Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 ÍMARK AUGLÝSINGAHÁTÍÐIN Í flokknum umhverfisgrafík fékk Síminn lúðurinn góða, það er fyrir nýtt og breytt útlit á verslunum fyrirtækisins jafnhliða því þegar ný ásjóna og merki fyrirtækisins var kynnt snemma á þessu ári. Áður hafði farið fram víðtæk stefnumótunarvinna innan Símans, þar sem hlutverk, gildi og markmið voru endurmetin. „Með breyttri ásýnd fyrirtækisins var nauðsyn- legt að breyta umhverfi verslana einnig. Verðlaunin eru mikil viðurkenning fyrir þær breytingar sem gerðar voru á verslunarumhverfi Símans í kjölfar mörkunar í byrjun árs 2004,“ segir Eva Magnúsdóttir, forstöðumaður upplýsingasviðs Símans. „Helstu áherslubreytingar sem urðu við endurskipu- lagninguna varða útlit. Lögð var rík áhersla á framsetn- ingu vara, upplýsingagjöf og aukna fræðslu til handa viðskiptavinum Símans sem og að yfirbragð verslananna væri nútímalegt og ferskt. Endurspeglaði þann kraft og sveigjanleika sem býr í Símanum og þá tækni og nýjungar sem Síminn selur og veitir þjónustu. Léttleiki og sveigjanleiki eru lykilorð við hönnun verslananna. Markmiðið var að breytingarnar höfðuðu til allra mark- hópa Símans og þannig er ætlunin að mismunandi markhópar geti fundið þær vörur sem þeim hentar á einum stað í viðkomandi verslun.“ Eva Magnúsdóttir segir að þegar þetta breytinga- starf hófst hafi allir aðilar verið vel upplýstir og innstilltir á það hvernig útkoman ætti að verða. „Helsti samstarfsaðili Símans í þessu stóra verkefni er arkitektastofan Gláma-Kím. Samstarfið gekk afar vel og starfsmenn stofunnar eiga stóran þátt í því hvernig til tókst.“ Samkvæmt ítarlegri ímyndarmælingu, sem unnin er eftir þekktri alþjóðlegri aðferðafræði, kom í ljós að á árinu hefur ímynd Símans styrkst markvert, og fleiri telja, að sögn Evu, Símann vera flottan, skemmtilegan og frumlegri en í fyrra. „Leiða má líkum að því að skýr skilaboð, eftirtektarverðar auglýsingar og sú staðreynd að markaðsefni og áherslum er haldið á lofti í verslunum fyrirtækisins séu þess valdandi að viðskiptavinir taka betur eftir því sem Síminn hefur á boðstólum.“ UMHVERFISGRAFÍK Þjóðminjasafn Íslands fékk verð- laun Ímark fyrir veggspjald ársins en það var kynnt á haustmánuðum í tengslum við enduropnun safnsins í septemberbyrjun. Fyrir um áratug fékk safnið verðlaun íslensks mark- aðsfólk fyrir núverandi einkennis- merki sitt, sem er bókstafurinn Þ, sem myndað er úr haugfé og táknar Þjóð- minjasafnið. Veggspjaldið verðlaunaða ber yfirskriftina Merki úr mörgum hlutum. Það er útfærsla á merki safnsins: ýmsum munum safns- ins er raðað saman út frá merki safnsins. Meðal safngripa í merkinu má nefna biskupsbagal, róðuk- rossa, Þórslíkneski, Grundarstól Þórunnar og Val- þjófsstaðahurðina og er þá fátt eitt nefnt. „Endur- opnun safnsins kallaði á endurskoðun á starfsemi safnsins almennt, auk þess sem móta þurfi alveg nýja ímynd safnsins,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir, sem segir að samstarf safnsins og auglýsinga- stofunnar Fíton hafi tekist einkar vel. Sýn fólks á viðfangsefnið hafi verið hin sama; að koma með nýstárlegar auglýsingar með sterka skírskotun til menningararfs Íslendinga og þess sem Þjóðminjasafnið hefur ætíð staðið fyrir, þ.e. faglegt - virðulegt- ferskt. „Ég er sátt við árangurinn af því markaðs- og kynningarstarfi sem við þurftum að fara út í vegna enduropnunar safnsins. Hingað er jafn og stöðugur straumur gesta og margir koma aftur og aftur. Ef til vill er það besti dómurinn um hvernig til hefur tekist,“ segir Margrét. Síminn flottur og frumlegur Biskupsbagall og róðukross Starfsfólk Símans, ENNEMM og Glámu-Kím tekur við Lúðrinum fyrir umhverfisgrafík. Margrét Hallgrímsdóttir. Eva Magnúsdóttir. Veggspjaldið góða. Merki úr mörgum hlutum. Útlit verslana Símans breyttist í fyrra í samræmi við nýja ásýnd fyrirtækisins. VEGGSPJALD ÁRSINS SÍMINN ENNEMM og Gláma-Kím ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Fíton
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.