Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Qupperneq 57

Frjáls verslun - 01.02.2005, Qupperneq 57
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 57 A R Ð S E M I M E N N T U N A R fram að með þessu sé ábatinn ofmetinn og eins að hann sé vanmetinn. En í öllu falli gefur þessi aðferð góðar vísbendingar um arðsemi menntunar.“ Háskólanám skilar konum meiru Helstu niðurstöður þeirra Þórhalls og Jóns Bjarka eru þær að háskólamenntun kvenna skili að meðaltali mestri einkaarðsemi eða tæplega 11%. Ávinningur kvenna af því að sækja sér háskólanám er þannig að jafnaði mun meiri en karla. Með öðrum orðum, konur hækka laun sín hlutfallslega meira en karlar með því að ljúka háskólanámi. Háskólanám karla skilar þeim að jafnaði 5,5% einkaarðsemi meðan nám á framhaldsskólastigi skilar þeim að meðaltali rúmlega 7% einkaarðsemi. ,,Samkvæmt þeim gögnum sem við unnum út frá eru framhaldsskólamenntaðar konur að jafnaði með litlu hærri laun en þær konur sem eingöngu hafa lokið grunnskólaprófi. Laun kvenna taka hins vegar mikið stökk upp á við þegar þær ljúka háskólanámi. Hins vegar er munurinn milli framhaldsskólageng- inna og háskólagenginna karla miklu minni. Svo virðist sem hluti af skýringunni á þessum mun milli kynja liggi í því að framhaldsskóla- gengnir karlar vinna almennt mun meira en konur með sömu menntun. Almennt gildir að atvinnuþátttaka kvenna með háskóla- menntun er miklu meiri en annarra kvenna. Í þessu birtist ákveðið samfélagsmynstur,“ segir Þórhallur. Neikvæð arðsemi kennaranáms hjá körlum Þegar arðsemi háskólamenntunar eftir starfsstéttum er skoðuð, kemur í ljós að hún er mest hjá verkfræðingum, læknum, tækni- fræðingum og viðskipta- og hagfræðingum. Hjá þessum hópum er einkaarðsemi og sam- félagsleg arðsemi menntunar á bilinu 15- 25%. Aðrar starfsstéttir háskólamenntaðra koma almennt mun verr út í rannsókninni. Er þá um að ræða menntun sem oftast leiðir til starfa hjá hinu opinbera. Athygli vekur að arðsemi menntunar grunnskólakennara er neikvæð fyrir karla. Það þýðir að meðal- laun karlkyns grunnskólakennara eru lægri en meðallaun karla sem aðeins hafa lokið framhaldsskólamenntun. Þetta á einnig við um karla í öðrum hefðbundnum „kvenna- störfum“ sem búa við svipuð launakjör. Jaðarskattar draga úr arðsemi hér Þegar Ísland er borið saman við önnur OECD- ríki kemur í ljós að einkaarðsemi hér er heldur minni en víðast hvar annars staðar. „Ástæðan er sú að skattar hér draga meira úr arðseminni en í öðrum ríkjum. Almennt er skatt- byrði hér ekki meiri en víða annars staðar en jaðarskattar í neðri tekjuhópunum eru tiltölulega háir og valda þessum áhrifum. Annað sem eykur einkaarðsemi í hinum OECD-ríkjunum er að hætta á atvinnuleysi minnkar þar mjög með aukinni menntun, t.d. eykur þessi þáttur arðsemi framhaldsskólamenntunar í Frakklandi um 8 prósentustig. Atvinnuleysi skiptir hins vegar mun minna máli fyrir arðsemina á Íslandi þar sem það er svo lágt. Þriðja atriði sem skýrir minni arðsemi náms hér er að tekjumunur er minni hér en almennt innan OECD,“ segir Þórhallur. Annað atriði sem kemur í ljós þegar Ísland er borið saman við önnur OECD-ríki er að munur á einkaarðsemi og samfélags- legri arðsemi er minni hér en víðast hvar. „Í Danmörku til dæmis er háskólamenntun meira en tvöfalt arðsam- ari að meðaltali fyrir ein- staklinginn en samfélagið. Ástæðan er að háir styrkir til námsmanna valda því að fórnarkostnaður tengdur námi er stórlega minni í Danmörku en hér. Þetta þýðir þó ekki endi- lega að verr sé búið að námsmönnum hér en skyldi, a.m.k. ekki ef verið er að hugsa um það sem er þjóðhags- lega hagkvæmast. Best er ef einkaarðsemi og samfélagsleg arðsemi helst nokkurn veg- inn í hendur því það þýðir að einstaklingar eru að taka ákvarðanir sem samræmast þjóðarhag,“ segir Þórhallur. BORGAR SIG AÐ FARA Í SKÓLA? Arðsemi allra þessara hópa var á bilinu 6 til 10% nema hjá grunnskólakennurum. Þeir hafa ekki fjárhagslegan arð af háskólanámi sínu. ARÐSEMI HÁSKÓLANÁMS. Grunnskólakennarar hafa ekki fjárhagslegan arð af háskólanámi sínu. 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Ve rk fr æ ði ng ar L æ kn ar T æ kn ifr æ ði ng ar Vi ðs k. - o g ha gf r. H jú kr un ar fr æ ði ng ar Lö gf r. ( op in be rir s ta rf sm .) Fr am ha ld ss kó la ke nn ar ar P re st ar Þ jó ðk irk ju nn ar Sá lfr æ ði ng ar G ru nn sk ól ak en na ra r M eð al ar ðs em i s kv . k ön nu n HELSTU NIÐURSTÖÐUR eru þær að háskólamenntun kvenna skilar hæstri arðsemi, en arðsemi hennar er tæplega 11%. 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% Karlar Konur Karlar Konur Háskólaskólamenntun Framhaldsskólamenntun Einkaarðsemi Samfélagsleg arðsemi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.