildir seðlar voru 1,3%. Kristín tekur við embættinu af Páli Skúlasyni hinn 1. júlí nk. Kristín Ingólfsdóttir fagnar sigri í rektorskjörinu með fjölskyldu sinni, eiginmanninum, Einari Sigurðssyni, framkvæmdastjóra hjá FL Group, og dætrunum Sólveigu Ástu, 10 ára, og Hildi, 22 ára. Björgólfur Thor í 488. sæti hjá Forbes: „Virðing er mér efst í huga.“ Bill Gates, stofn- andi Microsoft, er í 1. sæti listans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.