Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Page 77

Frjáls verslun - 01.02.2005, Page 77
AMERÍSKIR DAGAR F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 77 Snorri Jakobsson, greiningardeild KB-banka: Fær ekki staðist til lengdar Edda Rós Karlsdóttir, Landsbankanum: „Ég á ekki von á miklu gengisfalli fyrr en líður á næsta ár.“ Snorri Jakobsson, KB banka: „Sú hætta er fyrir hendi að um leið og fer að draga úr lántökunni gefi gengi krónunnar snöggt eftir.“ Að hluta til er skýringanna að leita í veikri stöðu dollarans almennt gagnvart helstu gjaldmiðlum en mik- ill viðskiptahalli í Bandaríkjunum og minna vægi dollarans í heimsvið- skiptum hefur leitt til þess að dollarinn hefur veikst. Einnig er skýringanna að leita hér heima en allt stefnir í að hagvaxtarskeiðið, sem nú er gengið í garð, verði það öflugasta í áratugi og sjást ummerki þess hvert sem litið er. Methækkanir hafa verið á öllum eign- amörkuðum, bílainnflutningur stefnir t.d. í að slá fyrra met frá skattlausa árinu og uppgangur í byggingariðnaði hefur sjaldan verið meiri. Neyslan og fjárfestingin virðist að stórum hluta vera fjármögnuð með erlendri lán- töku og innstreymi fjármagns vegna erlendrar lántöku nam 350 milljörðum á seinasta ári og fjórfaldaðist frá árinu áður. Erfitt er að spá fyrir um þróun gengisins, sérstaklega nákvæmar tíma- setningar. Hins vegar er ljóst að gengi krónunnar helst hátt á meðan innflæði vegna erlendrar skuldsetningar er jafn mikið og raun ber vitni. Hins vegar er núverandi gengi krónunnar verulega yfir því sem að við teljum að fái staðist til lengdar, sem sést m.a. á miklum við- skiptahalla. Sú hætta er fyrir hendi að um leið og fer að draga úr lántökunni gefi gengi krónunnar snöggt eftir og það gæti gerst fyrr en seinna. Gjaldeyr- ismarkaðir hafa löngum verið dyntóttir og þeim hættir jafnt til undirskota sem yfirskota frá raunvirði. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands: Mikilvægt að gera greinarmun á stöðu krónunnar gagnvart öðrum myntum annars vegar og veikri stöðu dollarans hins vegar. Gríðarlegur við- skipta- og fjárlagahalli í Bandaríkjunum ógnar stöðu dollarans, en við þetta bæt- ist að seðlabankar í Asíu eru margir að breyta samsetningu gjaldeyrisforðans og auka vægi evru á kostnað dollara. Hingað til hefur dollarinn fyrst og fremst lækkað gagnvart Evrópumyntum, en mjög takmarkað gagnvart myntum í Asíu og Suður- og Mið-Ameríku. Þetta hefur m.a. leitt til þess að krónan hefur styrkst mun meira gagnvart dollara en evru. Gengi krónunnar er að mínu mati töluvert hærra en fær staðist til lengdar og ég geri ráð fyrir að krónan gefi eitt- hvað eftir á þessu ári. Ég á hins vegar ekki von á miklu gengisfalli fyrr en líður á næsta ár. Mikill styrkur krónunnar skýrist m.a. af auknum áhuga erlendra fjárfesta á krónunni, en háir vextir eru helsta aðdráttaraflið. Erlendu fjárfest- arnir horfa margir til mjög skamms tíma og því má segja að krónueign þeirra sé orðinn ákveðinn áhættuþáttur í kerf- inu. Því meira sem krónan styrkist frá núverandi gildi og því lengur sem hún helst svona sterk, því meiri líkur verða á snörpu gengisfalli.“ Krónan styrkst meira gagnvart dollara en evru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.