Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 48

Ægir - 01.07.2002, Blaðsíða 48
46 F Y R I R T Æ K J A K Y N N I N G Landvélar hf. Smiðjuvegi 66 200 Kópavogur Sími: 580 5800 Fax: 580 5801 Veffang: www.landvelar.is Landvélar ehf. í Kópavogi eru í fremstu röð á sínu sviði hvað varðar vörur og þjónustu. Landvélar kynna nýtt umboð fyrir lyftara- og kranavogir Landvélar ehf. voru stofnaðar árið 1967 og höfðu þá að markmiði að þjóna landbúnaðinum. Með árunum hefur þetta markmið breyst, og í dag snýr stærsti hluti þjónustunnar að sjávarút- veginum, eða um 60% starfseminnar. Sérsvið Landvéla er allt sem viðkemur vökva- og loftbúnaði og eru Landvélar í fremstu röð á sínu sviði hvað varðar vör- ur og þjónustu. „Á sjávarútvegssýningunni kynnum við nýtt umboð sem við vorum að fá, en það eru lyftara- og kranavogir frá Tamtron,“ segir Halldór Klemenzson, markaðsstjóri fyrirtækisins. „Lyftara- og kranavogir hafa þekkst á Íslandi en við erum fyrstir til að kynna þær markvisst og veita alla þjón- ustu í kringum þær.“ Önnur umboð Landvéla eru: Bowman kælar, Bosch- Rexroth vökva- og loftbúnaður, slöngur og fittings frá Hiflex, fittings frá Walt- erscheid, auk fjölda annarra vöruflokka. „Hjá okkur starfa í dag 35 manns,“ segir Halldór. „Landvélar ehf., sem eru til húsa að Smiðjuvegi 66 í Kópavogi, skipt- ast í nokkrar deildir. Fyrst ber að nefna verslunina, þar sem seldir eru íhlutir fyrir vökva og loftkerfi af öllum stærðum og gerðum, allt frá lagnaefni yfir í stórar dæl- ur og mótora. Að auki erum við með slöngur af öllum gerðum, þéttiefni og margt fleira. Reyndir sölumenn okkar sjá til þess að viðskiptavinurinn fái sem besta þjónustu. Við erum með um 200 birgja erlendis sem við seljum fyrir allt sem viðkemur vökva- og loftbúnaði fyrir iðnað, skip, fiskvinnslu og vinnuvélar. Vökvabúnaðurinn eru allir íhlutir í vökva- kerfi, stórir sem smáir, svo sem lokar, lagnir, tjakkar, dælur og mótorar. Eins eigum við allt sem til þarf í loftkerfi, lagnir loka og tjakka. Á tæknideild starfa reyndir menn sem veita tæknilegar upplýsingar og gera til- boð í alla verkþætti, allt frá samsetningu á dælustöðvum upp í uppsetningu á stórum kerfum. Á verkstæðinu smíðum við vökva- og lofttjakka af öllum stærðum og gerðum ásamt því að settar eru sam- an margs konar dælustöðvar auk þess sem þar eru framleidd ryðfrí tengi og lokar,“ segir Halldór og heldur áfram: „Á verkstæðinu hjá okkur starfa reyndir rennismiðir sem tekist geta á við flókn- ustu verkefni. Það má segja sem svo að ef ekki borgar sig að flytja hlutinn inn, þá smíðum við hann bara sjálfir! Einnig erum við með dæluverkstæði þar sem hægt er að fá gert við allar tegundir af vökvabún- aði. Það skiptir ekki máli hvort við höfum umboð fyrir tiltekin tæki heldur reynum við að þjónusta viðskiptavininn eftir megni eins fljótt og auðið er. Á röraverk- stæðinu fást svo útbúin rör af ýmsum toga,“ segir Halldór að lokum um leið og hann hvetur fólk til að koma og kynna sér fyrirtækið betur á básnum þeirra á sjávarútvegssýningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.