Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Side 48

Frjáls verslun - 01.02.2005, Side 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 LYFSALA Aðalsteinn Steinþórsson, stjórnarformaður Lyfjavers, segist einnig áhugasamur um að fylgjast með viðtökunum á bílalúguapóteki Lyfjavals, en segir Lyfjaver ekki hafa uppi nein áform um að feta í fótspor Lyfja- vals á þessu sviði. Áður en Lyfjaval reið á vaðið höfðu hins vegar bæði Lyf og heilsa og Lyfja skoðað möguleikana á því að afgreiða lyf í gegnum lúgu en fallið frá þeirri hugmynd að svo stöddu. „Við töldum ekki grund- völl fyrir því en þetta er athygl- isverð tilraun,“ segir Hrund Rudolfs dóttir, framkvæmda- stjóri Lyfja og heilsu. Hvorugt fyrirtækið vill þó útiloka mögu- leikann á afgreiðslu í gegnum lúgu þegar fram líða stundir. Þorvaldur segist hins vegar viss um að önnur lyfsölufyrirtæki fylgi í kjölfar Lyfjavals þegar þau sjá hversu vel þetta gangi. Hörð samkeppni eftir frelsið fyrir 9 árum „Samkeppnin í lyfsölu hefur verið mjög hörð síðan lyfsala var gefin frjáls fyrir 9 árum,“ segir Þorvaldur. „Ég átti fyrsta apótekið, sem var opnað eftir að frjálsræðið var aukið, og það hefur alla tíð síðan verið barist hart á þessum markaði. Maður er stöðugt í samkeppni um viðskiptavininn og reynir að halda honum hjá sér.“ Hrund Rudolfsdóttir tekur undir þetta og nefnir sem dæmi að fólk komi inn í apótek og gefist kostur á að semja um verð á vörum. „Það er ekki í mörgum greinum smásölu sem þetta er hægt. Dettur nokkrum manni í hug að hægt sé að ganga inn í Bónus og reyna að semja við starfsmann á kassa um verð á mjólk? Fólk sem tekur mörg lyf er hins vegar mjög meðvitað um verð og öflugir neytendur að því leyti.“ Flestir bjóða heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu Að sögn Aðalsteins Steinþórssonar felst heimsendingarþjón- usta Lyfjavers í því að vera með skipulagt kerfi í heimsend- ingum, allt frá því að lyfseðill berst þar til þau eru afhent heim. Viðskiptavinir geta einnig fengið kvittanir fyrir fjöl- nota lyfseðlum og fylgst með stöðu þeirra, auk þess sem fólki gefst kostur á að fá verðtilboð; þ.e. semja um verð. „Ég veit ekki til þess að heimsendingar hinna apó- tekanna hafi náð um allt land. Okkar sérstaða felst fyrst og fremst í því að við gerum þetta með mjög skipulögðu sölukerfi, auk þess sem þetta eru ókeypis heimsendingar og verðið á lyfjunum er óháð því hvar fólk býr á landinu.“ Hann bætir við að þeir sem nýti sér vélskömmtun fyrir- tækisins á lyfjum geti einnig nýtt sér heimsendingarþjón- ustuna. Eru heimsendingar út á land ólöglegar? Heimsending- arþjónusta Lyfjavals einskorðast við höfuðborgarsvæðið. „Við erum með fríar heimsendingar á höfuðborgarsvæðinu þar sem starfsmenn okkar afhenda lyfin beint til viðskipta- vina, en við teljum okkur ekki mega senda lyf út á land með póstinum. Ef það reynist heimilt, þá gerum við það líka,“ segir Þorvaldur. Ingi Guðjónsson hjá Lyfju og Hrund Rudolfsdóttir hjá Lyfjum og heilsu líta svipað á málið. „Lyfja sendir einnig lyf heim innan höfuðborgarsvæðisins, en póstsendir ekki út á land. Við viljum fylgja lögum og reglum og í okkar huga er í reglugerð skýrt kveðið á um að einungis sé heimilt að póst- senda lyf í undantekningartilvikum,“ segir Ingi. Heimsendingarþjónusta er líka í boði hjá Lyfjum og heilsu innan allra þeirra þéttbýliskjarna sem fyrirtækið starfar í. „Póstapótek eru bönnuð með lögum,“ segir Hrund. „Við reiknum fastlega með því að sjá Lyfjastofnun grípa inn í það ferli til fulls þar sem þessi starfsemi er að mínu mati ólögleg á þann hátt sem Lyfjaver ætlar sér að stunda hana.“ Aðalsteinn Steinþórsson fullyrðir hins vegar að þjón- usta Lyfjavers sé fullkomlega lögleg. „Póstverslun er ekki það sama og heimsendingarþjónusta. Þegar talað er um póstverslun er t.d. átt við vörulista sem fólk getur pantað af og eitthvað slíkt. Við erum hins vegar með okkar eigin sérþjálfuðu starfsmenn í heimsendingarþjónustunni á höfuð borgarsvæðinu sem afhenda lyfin heim til fólks. Síðan höfum við samið við Póstinn um dreifingu úti á landi, með ábyrgðarsendingum sem eru einnig afhentar heima hjá kaupendum.“ Bæði Hrund og Ingi líta svo á að einungis sé leyfilegt að póstsenda lyf í undantekningartilfellum, til dæmis þegar fólk hefur ekki aðgang að apóteki í eigin byggðarlagi eða nágrenni. Aðalsteinn er annarrar skoðunar. „Í lyfjalögunum segir að um póstsendingar lyfja skuli kveða á í reglugerð um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir og að setja eigi reglugerð um póstsendingar. Síðan kemur fram í 37. grein reglu gerðar nr. 426 að heimilt sé að auglýsa og kynna þjónustu lyfja- búða, svo sem heimsendingarþjónustu, verð og fleira. Við lágum náttúrlega yfir þessu með lögfræðingum okkar áður en við fórum af stað með þessa viðskiptahugmynd og við stöndum klár á því að þetta er lögmætt.“ Fróðlegt verður að sjá hvernig framvindan verður á þessum umtalaða markaði. Kaupendur lyfja eru kröfu- harðir og fagna aukinni samkeppni apótekanna. LYFSALA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.