Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 44

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 44
42 F Y R I R T Æ K J A K Y N N I N G Danfoss hf. Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími: 510 4100 Fax: 510 4110 Veffang: www.danfoss.is Árið 1999 keypti danska fyrirtækið Danfoss A/S hið gamalgróna fyrir- tæki Héðinn Verslun hf. Nafninu var breytt í Danfoss hf. og flutti fyrirtæk- ið aðsetur sitt að Skútuvogi 6. Þessi breyting hefur tekist í alla staði vel og skýrasta dæmið um það er það að gamlir viðskiptavinir telja sig ekki hafa orðið áþreifanlega vara við um- skiptin að sögn Sigurðar Geirssonar framkvæmdastjóra Danfoss hf. „Við verðum með ýmsar nýjungar á sjáv- arútvegssýningunni í ár,“ segir Sigurður. „Fyrst ber að nefna nýtilkomið samstarf okkar við hollenska fyrirtækið Nijhuis Wa- ter Technology, en það fyrirtæki sérhæfir sig í hönnun og smíði á hvers kyns bún- aði til hreinsunar á frárennslisvatni frá matvælavinnslum eins og fiskvinnslum og sláturhúsum og allri iðnaðarstarfsemi almennt. Einnig býður fyrirtækið búnað til hreinsunar á frárennsli sveitarfélaga. Full- trúi frá NWT verður á bás okkar á sýn- ingunni. Þess má geta að við erum í samstarfi við Héðinn hf. í Garðabæ varð- andi uppsetningu á þessum búnaði.“ „Á bás okkar á sýningunni munum við einnig kynna nýja kynslóð brunndæla frá Flygt,“ segir Haraldur Sigurðsson, sölu- maður dælubúnaðar hjá Danfoss. „N- dælurnar eru ný hönnun frá grunni má segja. Hið svokallaða N-hjól sem Flygt hefur einkaleyfi á og þróað í mörg ár gerir það að verkum að nýtni dælunnar helst stöðug þar sem dæluhjólið hreinsar sig af óhreinindum sem setjast annars í hefðbundin dæluhjól og draga úr nýtn- inni. Hönnunin miðar einnig að því að allt viðhald sé auðvelt og í lágmarki. Til að mynda er búið að sameina efra og neðra ásþétti (mechanical seal), og er ásþétti- húsið hannað með það fyrir augum að verjast því að óhreinindaagnir komist að ásþéttinu sjálfu. Í kælikápu dælunnar er síðan glycol sem gerir kælingu rafmót- orsins mun áhrifaríkari. N-dælurnar henta mjög vel við flestar aðstæður, allt frá litl- um dælubrunnum upp í stórar frárennsl- isstöðvar og eru dælurnar til í stærðum allt að 550 ltr á sekúndu,“ segir Haraldur „Einnig verðum við með til sýnis Lowara dælur sem eru að öllu leyti úr AISI316L ryðfríu stáli sem henta vel til dælingar á sjó og tærandi efnablöndum. Að auki kynnum við svokallað Flexishaft frá Mono, sem felur í sér að ekki eru neinir slitfletir milli snígils og drifáss.“ Hrafn Melsteð sölumaður vökva- og rafsuðubúnaðar segir helstu nýmæli í sambandi við vökvabúnaðinn vera sam- einingu Danfoss Fluid Power og Sauer Group sem nú heitir Sauer-Danfoss. „Sameinað er þetta fyrirtæki eitt það stærsta í heiminum á sviði „mobil hydrolics“, eða vökvabúnaði vinnuvéla. Við þessa sameiningu fáum við til dæmis inn á borð til okkar mjög öfluga línu af háþrýstumstimpildælum. Við verðum einnig með búnað frá Danfoss sem við köllum Nessie sem er vatnsdrifinn vökva- búnaður. Hann er sambærilegur við olíu- vökvakerfin en notast við vatn í staðinn. Þessi búnaður hentar mjög vel í mat- vælaiðnaði eins og fiskiðnaði og annars staðar þar sem umhverfismál eru í brennidepli og ýtrasta hreinlætis krafist.“ Danfoss hf. er með umboð fyrir fyrir- tækið danska fyrirtækið Interroll en þeir eru framleiðendur á færibandamótorum: „Undanfarna mánuði hefur Marel verið í mjög skemtilegri þróunarvinnu með Inter- roll og hafa þeir komið með nýja lausn við stýringu á færibandamótorum,“ segir Sigurður. „Að lokum er vert að minnast á hraðastýringar fyrir mótora frá Danfoss Drives, en þar er um svokallaðar „decentral“ lausnir að ræða þar sem hraðastýringin er höfð út við mótorinn og síðan er stýrt með stafrænum eða hlið- rænum boðum utanfrá.“ Að lokum býður Sigurður gesti sýn- ingarinnar velkomna á bás Danfoss nr. B30 á sjávarútvegssýningunni. Mikil gróska hjá Danfoss Haraldur Sigurðsson. Sigurður Geirsson. Hrafn Melsted.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.