Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 98

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 98
96 F Y R I R T Æ K J A K Y N N I N G Veiðarfæraþjónustan ehf. Ægisgötu 3 240 Grindavík Sími: 426 7717 Veffang: www.veidarfaeri.is Hörður Jónsson, Theódór Vilbergsson, Sverrir Þorgeirsson, Sinisa Kekic og Hermann Sverrisson. Veiðarfæraþjónustan ehf. er tiltölu- lega nýstofnað fyrirtæki, en það varð til við samruna Netagerðar Þorbjarnar-Fiskaness hf. og SH Veiðarfæra í Grindavík í janúar 2002. Þorbjörn-Fiskanes er meirihlutaeig- andi í fyrirtækinu en það er þó rekið sem algerlega sjálfstæð eining. Netagerð Þorbjarnar-Fiskaness hf. sá um viðhald og uppsetningar á veiðarfærum fyrirtækisins en SH Veiðarfæri, sem stofnað var 1997 var meira í snurvoð og minni bátum. „Í dag starfar hjá fyrirtækinu 10 manna hópur sem samanstendur af vönum mönnum með hátt menntunar- hlutfall,“ segir Hörður Jónsson netagerð- armeistari og einn eigenda Veiðarfæra- þjónustunnar. „Við erum í alhliða veiðar- færagerð og getum þjónustað allar gerðir skipa. Við getum séð um allt sem við kemur veiðarfærum, allt frá því að hanna þau frá grunni og sjá um uppsetningu og frágang, yfir í það að yfirfara og sjá um viðhald á veiðarfærunum. Til dæmis erum við með rockhopperpressu og setj- um upp og lagfærum lengjur af öllum stærðum og gerðum að óskum kaup- anda, en rockhoppervoðirnar hafa verið mjög vinsælar hjá okkur enda minnka þær veiðarfæratjón til muna. Humartrollin frá okkur hafa einnig verið vinsæl.“ Fyrirtækið tekur einnig að sér að sjá um viðhald og setja upp Sort-V smá- fiskaskiljur og rækjuskiljur. Veiðarfæraþjónustan er til húsa að Ægisgötu 3 í Grindavík og er þar í 1800 fermetra húsnæði þannig að möguleikar til stækkunar eru fyrir hendi og segir Hörður að vel gæti komið til greina í framtíðinni að færa sig út í það að vera með flottroll og nætur en tíminn muni leiða það í ljós. Veiðarfæraþjónustan er vel samkeppnisfær við aðra aðila á mark- aðnum. „Við bjóðum góð verð og ein ástæðan fyrir því er sú að við flytjum mik- ið inn sjálfir, til dæmis frá Cotesi og Euro- net í Portúgal. Með þessu getum við lækkað kostnað sem skilar sér í lægra verði til viðskiptavina okkar,“ segir Sverrir Þorgeirsson, sem einnig er eigandi að fyrirtækinu. „Einnig erum við með stál- keðjur frá Trygg í Noregi, patentlása frá Parson og Silverline og járnvöru frá Markussen.“ Þjónusta við báta frá Þorbirni-Fiskanesi og af Suðurnesjum almennt er snar þáttur í starfsemi fyrirtækisins en þó eru við- skiptavinirnir dreifðir um allt land. Fyrirtæk- ið er til dæmis í viðskiptum við dragnótar- báta hringinn í kringum landið. „Snæfells- nes og Vestfirðir eru til að mynda stór markaður fyrir okkur,“ segir Hörður. „Við erum vel staðsettir upp á flutning hérna í Grindavík þannig að við getum boðið upp á fljóta þjónustu ekki síður en góða.“ Þeir Hörður og Sverrir eru bjartsýnir á framtíð- ina þrátt fyrir harða samkeppni sem meðal annars er til komin vegna fækkunar skipa í flotanum. Þeir segja markmið fyrirtækisins að verða „stórir og sterkir“ og að þeir ætli að „taka á markaðnum“ með því að bjóða góð verð og ekki síður góða þjónustu um leið og þeir minna á slagorð sitt: Veiðar- færi eru okkar fag. English Summary Veiðarfæraþjónustan ehf is a relatively young company, which was created in the merger of Netagerð Þorbjörn-Fiskanes hf. and SH Veiðarfæri in January 2002. Today the company has a crew of 10 highly qualified employees. Veiðarfæraþjón- ustan is an all-round fishing gear manufacturer able to service all types of vessels. The Company covers the whole spectre, from designing fishing gear to carrying out maintenance inspections and installations. The company´s main goal is to provide good service at good prices. Veiðarfæri eru okkar fag!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.