Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Qupperneq 42

Frjáls verslun - 01.02.2005, Qupperneq 42
KYNNING42 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 Hjá VISA Íslandi hafa Júlíus Óskarsson, sviðsstjóri tæknisviðs, og Þórður Jónsson, sviðsstjóri korthafasviðs, haft umsjón með gerð og útgáfu kortanna, en Leifur Steinn Elísson, aðstoðarframkvæmda- stjóri og sviðsstjóri markaðs- og rekstrarsviðs, gerir hér grein fyrir þróun mála. Hann segir að notkun örgjörva í greiðslukort sé ekki ný uppfinning: „Frakkar voru fyrstir til að taka í notkun greiðslukort með örgjörva, en það var fyrir rúmum áratug. Á þeim tíma voru kort- asvik að sliga frönsku bankana en með tilkomu þessarar nýju tækni snarminnkuðu svikin og urðu með þeim minnstu sem þá þekktust í stærri löndum Evrópu. Örgjörvi Frakkanna var gerður samkvæmt þeirra eigin stöðlum, svo að ekki var hægt að nota hann í öðrum löndum. Tæknin hefur síðan þróast og örgjörvarnir í dag eru gerðir samkvæmt alþjóðlegum stöðlum (EMV), þannig að örgjörvakort geta nú gengið án vandkvæða alls staðar í heiminum, þ.e.a.s. ef móttökubúnaður (posar) er fyrir hendi. Þess má geta að Frakkar eru nú að breyta sínum kortum og setja í þau örgjörva samkvæmt alþjóðastöðlunum.“ Mun meira öryggi Meginorsök þess að Visa International ákvað að ráðast í það mikla og kostnaðarsama verkefni að settur yrði örgjörvi í öll greiðslukort og skipt um allan móttökubúnað í heiminum, var sú staðreynd að kortasvik voru að aukast, svo mikið að kortafyrirtækin sáu fram á að með óbreyttu fyrirkomulagi yrðu kortin ónothæf sem greiðslumiðill innan fárra ára. Þess má geta að kortasvik náðu nýju hámarki í Bretlandi á síðasta ári og urðu um 500 milljón GBP eða um 60 milljarðar króna. Kortasvikin í dag byggjast aðallega á tvennu: að gefin eru upp röng kortnúmer á Netinu og í símsölu og að tekið er afrit af segul- röndinni. Tiltölulega auðvelt er að taka afrit af segulrönd greiðslu- korts, jafnvel án þess að korthafi verði var við. Segulröndin er síðan sett á annað kort, þar sem allt aðrar upplýsingar eru skráðar á kortið sjálft. Svo er verslað fyrir háar fjárhæðir áður en hægt er að stöðva viðskiptin. „Þessi glæpastarfsemi hefur undið upp á sig eftir því sem greiðslu- kortin hafa orðið útbreiddari og notkunin aukist á hvern korthafa. Nú er svo komið að skipulögð glæpasamtök eru komin í þetta í mörgum löndum. Ef kortið er eingöngu búið örgjörva er þetta ekki VISA gefur út fyrstu örgjörvakortin hér á landi Fyrstu íslensku VISA örgjörvakortin, sem nefnd hafa verið Snjallkort, eru komin í notkun. Snjallkortin eru með örgjörva sem svipar til símkorts í farsíma. Örgjörvinn er í raun lítil tölva sem getur keyrt forrit og geymt upplýsingar. Örgjörvinn verður til að byrja með aðeins í VISA kreditkortum, en VISA Electron debetkortin munu síðan fylgja í kjöl- farið. Segulröndin verður þó áfram á greiðslu- kortunum þar sem snjallkorta-lesarar eru ennþá ekki alls staðar fyrir hendi í heiminum. TEXTI: HILMAR KARLSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.