Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 40
40 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 Ríkið tapaði líka verulegu fé í gegnum virðisaukaskattinn á þessu stríði. „So what,“ segja eflaust einhverjir. Innskatturinn hjá verslunum var sá sami en útskatturinn hrundi niður í stríðinu. Miðað við 500 mill- jóna kr. verðlækkun í formi afslátta, gjafa og óvæntra tilboða er ríkið að tapa um 100 milljónum kr. á í virðisaukaskatt á þessu stríði. Guðmundur Marteinsson Krónan byrjaði. En var nauðsynlegt fyrir hina að svara á móti? „Það kom aldrei neitt annað til greina. En ég minni á að það er annað að langa til að selja ódýrt og hafa burði til þess. Viðskipti hjá okkur hafa alltaf aukist í kjölfar svona verðstríða. En þau taka sinn toll auðvitað,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus. „Við höfum sagt frá upp- hafi að Bónus bjóði best og við höfum gætt þess að setja alltaf ávinninginn af mikilli verslun hjá okkur út til viðskiptavina í formi lægra vöruverðs. Fyrir vikið eru væntingar til okkar miklar og við viljum standa undir þeim. Þess vegna hefur Bónus stækkað af eigin verðleikum. Bónus vinnur á mjög svipaðri álagningu og best gerist í Evrópu, eins og t.d. hjá Aldi, þ.e. 12 til 14%.“ Guðmundur segir ennfremur að markmið Bónuss sé að bjóða ódýrustu vörurnar en að sama skapi þurfi reksturinn að vera réttum megin við strikið. „Það hefur okkur tekist. En það vita það allir sem koma að þessu að það er ekki mikill tekjuafgangur í rekstri matvöruverslana – svo hörð er samkeppnin þótt sumir haldi að hún sé lítil. Þetta er eilíft maraþonhlaup og það furðar mig þegar ég heyri stjórnmálamenn og keppinauta okkar ræða um að það sé lítil samkeppni á matvör- umarkaðnum vegna þess að við séum svo stórir. Ég bendi á að Krónan þurfti að lækka sig um yfir 20 til 25 prósentustig til að fara niður í okkar verð. Það sýnir best hvað við höfum verið með lágt verð og að svigrúmið til að lækka frekar er ekki mikið.“ Sigurður Arnar Sigurðsson En hvað segir Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Kaup- áss sem rekur Krónuna og hratt stríðinu af stað? „Ég tel að Bónus sé að verja stefnu sem ekki er hægt að verja nema menn séu markaðsráðandi. Það getur ekki verið virk samkeppni ef einn er markaðsráðandi. Þess vegna lækkuðum við verðið í Krónunni og fórum niður í Bónus í verði. Við erum komnir til að vera þar. Við ætlum okkur að vera trú- verðugur valkostur við Bónus á þessum lágvöru- verðsmarkaði,“ segir Sig- urður Arnar. Að sögn Sigurðar Arn- ars undirbjó Krónan sig vel fyrir þessi átök. „Við undirbjuggum okkur mjög vel, gerðum ítarlegar markaðs rannsóknir og kannanir þar sem fram kom að fólk væri tilbúið til að skipta við aðra en Bónus ef raunverulegur nýr kostur kæmi fram á sjónarsviðið. Við- brögðin hafa ekki látið á sér standa. Það hefur verið algjör sprenging í innliti og verslun í Krón- unni og við erum full- vissir um að við höldum okkar nýju viðskiptavinum. Krónan mun ekki hvika frá nýrri verðstefnu.“ Guðjón Stefánsson Þegar Krónan lækkaði sig í verði var það ekki einungis Bónus sem svaraði fyrir sig. Samkaup á Suðurnesjum reka Samkaup/Úrval og Samkaup/Strax sem og lágvöruverðsverslanirnar Nettó og Kaskó. Síðarnefndu tvær keðjurnar hafa verið undir Fjarðarkaupum og Krónunni í verði. Kaskó hefur síðustu misseri fylgt Bón- usi eftir í verðum og Nettó hefur fundið sér sína syllu á markaðnum með því að bjóða talsvert meira vöruval en aðrar lágvöru- verðsverslanir. Þá eiga Fjarðarkaup í Hafnar- firði afar sterkan hóp viðskiptavina sem standa með fyrirtækinu í blíðu og stríðu. En var nauðsynlegt að svara fyrir sig og taka þátt í stríðinu? „Við gátum ekki setið kyrrir í þessu stríði,“ segir Guðjón Stefáns- son, framkvæmdastjóri Samkaupa. „Þetta var ekki spurning um það hvort Krónan hefði náð í viðskiptavini af Bónusi. Stóra spurningin var auðvitað hvað hefði gerst ef við hefðum ekki svarað Krónunni líka og mætt samkeppninni af fullu afli.“ Guðjón segir að auðvitað sé það engin kaupmennska þegar verslanir séu farnar að gefa vörur eða selja þær langt undir kostn aðarverði. „Það er ekkert vit í slíku. Það getur líka verið tvíbent fyrir neytendur til lengri tíma ef einhverjar verslanir eru að tapa stórfé og heltast jafnvel úr lestinni með þeim afleiðingum að hinn eini stóri á mark- aðnum verði enn stærri. Neytendur fá slíka „hagræðingu“ fljótt í fangið aftur.“ En það eru ekki bara þessir þrír herra- menn sem hafa leikið aðalhlutverkið í þessu stríði. Þegar Krónan lækkar verðið svo skarpt er mjög líklegt að hún taki við- skipti frá verslunum eins og Nóatúni, Hag- kaupum, 11-11 og 10-11. Það sama á við um Bónus. Stóraukinn straumur fólks þangað bitnar mjög líklega á verslunum Hagkaupa og Nóatúns. Þannig verða tilfærslur á mark- aðnum innan Haga og Kaupáss. Stóra málið í matvöruverslun sem ann- arri kaupmennsku er auðvitað að eignast viðskiptavini til langs tíma. Fólk er ótrú- lega fljótt að setja innkaupin í reglu. Kaupir ákveðnar vörur í lágvöruverðsbúðum, fer svo í stóru búðirnar eftir meira vöruvali og síðan skjótast menn í reddingar í klukku- verslanir eins og 10-11 og 11-11. Ætla verður að svona stríð á matvöru- markaði komi við kaunin á klukkuversl- unum sem eðli málsins samkvæmt eru í dýrasta kantinum. Menn verða eflaust tregir til að gera stórinnkaupin þar. „Mjólk er óð“ En stríðsins, sem Krónan hóf laugardaginn 26. febrúar, verður í ann- álum líklegast minnst sem „mjólkurstríðs- ins“. Allt bendir til að það hafi haft varan- legar tilfærslur í för með sér á markaðnum. Mjólkursamsalan auglýsti lengi vel: „Mjólk er góð“. En þegar fjörugir viðskiptavinir stórmarkaðanna fengu mjólkina gefins og allt fór að snúast um hversu marga lítra fólk fengi heim til sín af mjólk breyttist slagorðið í: „Mjólk er óð“. Frjáls verslun metur það svo að tap matvöruverslana af stríðinu – herkostnaðurinn – liggi á bilinu 400 til 500 milljónir króna. M A T V Ö R U M A R K A Ð U R I N N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.