Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Síða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Síða 5
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 107 í nýja stúdentagarðinum verða auk íbúða fyrir garðprófast og húsvörð o. fl. herbergi fyrir um sextíu stúdenta, en sennilega verður unnt að koma fleirum fyrir, ef að er þrengt, og verður þess ekki vanþörf, þar sem búizt er við, að yfir liundrað stú- dentar verði húsnæðislausir í haust. í framtíðinni ættu báðir stúdentagarðarnir að geta nokkurn veginn fullnægt húsnæðis- þörf háskólastúdenta. Uppdrætti að hinni nýju byggingu gerði Sigurður Guðmunds- son, húsameistari, sem einnig hefur teiknað gamla Garð. Hefur honum tekizt prýðilega. Húsið er hið smekklegasta, stíllinn ein- faldur og fallegur, hæði utan húss og innan. Er sennilegt, að þetta húsalag eigi sér mikla framtíð í íbúðarhverfum Reykja- víkur, þegar bærinn vex og liorfið verður frá því að byggja ein- býlishús. Með nýja stúdentagarðinum er aðeins bætt úr brýnustu þörf. Eftir sem áður verður að halda áfram baráttunni fyrir því að endurheimta gamla Garð. Er ótrúlegt, að herstjórnin ætli sér að sitja ár eftir ár yfir hlut stúdenta, en láti sér ekki skiljast, að nýi stúdentagarðurinn rís sem staðfesting og ítrekun á kröf- um stúdenta og Jijóðarinnar allrar, að Garður og aðrar íslenzkar menntastofnanir séu frjálsar í höndum íslendinga. MÁLVERKASÝNING KJARVALS. Kjarval er á flestan hátt mjög sérstæður meðal islenzkra málara. Hann er t. d. mest ham- hleypa jieirra allra. En þrátt fyrir óhemju afköst, er fátitt að hann haldi sýningar. Honum helzt ekki á myndum sínum. Þær eru komnar á tvist og bast, áður en hann veit um sjálfur. Kjar- val er orðinn þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Meðal annars kunna menn ýmsar sögur af örlæti hans á málverk. Það þykja tíðindi, að hann skyldi í haust koma upp sýningu með yfir þrjátiu mynd- um, sem hann hefur málað síðustu mánuði og ekki gloprað úr hendi sér jafnóðum. í hamförum sínum hefur Kjarval ekki alltaf gætt þess að vanda sig. Það er jafn viðurkennt og hitt, að hann sé meistari og snillingur, þegar honum tekst bezt upp, og allar bera myndir hans á einhvern hátt vitni snilligáfu hans. Svo sterkur er per- sónuleiki hans eða liandbragð hans svo sérkennilegt, að mynd- ir hans eru alltaf auðþekktar. Einn meginkostur Ivjarvals hefur verið hugmyndaauður hans, sífrjó ímyndunargáfa. Hann hi./ur hvað eftir annað komið mönnum á óvart með nýjum viðhorfum. Ekki sizt þessvegna hafa menn dáðst að honum og séð i gegn- um fingur við hann, þó að hann léti margt fara frá sér aðeins hálf- 8*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.