Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 58

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 58
56 F Y R I R T Æ K J A K Y N N I N G Hampiðjan hf. Bíldshofða 9 IS-110 Reykjavík Iceland +354 530 3300 +354 530 3309 hampidjan@hampidjan.is www.hampidjan.is Hjörtur Erlendsson og Haraldur Árnason hjá Hampiðjunni. Stöðug vöruþróun í netum og köðlum Velgengni í fiskveiðum í dag er að miklu leyti byggð á hæfileika fyrir- tækja til að tileinka sér nýungar í veiðum og vinnslu. Stöðugt koma fram nýungar á öllum sviðum sem allar beinast að því að gera fisk- veiðar hagkvæmari og betri fyrir bæði útgerðir og sjómenn. Nýjung á einu sviði leiðir gjarnan af sér end- urbætur á öðru og þannig er smátt og smátt hægt að gera endurbætur á öllu því sem að veiðunum lýtur. Neta- og kaðladeild Hampiðjunnar gerir sitt besta til að styðja þessa þróun með því að vinna með nýj- ustu og bestu efni sem völ er á og þróa úr þeim hágæða vörur sem aftur nýtast til endurbóta á veiðar- færinu sjálfu. Það að Hampiðjan ræður yfir öllu framleiðsluferlinu, allt frá plastkorninu yfir í fullbúið troll með gröndurum og hlerum, gefur gríðarlega möguleika í því að þróa nýjar vörur sem hafa nákvæmlega þá eiginleika sem sóst er eftir á hverjum tíma í sífellt sérhæfðari veiðarfæri. Sterkt, sterkara, sterkast … Þróunin í ofurtógum hefur verið hröð undanfarin ár og enn er hægt að kynna nýjung sem tekur öðrum gerðum Dynex tóga fram hvað styrk varðar. Þessi nýja gerð hefur enda fengið nafn við hæfi og er kallað Dynex Dux enda er það sterkara en önnur ofurtóg. Í dag eru í boði þrjár grunngerðir af Dynextógum. Fyrst ber að nefna Dynex 60 sem er fyrsta gerð tóganna sem Hampiðjan hóf framleiðslu á um 1990 og er byggt á Dyneema SK60. Þegar DSM markaðsetti Dyneema SK75 fylgdi strax í kjölfarið viðbótargerð af Dynextóginu og ber það að sjálfsögðu nafnið Dynex 75. Nýjasta gerðin af Dynex tógum er síðan Dynex Dux. Þar kemur ekki til nýr þráður frá DSM heldur er byggt á sérstakri fram- leiðsluaðferð þar sem kaðallinn er með- höndlaður í háum hita og undir miklu átaki. Við þessa meðferð breytast eðlis- eiginleikar tógsins mikið, styrkurinn eykst frá 20% upp í 43% í grennstu gerðunum og teygjan fer úr 6% í nýju tógi niður í 3%. Það að teygjan er minni en áður hef- ur þekkst gerir niðurmælingu á lengdum einfaldari en áður því ekki þarf að gera ráð fyrir lengingu i notkun sem verður ófrávíkjanlega í tógum sem ekki hafa ver- ið forstrekkt. Dynex Dux kaðallinn er mjög þéttur í sér og stífleikinn er mun meiri en í öðrum Dynex köðlum. Yfirborð- ið er afar slétt og sleipt og þolir betur núning en í öðrum gerðum. Dynex Dux er framleitt í björtum appelsínugulum lit til aðgreiningar frá öðrum tegundum Dy- nextóga. Þótt komin sé ný gerð á markaðinn þá er hún viðbót við það sem fyrir er en kemur ekki í staðinn fyrir annað nema að einhverju leyti. Hver gerð hefur sinn kost og hver velur það sem hentar hverju sinni. Þannig er Dynex 60 hentugt þar sem frekar er þörf á sverleika til að taka nudd og skurðarálag, Dynex 75 þar sem þörf er á háum styrk og þvermálið verður að vera sem minnst. Dynex Dux er hent- ugt þar sem mikið reynir á styrk en þver- málið verður að vera í algjöru lágmarki og stífleikinn nýtist til að koma í veg fyrir flækjur og tryggir góða röðun inn á vindur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.