Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 53
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 47 liroðalega á í messunni og að lokum orðið alveg fóta- skortur í réttri hugsun. Hanu segir (á 242. lils.), að eg telji tilveru annars lífs og jafnvel tilveru guðdóms vera mér sannfæringaratriði, en í það geti liann eklti lagt aðra merkingu en eg telji mér hvorttveggja þekking- aratriði. Samt viðurkenni eg, að þessir hlutir verði ekki sannaðir. Eg' hafi þessa þekkingu frá minni „andlegu reynslu“. Þetta sé því „trúarleg (religiös) þekking“. Og siðan heldur hann áfram: „En það er contrcidictio in adjecto, rökfræðileg mótsögn. Þekking er hugtak, sem missir alla merkingu um leið og farið er út fyrir vé- hönd skynseminnar. Þekking er aldrei eingetið afkvæmi reynslunnar. Reynslan verður að frjóvgast af heilögum anda skynseminnar, áður en hún geti fætt hina sönnu þekkingu“ o. s. frv. Því miður munu fæstir lesendur þessa tímarits vera svo vel að sér i latínu og rökfræði í senn, að þeir skilji, hvílikt hyldýpi gín við þeim manni, sem hefur gert sig sekan um contradictiohem in adjecto. „Rökfræðileg mót- sögn“ er í raun og veru allt of væg þýðing þeirra ægi- legu orða. A hispurslausri íslenzku væri næst lagi að segja, að allt hefði farið í graut í liausnum á náung- anum. Einföldustu og auðskildustu dæmi þess koma fyrir, þegar menn misskilja sjálf orðin, sem þeir nota, eins og ef sagt væri, að harn væri „síðasti frumburð- ur“ móður sinnar, eða þegar karlinn fyrir norðan, sem staulaðist á sokkaleistunum út á fjóshaug að gá til veðurs, svaraði átölum kerlu sinnar á þá leið, að liann hefði ekki gengið um hauginn „nema þar sem hann var hreinn“. — Eg verð því annaðlivort að gera: revna að sannfæra sjálfan mig um, að R. F. liafi þarna verið of strangur við mig, eða steinhætla að prédika, þang- að til eg er orðinn klárari i kollinum. Og vitanlega reyni eg að klóra í bakkann og kjósa fvrri kostinn. Enda þyk- ist eg sjá ýmsar veilur i liinum tilfærðu ummælum lians, sem geri dóminn vafasaman.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.