Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 34
34 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 Festing var stofnað haustið 2003 þegar eignum Kers var skipt upp og fasteignir Olíufélagsins og síðar Samskipa voru settar undir hatt Festingar. Í stjórn Festingar settust þeir Guðmundur Hjaltason, forstjóri Kers, Páll Þór Magnússon, fram- kvæmdastjóri Sunds og mágur Jóns Kristjánssonar í Sundi, og Jón Þór Hjaltason, aðaleigandi Nordic Partners. Þrátt fyrir söluna í Keri til Grettis í óþökk Ólafs Ólafssonar voru þeir Páll Þór og Jón Þór engu að síður í meirihluta í þriggja manna stjórn Festingar, þótt þeir væru fulltrúar aðeins 20% eigenda í félaginu. Aðalfundur Festingar verður haldinn 13. apríl og þá verður skipt um stjórn. Í tilkynningu Kersmanna segir að áður en ákvörðun hafi verið tekin um hlutafjáraukninguna hafi stjórn Festingar verið kynnt yfirlýsing hluthafa, sem hafa að baki sér meirihluta hluta- fjár í Festingu, þar sem þess var krafist að engar mikilvægar ákvarðanir yrðu teknar varðandi Festingu fyrr en á aðalfundi 13. apríl nk. Þeirri beiðni var hafnað. Þeir Páll Þór og Jón Þór óskuðu hins vegar eftir stjórnar- fundi föstudaginn 18. mars og lögðu þeir til hlutafjáraukningu í Festingu og að allt viðbótar- hlutaféð yrði selt Angusi, nýstofnuðu félagi í eigu Jóhanns Halldórssonar, framkvæmda- stjóra Festingar. Með þessari hlutafjár- aukningu næðu félög tengd Sundi, Nordic Partners og Angusi um 53% eignarhlut í Festingu og þar með yfirráðum yfir félaginu. 24. mars „Sýslumaður mun hafna lögbannskröfu“ Það var kominn skírdagur og enn voru átökin um Ker og Festingu í brennidepli. Morgunblaðið birti þennan dag viðtal við Sigurð G. Guðjónsson, stjórnarmann í Keri og lögmann Jóns Kristjánssonar í Sundi. Þar taldi hann einsýnt að sýslumaður myndi hafna lögbannskröfu meirihlutaeigenda Kers á hlutafjáraukningu í Festingu. Einnig kom fram hjá Sigurði G. að fjárfestingarfélagið Grettir hefur boðist til þess að kaupa allt hlutafé í Olíufélaginu Esso, dótturfélagi Kers, á um 8,5 milljarða króna. Sigurður sagði ennfremur í þessu viðtali við Morgunblaðið: „Upphaflega átti aðalfundur Festingar að vera haldinn 14. mars og það var ekki einu sinni haft fyrir því að boða hann með löglegum hætti, heldur bara hringt og sagt að nú skyldi haldinn aðalfundur. Þá spurðum við á móti, hvort ársreikningur Festingar væri tilbúinn en svörin voru á þá lund, að það væri hann ekki, en hann yrði það, þegar fundurinn yrði haldinn. Tilkynnt var, þegar boðað var til fundarins, að kona Ólafs, Ingibjörg Kristjánsdóttir, ætti að taka sæti í stjórn Festingar, í stað Jóns Þórs Hjaltasonar, eins af aðaleigendum Nordic Partners. Þegar þetta var, þá voru engin viðskipti með kaup Grettis í Keri orðin opinber. Það er alveg kristaltært, að áform Ólafs Ólafssonar á þessum tíma, voru þau að ná undirtök- unum í Festingu, með því að henda út Jóni Þór Hjaltasyni, setja konu sína inn og halda Guðmundi Hjaltasyni, forstjóra Kers áfram inni í stjórninni. Þar með hefði Ólafur haft frítt spil að ráðskast með allar eignir Festingar að vild. Eina ráðið sem skjólstæð- ingar mínir höfðu, var að óska eftir stjórnarfundi í Festingu. Láta stjórnina nota þá heim- ild sem hún hafði til þess að auka hlutaféð, þannig að það yrði ekki hægt að breyta valda- strúktúrnum í félaginu, þannig að valdastrúktúrinn í Keri breyttist líka og því var ákveðið á þessum stjórnarfundi að selja 100 milljónir af þessu nýja hlutafé, af þeim 500 milljónum sem heimilt er að selja, til Jóhanns Halldórssonar, framkvæmda- stjóra Festingar,“ sagði Sigurður G. í umræddu viðtali. 24. mars Reyndi að selja sjálfum sér Essó Á sama tíma og Morgunblaðið birti viðtalið við Sigurð G. Guðjónsson var Fréttablaðið með viðtal við Pál Þór Magnússon, framkvæmdastjóra Sunds, undir mjög harðri fyrirsögn og án gæsa- lappa: Reyndi að selja sjálfum sér Essó. Ljóst er að skotin gengu á víxl á milli fylkinga. Páll Þór segir í Fréttablaðinu: „Óheilbrigðir viðskiptahættir Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Kers, og tilraun hans til að ná meirihluta í félaginu varð til þess að traustið milli stærstu hluthafa Kers brast um mitt síðasta ár.“ Páll Þór bætti því síðan við að síðasta sumar hefði Ólafur talað fyrir því meðal stærstu hluthafa að selja Essó út úr Keri. Síðar hafi komið í ljós að væntanlegur kaupandi hafi verið félag sem m.a. var í eigu hans sjálfs. D A G B Ó K I N Jón Þór Hjaltason. Sigurður G. Guðjónsson. Björgólfur Guðmundsson. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson. Árni Vilhjálmsson. Kristján Loftsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.