Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 18

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 18
16 F Y R I R T Æ K J A K Y N N I N G Tryggingamiðstöðin hf. Aðalstræti 6-8 101 Reykjavík Sími: 515 2000 Grænt númer: 800 2000 Fax: 515 2020 Veffang: www.tmhf.is Kampakátir sérfræðingar Tryggingamiðstöðvarinnar, frá vinstri Bjarni G. Bjarnason, Einar Þorláksson, Páll Jónsson, Þórður Þórðarson og Sigurður Jónsson. Á myndina vantar Sigurð Ingibergsson. Tryggingamiðstöðin hf. var stofnuð árið 1956 af aðilum tengdum sjáv- arútvegi og tók til starfa 2. janúar 1957 að Aðalstræti 6 þar sem félag- ið er enn til húsa. Fyrirtækið bauð í fyrstu upp á alhliða vátrygginga- starfsemi að undanskildum bif- reiða- og líftryggingingum. Árið 1967 hóf félagið svo sölu bifreiða- trygginga og árið 1971 sölu líftrygg- inga. Árið 1991 tók félagið að sér ferðatryggingar fyrir VISA og EUROCARD korthafa. Árið 1996 var TM-ÖRYGGI sett á markað, en TM- ÖRYGGI er vátryggingavernd sem sameinar öll tryggingamál fjölskyld- unnar á hagkvæman og þægilegan hátt. Árið 1998 fór Tryggingamið- stöðin á Verðbréfaþing Íslands. Árið 1999 sameinuðu svo Tryggingamið- stöðin hf. og Trygging hf. krafta sína und- ir nafni Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Sameining félaganna reyndist farsæl og hefur styrkt stöðu sameinaðs félags á markaðnum. Fyrirtækið hefur á að skipa traustum og góðum hópi starfsfólks sem hefur að markmiði að halda uppi góðri þjónustu á mannlegum nótum. Þrátt fyrir mikla samkeppni er staða fyrirtækisins sterk og tryggir það, ásamt öflugum end- urtryggjendum, trausta og örugga tjóna- afgreiðslu ekki síst þegar stórtjón verða. „Tengsl Tryggingamiðstöðvarinnar við sjávarútveginn hafa ætíð verið sterk og félagið hefur mikla reynslu og þekkingu á þessum grunnatvinnuvegi þjóðarinnar. Félagið er einnig með umtalsverða mark- aðshlutdeild í fyrirtækja- fjölskyldu- og bifreiðatryggingum,“ segir Þórður Þórðar- son, sérfræðingur á sviði skipatrygginga hjá Tryggingamiðstöðinni hf. „Starfs- mönnum hefur fjölgað mikið á síðustu árum í takt við aukin umsvif og við sam- einingu Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og Tryggingar hf. fjölgaði starfsmönnum um þriðjung og nú starfa hjá félaginu rúm- lega 100 manns.“ „Helstu greinar vátrygginga, sem snúa að skipum, eru húftrygging skipa, hags- munatrygging, afla- og veiðarfæratrygg- ing og síðast en ekki síst áhafnatrygging- ar. En áhafnatryggingar á skipum og bát- um sem lögskráð er á, eru orðnar mun betri í kjölfar kjarasamninga árið 2001 og taka þær nú ekki einungis mið af sigl- ingalögum, eins og áður, heldur einnig al- mennum skaðabótalögum. Við útreikning bóta er þeim lagaramma fylgt sem hærri bætur gefur, sem er mikil réttarbót fyrir hinn slasaða,“ segir Þórður. „Í fyrirtækjatryggingadeildinni eru 12 vátryggingaráðgjafar, þar af erum við 3 sem erum sérhæfðir í skipa- og áhafnar- tryggingum og 2 sem eru sérhæfðir í farmtryggingum,“ segir Þórður þegar hann er spurður um fjölda þeirra sem koma að skipatryggingum hjá fyrirtækinu. „Auk þess eru í tjónadeildinni sérfræðing- ar sem sinna uppgjörum vegna skipa- og farmtjóna og slysa á mönnum í áhöfn.“ „Tryggingamiðstöðin er stærsta trygg- ingafélagið á sviði sjávarútvegsins, sem meðal annars endurspeglast í því að fé- lagið hefur verið mikið í fréttum á síðustu misserum vegna stórtjóna, en það er ekki óeðlileg ef litið er til þess að flest þessi stórtjón hafa komið upp hjá fyrir- tækjum tengdum sjávarútvegi og þar er Tryggingamiðstöðin sterkust fyrir. Við leggjum kapp á að veita hraða og öfluga þjónustu sem tryggir lágmarks tafir frá veiðum og vinnslu ef til tjóns kemur.“ „Markmið okkar með þátttöku í sýn- ingunni er að efla tengsl við núverandi og væntanlega viðskiptavini félagsins,“ segir Þórður. „Við verðum með tölvutengingu við aðalstöðvar Tryggingamiðstöðvarinn- ar og getum gefið viðskiptavinum ýtar- legar upplýsingar um þeirra tryggingar og reiknað út tilboð í tryggingar. Segja má að á sýningarbás okkar verði fullkomið útibú frá aðalstöðvum Tryggingamið- stöðvarinnar, auk þess sem við verðum með ýmiss konar kynningarefni.“ Sýningargestir eru boðnir velkomnir í bás Tryggingamiðstöðvarinnar, F32 og þar gefst gestum kostur á að afla sér ít- arlegra upplýsinga um fyrirtækið og þjón- ustu þess. Öflugt tryggingafélag fyrir atvinnulífið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.