Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 víðar, Blómaval verður mun sýnilegra, verður hluti af Húsasmiðjuupplifuninni. Það verður opnuð ný verslun í Grafarholti í maímánuði, og þar verður einnig Blómaval. Þessi verslun verður hrein viðbót við okkar starfsemi, það verður engri verslun lokað á sama tíma.“ Steinn Logi hefur lengst af starfsævinnar verið í þjónustustarfi og segir að enn taki við þjónustustarf, þó með öðrum hætti sé. Hann segist treysta sínum undirmönnum fullkomlega, hann sé ekki að líta yfir öxlina á þeim til að fylgjast með, hann líti fremur á sig sem eins konar leiðtoga fremur en for- stjóra. Það sé mun farsælla til lengdar, bæði fyrir forstjórann og aðra starfsmenn fyrirtækisins. „Í þjónustufyrirtæki getur forstjórinn ekki stýrt samskiptum starfsmanns við viðskiptavin með því að vera á staðnum. Enda væri það ekki nokkur leið í fyrirtæki með um 700 starfsmenn. Nærveran gæti jafnvel verið óheppileg og óþægileg. Andinn meðal starfsfólks er góður, fólk er stolt af því að starfa hjá Húsasmiðjunni, enda starfsmannavelta ekki mikil.“ Mjög vinnusamur -Þú ert sagður mjög vinnusamur og í vinahópi þínum er stundum kvartað yfir því hversu erfitt er að fá þig til að taka þátt í félagslífi eða einhverjum gleðskap með litlum fyrir- vara. Ertu „giftur“ starfinu? „Já, og geri mér fulla grein fyrir því að kannski hefði ég átt að eiga meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Eins og margir karlmenn sé ég þegar börnin vaxa úr grasi að þar fer tækifæri til að taka meiri þátt í uppeldinu burtu. En ég held að allir feður hugsi þannig á ýmsum tímapunktum. En þrátt fyrir það að vera svona vinnusamur hef ég getað notið lífsins, og því ekki mjög sanngjarnt að segja að ég hafi sinnt illa fjölskyldu og vinum. Á síðustu fjórum árum hef ég verið í hesta- mennsku og það tekur nokkurn tíma eigi að sinna því af kostgæfni þó ég sé ekki með margra hesta og eigi hesthús með öðrum í Hafnarfirði. Það er óvenju hresst og skemmtilegt fólk sem stundar hestamennsku, enda er það svo afskaplega gaman. Þetta er skemmtilegur lífsstíll, mikil lífsgleði. Ég er ennfremur í hádegisverðarklúbbi með nokkrum skóla- félögum mínum úr Verslunarskólanum og stelpurnar eru í sauma- klúbbi. Svo hittist allur hópurinn þess á milli, fer á hestbak eða ferðast saman með öðrum hætti. Ég tók þar þátt í félagslífinu af lífi og sál, var bæði forseti nemendafélagsins og ritstjóri Viljans, og svo kynntist ég konunni minni á þessum árum, gaf mér tíma til þess! Minn vinahópur er nánast allur frá þessum tíma. Ég var í unglingalandsliðinu í körfubolta og spilaði með ÍR og tók þátt í fleiri íþróttum. Núna les ég aldrei íþróttasíður blaðanna og horfi aldrei á fótboltaleiki, en minnist með gleði þeirra tíma þegar íþróttirnar tóku mikinn tíma af mínum frítíma. Tímanum sem varið var til íþróttaiðkana í mínu lífi er einfaldlega lokið. Ég hef hins vegar gaman af að elda og nýt góðs matar og góðra vína með góðum vinum. En það verður seint sagt um mig að ég sé einhver meistara- kokkur,“ segir Steinn Logi Björnsson. Nýlega varð Jói Fel fyrir því óláni að brotist var inn til hans og tölvu hans stolið og tapaði hann við það nokkru af gögnum sínum. Í kjölfar þess fól hann ANZA vistun tölvugagna sinna. Örugg gagnavistun ANZA dregur verulega úr hættu á að gögn tapist í tilvikum sem þessum. Rekstur ANZA er í samræmi við vottað öryggiskerfi sem byggist á staðlinum ISO 17799 um stjórnun upplýsingaöryggis. – 0 4 -0 5 8 3 Ármúla 31 • 108 Reykjavík Sími 522-5000 • www.anza.is „Nú bakar mér enginn vandræði“ „Fjölmargir fela mér að sjá um bakstur og matargerð við hin ýmsu tækifæri enda er það mín sérgrein. Á sama hátt finnst mér best að láta sérfræðinga sjá um tölvu- mál mín meðan ég einbeiti mér að því sem ég geri best. Ég treysti fólkinu hjá ANZA fyrir tölvugögnum mínum því að sérgrein þess er örugg vistun gagna, hýsing og rekstur tölvukerfa - líka fyrir fyrirtæki eins og mitt.“ Öruggur rekstur tölvukerfa „Þegar það lá fyrir að mér byðist ekki starf forstjóra Flugleiða þá var það mjög nærtækt fyrir mig að líta í kringum mig.“ S T J Ó R N U N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.