Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Side 100

Frjáls verslun - 01.02.2005, Side 100
100 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 B R Ú Ð K A U P K A R L S P R I N S Heldur kauðskt – en þó bara byrjunin Þetta var allt svona heldur kauðskt, en þó bara byrjunin. Nokkru síðar var tilkynnt að sam- kvæmt bestu manna ráðum yrði vígslan færð úr höllinni í ráðhúsið í Windsor. Orðið „ráð- hús“ hér bregður upp mynd af subbulegri skrifstofubyggingu frá 7. áratugnum með gráum nælonteppum, en Windsor-ráðhúsið er reyndar eitt fallegasta og elsta ráðhús landsins. Ástæða breytingarinnar er nokkuð sér- stök. Nýlega hefur verið leyft að framkvæma hjónavígslur hvar sem er, svo fremi sem sótt hefur verið um leyfi. Auk kirkna og ráðhúsa er því hægt að láta vígja sig í kjörbúðum, sundlaugum og bara hvar sem fólk hefur hug- myndaflug til að bera niður. Þar með hefði Windsor-höll orðið gjaldgengur vígslustaður – og einhverju ljósinu datt í hug að þetta gæti leitt til ofurásóknar í staðinn. Af hverju krúnan hefði ekki getað beitt valdi sínu til að neita fólki um að láta pússa sig saman inni á gólfi hjá drottningu kom aldrei fram, en hér átti sumsé að hafa vaðið fyrir neðan sig. Eftir sem áður á þó að blessa í hallarkapellunni. Breytingunni fylgdi „smá reikningur“ til skattborgaranna, eða upp á um 1 milljón pund. Ef vígslan hefði farið fram í Windsor hefði konungsfjölskyldan þurft að greiða fyrir öryggisgæslu, en núna er það sveitafélagið, sem borgar hana. Þar eru menn áhyggjufullir. Þeir vita enn ekki hverjir koma, hvort það verða kóngar og drottningar heimsins eða bara vinir brúðhjónanna. Um leið og þetta var tilkynnt var dagsetningunni breytt og með fylgdu enn önnur mistökin í almannatengslum, nefnilega þau að hnýta því við að drottningin ætlaði ekki að vera viðstödd vígsluna. Hvað finnst fólki um brúðkaup, þar sem móðirin vill ekki vera viðstödd? Það sendir alla vega ákveðin skilaboð, ekki satt… Það hlýtur að þurfa fremur viti firrtan pr-sérfræðing til að sjá ekki þetta samhengi. Sex aðilar hafa kært brúðkaupið Í kjölfar alls þessa hafa svo fylgt endalausar vangaveltur bæði löglærðra og andlega lærðra hvort brúð- kaupið stangaðist á við lög manna eða Guðs eða hvor tveggja. Seint og um síðir lýsti Goldsmith lávarður því yfir að lagalega séð væru engir annmarkar á brúðkaupinu. Í þessu máli, líkt og í Íraksmálinu, hefur hann ekki tiltrú allra og hluti af klúðrinu skrifast á hans reikning. Sex aðilar hafa kært brúðkaupið, þar á meðal einhverjir harðsvíraðir prestar, sem ku ætla að mæta og láta vanþóknun sína í ljós. Þegar ég flutti úr danska konungdæminu í það breska hélt ég í einfeldni minni að þar væri ekki mikill munur á. En hér í Bretlandi eru óholl áhrif konungsfjölskyldunnar miklu áþreifanlegri. Ekki endilega af því að þetta sé slæmt fólk, heldur af því að þessi stofnun, sem fjölskyldan er, teygir anga sína svo víða og er svo áberandi. Þegar danska þingið er sett, kemur drottningin og fjölskylda hennar akandi að þinghúsinu, gengur inn, sest í þingstúku sína og hlustar á forsætisráðherra flytja stefnuræðu sína. Hér kemur drottningin í gull-hestakerru frá höllinni, með kórónu og í rauðri skikkju, kemst auðvitað ekki hratt yfir í þessum skrúða svo hún lúsast í