Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 43
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 43
mögulegt. Örgjörvinn er þannig varinn að útilokað er að ná upp-
lýsingum úr honum eða taka af honum afrit. Auk þess verða ýmsar
upplýsingar í örgjörvanum sem ekki eru á segulröndinni og gera
áhættustýringu í kortaviðskiptum auðveldari.
Mjög er misjafnt hversu hratt hin ýmsu lönd
fara í að setja örgjörva í sín greiðslukort og skipta
um móttökubúnað, en flest Evrópulönd munu
væntanlega ljúka því á þessu og næsta ári.
Líklegt þykir að kortasvik muni fljótt færast
yfir á þau kort sem ekki eru með örgjörva og til
þeirra landa sem ekki eru með hæfan móttöku-
búnað og er þegar farið að bera á þessu. VISA
Ísland vill því ekki hætta á neitt í þessum efnum
og vera í fararbroddi í nýrri tækni eins og ávallt,“
segir Júlíus.
Tvö ár í undirbúningi „Auk þess sem örgjörvinn veitir mun meira
öryggi þá býður hann útgefendum kortanna upp á mikla möguleika
í nýrri þjónustu og fríðindakerfum fyrir korthafa. Örgjörvar, sem
í raun virka eins og tölvur og geta bæði keyrt sjálfstæð forrit og
geymt gögn, eru stöðugt að verða öflugri og í framtíðinni er þess
vænst að þeir muni í raun gjörbreyta notkun greiðslukorta eins og
við þekkjum hana í dag,“ segir Þórður.
Hann segir undirbúninginn fyrir þessa breytingu hafa verið langan
á heimsvísu: „Hjá okkur hefur þessi tækni verið í undirbúningi í um
tvö ár og nú er svo komið að við erum búnir að gefa út fyrstu kortin
og þau virðast virka vel þar sem hægt er að nota þau. Hér á landi eru
ekki enn komin tæki sem lesa þessi kort. Hins vegar höfum við verið
að skipta út gömlum posum fyrir nýja og erum langt komnir með
það. Þessir nýju posar geta lesið bæði segulrönd
og örgjörva. Sjálfur hugbúnaðurinn, sem stjórnar
vinnslunni í posanum, er ekki fullbúinn frá fram-
leiðandanum, en það styttist í að svo verði og
einnig er unnið að því að breyta hraðbönkum
og kassakerfum í verslunum þannig að þessi
afgreiðslukerfi taki örgjörvann sem og segul-
röndina. Sú stund mun um síðir renna upp að
posar, hraðbankar og kassakerfi verði eingöngu
fyrir örgjörvann, enda verða öll kort í framtíðinni
með örgjörva.“
VISA gefur í fyrstu út hin hefðbundnu VISA kreditkort með
örgjörva. Þegar ferlið með kreditkortin verður komið vel á veg
kemur röðin að örgjörvavæðingu VISA Electron debetkorta.
Þórður Jónsson, sviðsstjóri korthafasviðs, og Júlíus Óskarsson, sviðsstjóri tæknisviðs, hafa haft umsjón með gerð og útgáfu örgjörva-
kortanna. Hægra megin við þá er Leifur Steinn Elísson, aðstoðarframkvæmdastjóri og sviðsstjóri markaðs- og rekstrarsviðs.
VISA Ísland
Álfabakka 16,
109 Reykjavík,
Sími 525 2000, Fax 525 2020,
Netfang: visa@visa.is
Sú stund mun renna upp
að posar, hraðbankar og
kassakerfi verði eingöngu
fyrir örgjörvann, enda
verða öll kort í framtíðinni
með örgjörva.