Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Side 81

Frjáls verslun - 01.02.2005, Side 81
AMERÍSKIR DAGAR F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 81 TEXTI: BENEDIKT JÓHANNESSON MYND: GEIR ÓLAFSSON Ein helsta kenning Malkiels er að menn skuli halda sig við vísitölusjóði, þ.e. hlutabréfasjóði sem endurspegli hlutabréfavísistölur. Í sland er svo sannarlega að nálgast það æ meira að verða nafli alheimsins. Hing að flykkjast frægar popp stjörnur og tenórar í heimsklassa og í byrjun mars bættist góður gestur í hóp Íslandsvina, Burton G. Malkiel, prófessor við Princeton háskóla í Bandaríkjunum. Malkiel er þekkt- astur sem höfundur bókarinnar A Random Walk Down Wall Street, en hana hafa áhugamenn um verðbréfakaup drukkið í sig undanfarna áratugi. Íslandsbanki stóð fyrir heimsókn Malkiels hingað til lands en hann er í stjórn Vanguard sjóðsins sem bankinn er í tengslum við. Í ljós kom að Malkiel er ekki aðeins afbragðs rithöf- undur heldur líka fyrsta flokks fyrirlesari. Hann talaði á Hótel Nordica fyrir troðfullu húsi; hátt á sjöunda hundr að manna kom að hlýða á gúrúinn. Það er óhætt að segja að þeir sem komu hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum. Ein helsta kenning Malkiels er að menn skuli halda sig við vísitölusjóði, þ.e. hluta- bréfasjóði sem endurspegli hlutabréfavísi- töluna. Hann sýnir að aftur og aftur hafa vísitölusjóðirnir náð betri ávöxtun en tveir þriðju hlutar sjóða sem er stýrt af virkum sjóðstjórum. Hann hafði orð á því að ókost- urinn við virku sjóðina væri líka sá að á þeim væri oft mikil hreyfing og þeir þyrftu því að greiða mikið í umsýslugjöld og drægi þannig enn úr því sem eftir væri fyrir fjár- festa. Malkiel er líka talsmaður ævisafna þar sem hann leggur til að menn hafi aldur og æviskeið að leiðarljósi þegar þeir velja sér fjárfestingar. Þetta kemur einmitt fram í bókum hans eftir 1990. Hann sagðist þó sjálfur gjarnan viðurkenna að hann ætti eigin hlutabréfasafn sem hann veldi í sjálfur, óháð vísitölu. „Það er svo gaman að velja bréfin sjálfur og sjá hvernig maður stendur sig,“ sagði hann við FV þegar við hittum hann stuttlega eftir fyrirlestur yfir starfs- mönnum bankans. Malkiel sagðist búast við því að ávöxtun á hlutabréfum, sem hefði verið 10-12% yfir lengri tíma, færi lækkandi í framtíðinni. Menn ættu að venja sig á það að í fram- tíðinni væru 7-8% nær lagi. Hann taldi að verð- lagning á hlutabréfum í Bandaríkjunum væri eðlileg núna og sýndi fram á hve sterk fylgni væri milli þess að V/H hlutfall (verð hlutabréfa deilt með hagnaði) væri hátt og vextir lágir og öfugt. Þegar miklu munaði væri markaðurinn yfirleitt fljótur að leiðrétta sig. Aðspurður sagði Malkiel að Bandaríkja- menn sæju að sumu leyti svipaða hluti gerast og hér á landi, að tiltölulega fáir sjóðir ættu stóran hluta af hlutabréfunum. Í Bandaríkjunum væru þetta þó 30 til 40 sjóðir meðan stóru spilararnir hér væru vel innan við tíu. Í Bandaríkjunum væri það líka ekki eins algengt að innherjar úr sjóðunum sætu í stjórnum hlutafélaganna. Hann sagði að það væri enn í fullu gildi sem hann hefði skrifað í bókinni fyrir löngu að innherjar næðu yfir- leitt betri árangri í sínum fjárfestingum en aðrir. „En í Bandaríkjunum er mikið unnið gegn því að menn misnoti aðstöðu sína. Nú eru fræg mál í gangi sem vonandi verða mönnum víti til varnaðar.“ Aftur og aftur hafa vísitölusjóðirnir náð betri ávöxtun en tveir þriðju hlutar sjóða sem er stýrt af virkum sjóðstjórum. Malkiel segist búast við því að ávöxtun á hlutabréfum, sem hefði verið 10-12% yfir lengri tíma, færi lækkandi í framtíðinni. Menn ættu að venja sig á það að í fram- tíðinni væru 7-8% nær lagi. Malkiel segir að Bandaríkjamenn sjái að sumu leyti svipaða hluti gerast hjá sér og orðið hafa hér á landi, að tiltölulega fáir sjóðir eigi stóran hluta af hlutabréfunum. VAPPAÐ UM WALL STREET
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.