Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 88
88 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5
AMERÍSKIR DAGAR
Amerísk-íslenska verslunarráðið hefur það að markmiði að stuðla að hverskonar samskiptum á milli Íslendinga og Banda-
ríkjamanna. Félagar í samtökunum geta orðið þeir Íslendingar sem
starfa að viðskiptum og eða öðrum mikilvægum samskiptum á milli
Íslands og Bandaríkjanna og aðrir sem hafa áhuga
á slíkum samskiptum. Ragnar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls
er formaður ráðsins.
„Markmið verslunarráðsins er að auka viðskipti á
milli Bandaríkjanna og Íslands,“ segir Ragnar. „Það
eru og hafa verið ákveðnar hindranir í að Íslendingar
geti nýtt sér hinn stóra markað í Bandaríkjunum,
sem er mjög skilvirkur og virkar eins og sá markaður
sem Evrópa stefnir að. Hindranirnar felast til dæmis í
merkingarmáli sem er öðruvísi þar en hér.
Merkingarreglur frá EBS Íslendingar hafa tekið upp
merkingarreglur frá Evrópusambandinu sem eru ekki samræman-
legar við þær sem eru í Bandaríkjunum. Markaður okkar er ekki
stór svo það er dýrt að breyta merkingum til innflutnings til okkar.
Það er þó gert við einstaka vöru sem seljast það vel hér á landi að
það borgar sig að breyta merkingum. Má nefna Cheerios og önnur
morgun korn í því sambandi. Þegar svo komið er að stærri vörum
eins og bílum þá hefur hindrunin aðallega verið vegna tolla, en
bandarískir bílar eru yfirleitt með stærri vél heldur en evrópskir og
japanskir bílar og hér á landi er tollað eftir vélarstærð. Bílainnflutn-
ingur frá Bandaríkjunum er þó að aukast og þar er aðalástæðan lágt
gengi dollarans.
Ragnar Guðmundsson
formaður Amerísk-
íslenska verslunar-
félagsins.
Viðskiptin við Bandaríkjamenn:
Verðum að hafa
eitthvað að selja
umfram aðra
Ragnar Guðmundsson, formaður Amerísk-
íslenska verslunarráðsins, segir viðskipti Íslend-
inga og Bandaríkjamanna standa á gömlum
merg. Markmiðið sé hins vegar að auka þessi
viðskipti sem frekast er kostur.
Fleiri hindranir eru á viðskiptum við Bandaríkin. Má nefna raf-
magnstæki. Í Bandaríkjunum er notast við 110 volta kerfi, en 220
hér á landi og í Evrópu. Einnig er sjónvarpskerfið öðruvísi. Þá er
flutningskostnaður meiri frá Bandaríkjunum en frá Evrópu. Þannig
að það eru nokkur ljón í veginum fyrir því að viðskipti milli Íslands
og Bandaríkjanna geti gengið hnökralaust.“
Fríverslunarsamningur við Bandaríkin? Ragnar segir þá stjórn sem
hann hefur veitt formennsku í eitt ár hafa velt fyrir sér hvernig hægt
sé að auka viðskiptin við Bandaríkin. „Það sem hefur komið út úr
þeirri vinnu er hvort við getum ekki gert fríverslunarsamning við
Bandaríkin. Þeir eru að vinna að fríverslunarsamningum við nokkur
ríki og nú teljum við gott tækifæri fyrir Ísland að komast inn í þá
umræðu. Við höfum þegar rætt þetta mál við utanríkisráðuneytið og
sendiherra Bandaríkjanna hér á landi og það virðist
vera einhver vinna í gangi hjá þessum aðilum um
þetta mál. Við viljum að Íslendingar geti notið þess
að versla með evrópskar og bandarískar vörur á jafn-
réttisgrundvelli og teljum þetta vera leiðina til þess.“
Ragnar segir verslunarráðið ekki koma nálægt
neinum kynningum á bandarískum vörum: „Við erum
ekki í stakk búin til þess. Við sem störfum innan ráðs-
ins erum öll upptekin annars staðar. Við komum að
fundahöldum og ráðstefnum um bandarískar vörur
og þjónustu og erum þar í samvinnu við Verslunar-
ráð Íslands og fleiri aðila, en beinum vörukynningum
höfum við ekki getað sinnt. Við reynum einnig eftir
megni að aðstoða fyrirtæki sem vilja komast inn á bandarískan
markað og bandarísk fyrirtæki sem vilja komast inn á íslenskan
markað.“
Að lokum er Ragnar spurður hvar við getum sett fótinn niður í
sambandi við útflutning til Bandaríkjanna: „Við verðum að hafa eitt-
hvað að selja umfram aðra, skapa okkur sérstöðu. Fiskiðnaðurinn
hefur verið með gæðavörur og Marel og Össur hafa með yfirburða-
tækniþekkingu verið að ná góðum árangri, svo er um önnur fyrir-
tæki sem hafa verið að reyna fyrir sér, fyrirtæki sem byggja á tækni
eða gæðum. Við getum ekki keppt við þjóðir sem ráða yfir ódýru
vinnuafli.“
„Bandaríkin eru
að vinna að frí-
verslunarsamningum
við nokkur ríki og
nú teljum við gott
tækifæri fyrir Ísland
að komast inn í þá
umræðu.“