Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 69
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 69 ástæðum. Öðru fremur var það flugið sem rauf einangrun afskekktra byggða á Íslandi – og með millilandafluginu komst fólk á hinni einangruðu eyju norður í höfum loks í reglulegt samband við umheim- inn. Bæði þeir Örn og Alfreð voru mennt- aðir flugmenn og störfuðu sem slíkir framan af, en tóku seinna við stjórn flugfélaga sinna og gerðu að stórveldum. Bakgrunnur þremenninganna, sem í dag eru í forystu- sveit flugsins á Íslandi, er allur annar og enginn þeirra er alinn upp í fluginu eins og frumherjarnir. Nýir vendir sópa best Hannes Smárason er 38 ára, viðskipta- fræðingur og MBA, menntaður í Bandaríkjunum. Eftir að námi lauk starfaði hann um nokkurra ára skeið hjá Íslenskri erfða- greiningu, síðast sem aðstoðarforstjóri. Frá því í byrjun síðasta árs hefur hann verið starfandi stjórnarformaður FL-Group og hefur þar heldur betur tekið til hendi. Síðasta haust var gengið frá kaupum á tæplega 10% hlut í lággjaldafélaginu EasyJet í Bretlandi. Í janúar sl. voru undirritaðir samningar um kaup á tíu flug- félögum af gerðinni Boeing 737-800 sem verða leigðar til Kína. Fraktflugfélagið Bláfugl, sem rekur fimm Boeing 737 vélar, var keypt í febrúar og síðustu daga þess mánaðar var samið við um kaup á tveimur Boeing 787 breiðþotum fyrir Icelandair. Samningum þeim fylgir kaupréttur á fimm flugvélum til viðbótar. Vélarnar sem koma til afhendingar 2010. Hannes Smárason hefur því ekki setið auðum höndum – og einhvers staðar segir að nýir vendir sópi best. Einkaflugmaður frá Akureyri Magnús Þor- steinsson er Samvinnuskólagenginn – og starfaði lengi við bjórframleiðslu. Fyrst á Akureyri og síðar í St. Pétursborg í Rúss- landi í samvinnu við Björgólfsfeðga. Þannig græddist Magnúsi fé sem fór til kaupanna á Landsbankanum og síðar Atlanta, en úr flugfélaginu spann Magnús áfram svo að til varð Avion Group. Magnús er einkaflugmaður, á flugvél og hefur flogið mikið. Hann er búsettur í Bretlandi og sinnir þaðan ýmsum fjárfestingarverkefnum, bæði hér heima, í Bretlandi og í Rússlandi. Úr grænmetinu í flugið Þriðji flugkapp- inn, Pálmi Haraldsson, er hagfræðingur að mennt og var að hefja doktorsnám í Svíþjóð þegar hann sneri dæminu við. Fortíð hans er í grænmetinu. Árið 1991 varð hann framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkj- umanna, sem á þeim tíma stóð mjög tæpt. Pálma tókst að rétta rekstur þess við – en kunnugir telja þó að hjólin hafi fyrst farið að snúast Pálma í hag þegar hann náði undirtökunum í Feng, eignarhaldsfélagi Sölufélagsins. Síðustu ár hefur hann verið umsvifamikill í viðskipta- lífinu og komið að mörgum fjárfestingarverkefnum heima og heiman, meðal annars í samvinnu við Baug og Jón Ásgeir Jóhannesson. Helsti viðskiptafélagi Pálma er þó Jóhannes Kristinsson og saman eiga þeir meðal annars Skeljung og flug- félögin tvö, Iceland Express og Sterling. Víkingar nútímans Á hverjum tíma er meiri áhugi fyrir fjár- festingum í tilteknum atvinnugreinum en öðrum. Fyrir ríflega áratug var hér á landi hvað mestur áhugi á sjávarútvegi og síðar fjármálafyrirtækjunum, það er þegar ríkið fór í smáskömmtum að losa um eignarhluti sína í bönkunum. Í kringum aldamótin beindust sjónir manna helst að líftækni og netfyrirtækjunum, en fjárfestingar á því sviði reyndust í fæstum tilvikum ferðir til fjár. Nú eru það flugfélögin sem eru að ná góðum árangri og gildir þá nánast einu hvaða viðmið er lagt til grund- vallar. Helmingshækkun bréfa í FL-Group, eina skráða flugfélaginu á Íslandi, skýrir málið ágætlega og þar með þann áhuga sem fjárfestar og fjölmiðlar sýna. Nýtt ævintýri í flugsögu Íslendinga er hafið og heimurinn er undir. Saga Íslendinga í flugsamgöngum heimsins síðustu hálfa öld- ina er merk og við opnun höfuðstöðva Excel Airways í Lundúnum á dögunum nefndi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, að þar byggju að baki þeir sömu eiginleikar og knúðu víkinga fornaldar til að sigla yfir ókunn höf og nema land á nýjum slóðum. F L U G G A R P A R Í S L A N D S UMSVIF FLUGGARPANNA AVION GROUP Flugfloti: 67 þotur Velta: 75 milljarðar kr. Starfsmenn: 3.200 FL GROUP Flugfloti: 20 þotur. Í pöntun: 12 þotur. Velta: 43 milljarðar kr. Starfsmenn: 2.500 ICELAND EXPRESS og STERLING Flugfloti: 12 þotur. Velta: 22 milljarðar Starfsmenn: 700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.