Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 29
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 29 D A G B Ó K I N 11. mars Dollarinn á 58 krónur Krónan hefur sjaldan verið eins sterk og undanfarnar vikur. Það hefði þótt saga til næsta bæjar þegar krónan hrundi sumarið 2001 og dollarinn fór í 110 krónur í nóvember það ár að hann ætti eftir að vera kominn niður í rúmar 58 krónur í mars 2005. Krónan hefur líka verið sterk gagnvart öðrum myntum. Evran hefur verið í kringum 80 krónur að undanförnu og sterlingspundið um 115 krónur. 12. mars Kaupa lyfjaverksmiðjur í Barcelona Það er fleiri en Actavis sem fjár- festa í erlendum lyfjafyrirtækjum. Sagt var frá því þennan dag að íslenska fyrirtækið Invent Farma, hefði keypt tvö lyfjafyrir- tæki í Barcelona á Spáni, Inke og Laboratorios Lesvi, en þau sérhæfa sig í framleiðslu sam- heitalyfja. Þeir Íslendingar sem standa að Invent Farma eru Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi Omega Farma sem nú tilheyrir Actavis, Ingi Guðjónsson, for- stjóri Lyfju, Frosti Bergsson, stofnandi og fyrrverandi stjórnar- formaður Opinna kerfa, og Jón Árni Ágústsson, fyrrverandi stjórnarmaður Omega Farma. Kaupverð lyfjaverksmiðjanna tveggja er trúnaðarmál. Velta félaganna munu vera um 4,5 milljarðar á ári og var sagt frá því í Fréttablaðinu að gera mætti ráð fyrir að kaupverð verksmiðj- anna væri á áttunda milljarð króna. 13. mars Pálmi og Jóhannes kaupa Sterling Þegar sagt var frá því að þeir Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson, aðaleigendur Iceland Express, hefðu keypt lágfargjaldaflugfélagið Sterling fyrir tæpa 5 milljarða króna, varð mönnum á orði að íslenska flug- ævintýrið héldi stöðugt áfram. Þeir Magnús Þorsteinsson, eigandi Avion Group, og Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group, hafa verið mest áberandi í fluginu að undanförnu. En með kaupunum á Sterling koma þeir Pálmi og Jóhannes „sterkir inn“. Flestir telja líklegt að Sterling og Iceland Express verði sameinuð, eða a.m.k. hafi með sér nána samvinnu í leiða- og söluneti. Farþegafjöldi Sterling var á um 1,8 milljónir í fyrra. 14. mars Heimilin skulda 900 milljarða Hún vakti athygli fréttin um að heildarskuldir heimilanna við lána stofnanir hefðu numið 879 milljöðrum króna í lok síðasta árs og að skuldirnar hefðu auk- ist um 107 milljarða frá fyrra ári, eða um tæp 14%. Skuldir heimil- anna nema ríflega 30% af heildar- útlánum lánakerfisins. 14. mars Hagvöxtur 5,2% Landsframleiðslan á síðasta ári, 2004, var 859 milljarðar króna, samkvæmt Hagtíðindum Hagstofu Íslands, og óx að raun- gildi um 5,2% frá árinu áður. Þetta er einhver mesti hagvöxtur í hagsögu landsins. Á árinu 2003 var hagvöxtur einnig mjög mikill, eða um 4,2%. 16. mars Björgólfur fékk „símafrelsi“ Flestir fjölmiðlar settu það þannig fram að Björgólfur Thor hefði fengið „símafrelsi“ þegar tilkynnt var að Landsbankinn og Burðarás hefðu selt hluti sína í Og Vodafone, samtals tæplega 15% hlut. Kaupandinn var ný stofnað félag, Runnur. Eigendur hans eru Bygg, Mogs, Primus, Saxhóll og Vífilfell. Primus er félag Hannesar Smárasonar, Bygg er fjárfest- ingarfélag þeirra Gunnars og Gylfa og Saxhóll er félag gömlu Nóatúnsfjölskyldunnar. Mogs er félag Magnúsar Ármanns sem hann á ásamt Sigurði Bollasyni. „Símafrelsi“ Björgólfs Thors merkti auðvitað að hann og félagar hans gætu núna undir- búið tilboð í Símann þegar hann verður boðinn út. 17. mars Björgólfur Thor í stjórn Carnegie Björgólfur Thor Björgólfsson var þennan dag kjörinn í stjórn sænska Carnegie bankans. Burðarás á 20% hlut í Carnegie bankanum. Auk Björgólfs Thors settist Niclas Gabran í stjórn Carnegie, en Burðarás mun hafa Dollarinn á rúmar 58 kr. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum? Frosti Bergsson. Ingi Guðjónsson. 17. mars Það borgar sig að vinna í banka Það var mörgum brugðið yfir fréttinni um að meðallaun og hlunnindi í viðskiptabönkunum þremur hefðu verið rúmlega 620 þúsund á mánuði á síð- asta ári. Takið eftir, þetta eru meðallaun. Um 3.800 manns vinna hjá bönkunum, bæði hér heima og erlendis. Flest stöðugildin voru hjá KB banka, eða 1.500 talsins, og hann greiddi sömuleiðis hæstu launin. Að jafnaði greiddi bank- inn um 700 þúsund krónur á hvert stöðugildi á mánuði. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka. Bankinn greiddi um 700 þúsund krónur í meðal- laun á mánuði í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.