Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 114

Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 114
114 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 FÓLK V öxtur Samskipa hf. er ævintýri lík- astur og á nokkrum árum hefur félagið náð þeim áfanga að kallast alþjóðlegt flutningafyrirtæki. Það er að þakka öflugri stjórn og starfsfólki sem trúir því að allt sé hægt, sé viljinn fyrir hendi,“ segir Lilja Dóra Halldórsdóttir, sem nýverið settist í stjórn Samskipa. „Stjórnarsetan í Samskipum hf. kom þannig til að haft var samband við mig og eftir stutta íhugun ákvað ég að slá til, enda verkefnið spennandi. Ég hlakka til að takast á við það og vonandi get ég lagt mitt á vogar- skálarnar við frekari framþróun félagsins og þau ögrandi verkefni sem vinna þarf að.“ Eftir að Lilja Dóra útskrifaðist frá laga- deild HÍ fór hún að starfa sem lögfræðingur Skeljungs. „Það var ágætur skóli atvinnulífs- ins, margs konar verkefni sem féllu til í stóru fyrirtæki og gott samstarfsfólk. Árið 1998 flutti ég og fjölskylda mín til Belgíu vegna starfa Jónasar, mannsins míns, fyrir Eftirlitsstofnun EFTA. Upphaflega átti þetta að vera 2-3 ára dvöl, en okkur leið mjög vel úti og árin urðu sex áður en við vissum af. Ég var svo heppin að fá að starfa að ýmsum verkefnum í Eftirlitsstofnuninni sem sér- fræðingur frá Íslandi, en stærstu verkefnin voru á sviði opinberra útboða og landamæra- eftirlitsstöðva fyrir fisk. Þá fór ég í tveggja ára MBA-nám við Vlerick skólann í Leuven, sem var gríðarlega skemmtilegt og kynntist ég þar fólki víðs vegar að úr heiminum. Sam- félag Íslendinga í Belgíu er einstakt, þarna búa um 300 manns, flestir þekkjast og margir hittast reglulega, í og utan vinnu.“ Lilja Dóra kom aftur heim til Íslands fyrir rúmu ári og hóf störf í Háskólanum í Reykjavík. „Þar gegni ég stöðu aðjunkts. Ég kenni í ýmsum námskeiðum í BS-náminu og í stjórnendaskóla HR, flestum tengdum stjórnun og stefnumótun fyrirtækja. Tíminn í HR hefur verið einstaklega lærdómsríkur og gefandi, bæði samstarfsfólk og nemendur starfa hér af miklum krafti og metnaði sem smitar út frá sér. Mér finnst mikils virði hvað nemendur og kennarar eiga opin og góð samskipti, ólíkt því sem ég kynntist í námi mínu í lagadeild HÍ á sínum tíma, þar sem prófessorar voru ósnertanlegir og kærðu sig jafnvel ekki um spurningar í tímum. Það eru auðvitað forréttindi að vakna á hverjum morgni og hlakka til að fara í vinnuna, finna að maður hefur einhverju að miðla en ekki síst að fá tækifæri til að vinna með frábæru fólki og læra eitthvað nýtt sjálfur.“ Áhugamálin eru og hafa alltaf verið mörg hjá Lilju Dóru. „Ég reyni að komast nokkuð reglulega út í náttúruna, á skíði, í bakpoka- ferðalag eða jeppaferð. Þá á fjölskyldan tvo hunda sem eru miklir gleðigjafar. Fjöl- skyldan er annars stærsta áhugamálið en það tók sinn tíma að koma henni allri aftur heim á frón, börnin komu í haust, hundarnir komu svo fyrir jól og um þessar mundir er Jónas að klára störf sín hjá ESA. Þar með er kominn punktur aftan við Belgíuævintýri fjölskyldunnar – í bili,“ segir Lilja Dóra. TEXTI: ÍSAK ÖRN SIGURÐSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON „Vöxtur Samskipa hf. er ævintýri líkastur og á nokkrum árum hefur félagið náð þeim áfanga að kallast alþjóðlegt flutningafyrirtæki. Það er að þakka öflugri stjórn og starfsfólki sem trúir því að allt sé hægt, sé viljinn fyrir hendi,“ segir Lilja Dóra Halldórsdóttir. Halldórsdóttir í stjórn Samskipa Lilja Dóra Nafn: Lilja Dóra Halldórsdóttir. Fædd og uppalin: Í Vestmannaeyjum. Foreldrar: Halldór Guðbjarnason, forstjóri VISA, og Steinunn Brynjúlfsdóttir, meinatæknir. Menntun: Stúdent frá MR og kandídatspróf frá lagadeild HÍ. MBA frá Vlerick í Belgíu. Fjölskylduhagir: Gift Jónasi Fr. Jónssyni, lögmanni og MBA, framkvæmdastjóra Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Börn Lilju Dóru og Jónasar: Steinunn Dóra 14 ára og Jónas Rafnar 7 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.