Frjáls verslun - 01.02.2005, Blaðsíða 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5
A R Ð S E M I M E N N T U N A R
H
áskólanám borgar sig að jafnaði
frekar fyrir konur en karla, þ.e. í
krónum og aurum talið, en fram-
haldsskólanám skilar körlum
almennt meiri arðsemi en háskóla-
nám. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar
hagfræðinemanna Þórhalls Ásbjörnssonar og
Jóns Bjarka Bentssonar sem unnin var með
styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna sum-
arið 2003.
,,Upphafið að þessu var það að ég var að
undirbúa grein um menntamál í Stúdenta-
blaðið og rakst þá á rann-
sókn á arðsemi menntunar
sem gerð hafði verið í tíu
OECD-ríkjum,“ segir Þór-
hallur þegar hann var
spurður um aðdragandann
að rannsókninni. ,,Þannig
kviknaði hugmyndin.“
Auk styrksins úr Nýsköp-
unarsjóði námsmanna fengu
þeir Þórhallur og Jón Bjarki
mótframlag frá Háskól-
anum í Reykjavík og hagfræðistofnun
HÍ. Rannsóknin var unnin undir leið-
sögn Tryggva Þórs Herbertssonar, for-
stöðumanns hagfræðistofnunar, en
tilgangurinn var m.a. að meta hvort
munur sé á arðsemi menntunar
fyrir einstaklinginn annars vegar
og samfélagið hins vegar og að stuðla að upp-
lýstri umræðu um hagrænt gildi menntunar.
Hægt að bera menntun saman við aðra fjár-
festingu Reiknuð var út annars vegar einka-
arðsemi menntunar, þ.e. sá ávinningur sem í
henni felst fyrir þann einstakling sem sækir
sér menntunina, og hins vegar samfélagsleg
arðsemi sem birtist í þeirri auknu verðmæta-
sköpun í samfélaginu sem af menntuninni
leiðir. Arðsemi menntunar var reiknuð á hlið-
stæðan hátt og arðsemi annarra fjárfestinga.
Fórnarkostnaður menntunar,
sem m.a. felst í því að fólk
er tekjulaust meðan það er í
námi, er veginn á móti þeim
ávinningi sem menntunin
færir í formi hærri launa.
Þannig er í raun hægt að bera
menntun saman við hvaða
fjárfestingu sem er, t.d. hluta-
bréf eða fasteignir.
Út frá niðurstöðum launa-
könnunar sem Gallup fram-
kvæmdi og öðrum gögnum voru reiknuð með-
allaun mismunandi menntunarhópa og borin
saman. Gengið var út frá þeirri forsendu að
munurinn á meðallaunum hópanna endur-
speglaði þann ávinning sem í menntuninni
felst. Þórhallur segir að vissulega megi gagn-
rýna þessa forsendu. ,,Það má bæði halda því
Þegar arðsemi háskóla-
menntunar eftir starfs-
stéttum er skoðuð,
kemur í ljós að hún er
mest hjá verkfræðingum,
læknum, tæknifræð-
ingum og viðskipta- og
hagfræðingum.
TEXTI: ÓLI JÓN JÓNSSON
MYND: GEIR ÓLAFSSON
Því er haldið fram að nám sé góð fjárfesting fyrir einstaklinga.
En er það svo í raun og veru? Oftast. Samkvæmt nýrri rann-
sókn borgar sig hins vegar ekki að mennta sig sem grunnskóla-
kennari. Þeir hafa ekki fjárhagslegan arð af háskólanámi sínu.
BORGAR SIG
AÐ FARA Í SKÓLA?
Þórhallur Ásbjörnsson hagfræði-
nemi. Hann vann ásamt Jóni Bjarka
Bentssyni mjög athyglisverða rann-
sókn um arðsemi menntunar.