hásætið, þar sem hún les ræðuna, sem forsætisráðherra hefur skrifað fyrir hana. Það þarf kannski ekki að hafa mörg orð um hvað þeim lestri fylgir lítill sannfæringarkraftur. En í hverju felst óhollustan? Jú, hér liggur stéttahugsunarhátturinn eins og mara á þjóð- félaginu og kjarni hans er að maður veit sinn stað og á bara að vera þar. Fólk er einfaldlega oft haldið ótrúlegri minnimáttarkennd yfir uppruna sínum, foreldrum sínum, hvernig það talar og allir eru stöðugt að horfa á umheiminn með þessum óþolandi stéttagler- augum – þó útlendingar sleppi undan þessu leiðinda augnaráði. Auðvitað hefur þetta minnkað, en þetta er samt alltof áberandi og er dragbítur á öllu hér. Ofan á þessu öllu trónir konungsfjölskyldan eins og stöðug áminning um þessa skiptingu í undir- og yfirstétt. Drottningin útdeilir titlum, sem fólk fer stjörnuglatt að taka á móti og gengur þá í gegnum seremóníur til að fá að hitta hana – eða bara að sjá hana ef titillinn er ómerkilegur. Fjölskyldan og merking hennar gengur ein- faldlega þvert á öll þau gildi, sem nútímaþjóðfélag byggir á: Okkur er kennt að við eigum að nýta það sem við höfum í okkur til að afla okkur menntunar og viðurværis – en á meðan trónir þarna heil fjöl- skylda, sem hefur ekkert annað sér til ágætis en að vera fædd inn í hlutverk sitt og dregur síðan stóran hóp með sér og sem um leið nýtur óverðskuldaðra forréttinda fjölskyldunnar. Svona forréttindi eru aldrei holl, en hér eru þau einkar skaðleg því þau bætast við stéttavitundina sem fyrir er – og er nú ekki á bætandi. Hvort brúðkaupið mun hafa áhrif á skoðun almennings á fjöl- skyldunni á eftir að koma í ljós. Camilla er óvinsæl. En kannski er það mesti misskilningur, því hún virðist koma til dyranna eins og hún er klædd, kann vel við sig með leðjuna upp fyrir haus á veiðum, er hestakona eins og elskhuginn og þiggur glas af gini og sígarettu síðla dags. Hún er ekki frjálsleg og eðlileg í framkomu af því hún er feimin. Jafnvel þó hún hafi hrærst innan um aðalsmenn allt sitt líf og sé því langt frá því að hafa lifað venjulegu lífi þá er samt eitthvað ögn hressilegt við hana, því hún er svo laus við að vera pen. Það er einmitt þessi grófa hlið hennar, sem gamanleikarar falla alltaf fyrir og gera sér mat úr. Hvað henni finnst um lífið og tilveruna vitum við ekki, því það hafa enn ekki birst nein viðtöl við hana, en vísast kemur að því. Á meðan keppist hluti þjóðarinnar við að hafa skoð- anir á henni og öllu sem snertir tengdafjölskyldu hennar – meðan aðrir reyna að láta þetta sem vind um eyru þjóta. Díana og Camilla árið 1980. Camilla er sögð hafa hvatt Karl til að kvongast Díönu. Hjá ESSO getur flú nú spara› tíma og borga› vi› dæluna flegar flú velur sjálfsafgrei›slu. Veldu hra›a! Láttu okkur um a› dæla á bílinn og n‡ttu flér um lei› flá fljónustu sem ESSO er flekkt fyrir. Veldu flægindi! fiegar flú dælir sjálf(ur) á ESSO stö›v- unum getur flú treyst flví a› fá eldsneyti á hagstæ›u ver›i. Veldu ód‡rara bensín! *Á höfu›borgarsvæ›inu, Akureyri, Keflavík, Hverager›i og Selfossi. Safnkortsafsláttur er í formi punkta. F í t o n / S Í A F I 0 0 6 1 0 6 Enn meiri ávinningur me› Safnkortinu!* á næstu ESSO stö›* Spara›u tíma borga›u vi› dæluna!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.