Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 43
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 43 mögulegt. Örgjörvinn er þannig varinn að útilokað er að ná upp- lýsingum úr honum eða taka af honum afrit. Auk þess verða ýmsar upplýsingar í örgjörvanum sem ekki eru á segulröndinni og gera áhættustýringu í kortaviðskiptum auðveldari. Mjög er misjafnt hversu hratt hin ýmsu lönd fara í að setja örgjörva í sín greiðslukort og skipta um móttökubúnað, en flest Evrópulönd munu væntanlega ljúka því á þessu og næsta ári. Líklegt þykir að kortasvik muni fljótt færast yfir á þau kort sem ekki eru með örgjörva og til þeirra landa sem ekki eru með hæfan móttöku- búnað og er þegar farið að bera á þessu. VISA Ísland vill því ekki hætta á neitt í þessum efnum og vera í fararbroddi í nýrri tækni eins og ávallt,“ segir Júlíus. Tvö ár í undirbúningi „Auk þess sem örgjörvinn veitir mun meira öryggi þá býður hann útgefendum kortanna upp á mikla möguleika í nýrri þjónustu og fríðindakerfum fyrir korthafa. Örgjörvar, sem í raun virka eins og tölvur og geta bæði keyrt sjálfstæð forrit og geymt gögn, eru stöðugt að verða öflugri og í framtíðinni er þess vænst að þeir muni í raun gjörbreyta notkun greiðslukorta eins og við þekkjum hana í dag,“ segir Þórður. Hann segir undirbúninginn fyrir þessa breytingu hafa verið langan á heimsvísu: „Hjá okkur hefur þessi tækni verið í undirbúningi í um tvö ár og nú er svo komið að við erum búnir að gefa út fyrstu kortin og þau virðast virka vel þar sem hægt er að nota þau. Hér á landi eru ekki enn komin tæki sem lesa þessi kort. Hins vegar höfum við verið að skipta út gömlum posum fyrir nýja og erum langt komnir með það. Þessir nýju posar geta lesið bæði segulrönd og örgjörva. Sjálfur hugbúnaðurinn, sem stjórnar vinnslunni í posanum, er ekki fullbúinn frá fram- leiðandanum, en það styttist í að svo verði og einnig er unnið að því að breyta hraðbönkum og kassakerfum í verslunum þannig að þessi afgreiðslukerfi taki örgjörvann sem og segul- röndina. Sú stund mun um síðir renna upp að posar, hraðbankar og kassakerfi verði eingöngu fyrir örgjörvann, enda verða öll kort í framtíðinni með örgjörva.“ VISA gefur í fyrstu út hin hefðbundnu VISA kreditkort með örgjörva. Þegar ferlið með kreditkortin verður komið vel á veg kemur röðin að örgjörvavæðingu VISA Electron debetkorta. Þórður Jónsson, sviðsstjóri korthafasviðs, og Júlíus Óskarsson, sviðsstjóri tæknisviðs, hafa haft umsjón með gerð og útgáfu örgjörva- kortanna. Hægra megin við þá er Leifur Steinn Elísson, aðstoðarframkvæmdastjóri og sviðsstjóri markaðs- og rekstrarsviðs. VISA Ísland Álfabakka 16, 109 Reykjavík, Sími 525 2000, Fax 525 2020, Netfang: visa@visa.is Sú stund mun renna upp að posar, hraðbankar og kassakerfi verði eingöngu fyrir örgjörvann, enda verða öll kort í framtíðinni með örgjörva.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.