Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 D A G B Ó K I N tilnefnt hann í stjórn. Gabran þessi starfaði um tíma hjá Golman Sachs og hefur mikla reynslu af samrunum og yfir- tökum. Hann þekkir mjög vel til sænska markaðarins. 17. mars Konum fjölgar í stjórnum Konum hefur fjölgað í stjórnum stórra fyrirtækja að undanförnu. Inga Jóna Þórðardóttir settist í stjórn Flugleiða í stað Ragnhildar Geirsdóttur. Nadina Deswasiere, framkvæmdastjóri hjá Nestlé í Frakklandi, er komin í stjórn SÍF. Lilja Dóra Halldórsdóttir, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík, hefur tekið sæti í stjórn Samskipa. Guðbjörg Matthíasdóttir, kennari í Vestmannaeyjum, var kjörin í aðalstjórn Landsbankans og Helga Jónsdóttir bankafulltrúi í varastjórn. 18. mars KB banki verður Kaupþing banki Samþykkt var á aðalfundi KB banka að breyta nafni bankans. Nýtt nafn félagsins er Kaupþing banki. Ýmsum þykir breytingin skjóta skökku við þar sem KB banka nafnið var mjög þjált og hafði á mjög skömmum tíma unnið sér traustan sess í hugum fólks. Með nafnabreytingunni er nafn Búnaðarbankans, sem hóf starfsemi 1930, endanlega úr sögunni. Fyrir rúmu ári var nafni bankans breytt úr Kaupþing Búnaðarbanki í KB banka. Bankinn starfar erlendis undir heitinu Kaupthing Bank. 21. mars Actavis með tékk- heftið í Tékklandi Actavis keypti tékkneska lyfja- fyrirtækið Pharma Avalanche þennan dag. Þetta er 30 manna fyrirtæki með höfuðstöðvar í Prag. Pharma Avalanche var stofnað árið 2000 og hefur aðallega lagt áherslu á sölu og markaðssetningu á sam- heitalyfjum í Tékklandi og Slóvakíu. Þar með er Actavis komið með beinan aðgang að bæði tékkneska og slóvakíska markaðnum. Og vegna fyrir- sagnarinnar: Það fer hver að verða síðastur að leika sér með orðið „tékkhefti“ í fréttum. Komin er fram kynslóð sem veit ekki hvað það þýðir og svo eru allar greiðslur orðnar rafrænar. 21. mars Skandia var það heillin Menn hafa oft rætt um ríginn sem er á milli Burðaráss og KB banka. Þau hafa núna bæði fjárfest í sænska tryggingafé- laginu Skandia. Burðarás hefur keypt um 3,4% eignarhlut í því. En nokkrum dögum áður var til- kynnt að dótturfélag KB banka í Svíþjóð hefði keypt 2,5% hlut í Skandia. 22. mars Actavis í FTSE 100 Þennan dag var vitnað í við- tal sænska viðskiptablaðsins Dagens Industri við Björgólf Thor Björgólfsson um að hann reikn- aði með því að Actavis Group gæti komist inn á lista þeirra fyrirtækja sem mynda FTSE 100 hlutabréfavísitöluna í Englandi. 19. mars Sturla mætti með Héðinsfjarðargöngin Það var nánast eins og poppstjarna hefði komið og haldið tónleika í Bátahúsinu á Siglufirði, svo dynjandi var lófatakið þegar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tilkynnti á fundinum að Héðinsfjarðargöng yrðu boðin út aftur í haust. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist næsta sumar og að jarðgangagerðinni verði lokið í árslok 2009. Áætlað er að um 350 bílar fari að jafnaði um göngin á sólarhring. Þau eiga að liggja úr Siglufirði yfir í Héðinsfjörð og þaðan yfir í Ólafsfjörð. Þegar verkið var boðið út fyrir tveimur árum og Íslenskir aðalverktakar buðu lægst var kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar í kringum sex milljarðar króna. Þótt dynjandi lófatak hafi verið í Bátahúsinu eru afar margir á móti göngunum og vilja miklu frekar setja féð í vegaframkvæmdir á höfuðborgar- svæðinu þar sem arðsemi þess er mest, t.d. í Sundabraut. Þá eru háværar kröfur um að veggjald um Hvalfjarðargöng verði lagt niður. Um páskana var svo sagt frá því að hópur á vegum samgönguráðuneytis hefði unnið að til- lögum um það hvar mætti setja upp vegtolla á höfuðborgarsvæðinu. KB banka nafnið vann sér traustan sess á mjög skömmum tíma. Spaugstofan gerði grín að tilurð nafnsins í upphafi. Sturla Böðvarsson tilkynnir um Héðinsfjarðargöng í Bátahúsinu á Siglufirði við dynjandi lófatak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.