Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 51
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 51 S T J Ó R N U N þar stjórnarformaður en því var síðan skipt upp í þrjú fyrirtæki; flugrekstur, ferðaþjónustu og hótelrekstur. Ég gat verið áfram, mér bauðst að vera áfram í mínu starfi jafnframt öðrum tækifærum innan samsteypunnar. Ég var ákveðinn í að hætta áður en mér bauðst þetta starf forstjóra Húsasmiðjunnar, en þá komu nýir eig- endur, m.a. Hannes Smárason, til mín og buðu mér þetta starf.“ -Bandaríkjamenn segja gjarnan að nauðsyn- legt sé að skipta um atvinnu tvisvar til þrisvar á ævinni. Var þetta í takt við það? „Ég mundi segja að það hafi verið mjög rökrétt fyrst ég varð ekki forstjóri Flugleiða. Þetta var tíminn. Ég hef verið stjórnarformaður Loftleiða Ice- landic og mun hætta því enda hafa stjórnarformenn systurfyrirtækjanna komið úr móðurfélaginu. Ég mun einnig hætta sem stjórnarformaður Íslands- ferða.“ Ekki spenntur í upphafi -Það hefur verið mikil samkeppni á byggingamarkaðnum undanfarin ár, ekki síst milli Húsasmiðj- unnar og BYKO. Fannst þér áður sem venjulegum neytanda þessi samkeppni vera sanngjörn? „Mér fannst þetta eðlileg samkeppni sem skilaði neytendum í mörgum tilfellum lægra verði. En þessi samkeppni á eftir að aukast þegar þýski risinn Bauhaus kemur inn á markaðinn vorið 2006 og opnar hér stórverslun. En það er bara verkefni sem við munum takast á við, er bara gífurleg ögrun og að baki okkar standa metn- aðarfullir og fjársterkir eigendur. Ég verð að viðurkenna það að þegar fyrst var nefnt við mig að taka við starfi forstjóra Húsasmiðjunnar, var ég ekkert óskap- lega spenntur því ég hef ekki mikið fylgst með þessum atvinnu- rekstri, hef lengi verið í alþjóðlegu umhverfi og samkeppni og er auk þess ekki mjög handlaginn maður. Ég hafði eiginlega eingöngu farið í Húsa- miðjuna til að kaupa skrúfur, oft ekkert merkilegra, en ég þyki víst fremur lítill framkvæmdamaður heima fyrir. Kannski það eigi eftir að breytast núna. En strax á fyrsta fundi, þegar ég hafði kynnt mér reksturinn á Húsasmiðjunni betur og um hvað hann snérist í raun, varð ég mjög áhugasamur. Samkeppnin við BYKO og fleiri fyrirtæki í þessum rekstri er af hinu góða fyrir neytandann og hvetur alla starfsmenn til þess að sinna sínu starfi af kostgæfni til hagsbóta fyrir neytandann.“ -Íslensk fyrirtæki hafa verið í útrás erlendis. En er Húsasmiðjan að huga að aukinni útrás undir þinni stjórn, og ef svo er, þá með hvaða hætti? „Þessi breyting á mínum högum er kannski það allra besta sem gat gerst. Ég hef verið á toppnum í flugheiminum og nú tekur byggingamarkaðurinn við. Það er ljóst að eigendur Húsasmiðjunnar og starfsmennirnir eru ekki alltaf með hugann við samkeppni við BYKO, en þetta eru metnaðarfullir eigendur sem sækjast eftir tækifærum til vaxtar og aukins hags innan þessa sviðs. Auðvitað verður hugað að einhvers konar útrás.“ Ekki í byggingaverktakastarfsemi -Kemur til greina að Húsa- miðjan taki allan „pakkann“, þ.e. byggi hús frá grunni og selji síðan fullbyggð með gólfefnum, innréttingum og öðru sem krafist er við kaup á nýjum íbúðum í dag? „Nei, ég sé það alls ekki fyrir mér í dag jafnvel þó að meðal eig- enda fyrirtækisins séu byggingaverktakar, en í eigendahópnum eru einnig verslunareigendur. En það eru auðvitað engin takmörk fyrir því í hvaða átt fyrirtæki getur þróast. En Húsamiðjan er fyrst og fremst í verslunarrekstri en ekki í byggingastarfsemi. Það er heldur enginn áætlun um það að fara að selja nýjar vörur eða aðra vöruflokka. En það er stefnumótun sem þarf að fara fram sem fyrst. Það þarf einnig að skilgreina markaðssvæðið sem við störfum á og innan hvaða geira verslunarinnar við ætlum okkur að þróa okkur áfram. Því gætu fylgt einhverjar breytingar á vörusam- setningu en ekki í þungavörunni þar sem við erum mjög sterkir. Við þurfum að bæta okkur í sérvörunni, sjáum heilmikil tækifæri þar. Það stendur ekki til að draga saman seglin á einhverju svæði eða landshluta, fremur hið gagnstæða þó við séum þegar mjög sterkir á landsbyggðinni. Svo erum við með Blómaval innan okkar vébanda og teljum að það sé mjög góð „blanda“ við byggingavöruverslun. Það tengist því áhugamáli fólks að rækta húsið sitt og garðinn sinn. Það hefur tekist vel á Selfossi og við ætlum að byggja við á Skútuvoginum til að koma til móts við þær þarfir og óskir almennings. Fólk mun á næstunni sjá þessa samsetningu Húsamiðjunnar og Blómavals mun „Strax á fyrsta fundi, þegar ég hafði kynnt mér reksturinn á Húsasmiðjunni betur og um hvað hann snérist í raun, varð ég mjög áhugasamur.“ í skrúfurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.