Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Side 15
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 117 óþekktur áður, gátu ekki þá þegar vegið á móti rödd sig- urvegarans frá Verdun. Að vísu opnuðust augu margra, er tímar liðu, en Vichy færði sér í nyt hik fólksins, sem í byrjun var eðlilegt, og gerði ýmiskonar ráðstafanir stjórn- skipulegar og Iiernaðarlegar til þess að bæla niður allan mótstöðuvilja. Og þessar aðgerðir liafa því miður borið tilællaðan árangur í meirihluta nýlendnanna. En hvað sem því líður, þá hefur fráhvarf áðurnefndra nýlendna frá Vichy mikla hernaðarþýðingu. Þær eru í skjóli fyrir skothríð óvinarins, þær lála í té ýmsar hern- aðarnauðsynjar, og þar sem fjárhagskerfi þeirra hefur verið mikið endurbætt af liinni nýju stjórn, þá eiga þær álitlegan þátt í framleiðslu margvíslegra vörutegunda fyr- ir Bandamenn. Sumar þeirra liafa einnig sakir hnattlegu sinnar mikla hernaðarþýðingu. Afríkunýlendur Frjálsra Frakka mynda til dæmis eina hina mikilsverðustu sam- gönguleið milli Stóra-Bretlands og Bandarikjanna annars vegar og hins vegar Miðjarðarhafslanda, Indlands og Austurlanda. „Afríka Frjálsra Frakka“, sagði de Gaulle eitt sinn, „mun brjóta blað í sögu stríðsins“. Þar sem hann hafði þannig séð fyrir liið stórkostlega gildi þessa land- flæmis, hefur um tveggja ára skeið verið unnið þar að miklum framkvæmdum, sem í Times 26. febrúar s. 1. var lýst þannig: Vegakerfið í Afríku Frjálsra Frakka er nú 23 þús. kilómetra á lengd og gerir kleifa vöruflulninga á bílum á nokkrum dögum og öllum árstíðum yfir þvera Afríku frá Atlanzhafi til egypzku Súdan. Framkvæmd- irnar, sem verið er að gera í Pointe-Noire (Svarta-Höfða) munu gera þessa liöfn eina liina allra mikilsverðustu í Austur-Afríku. Á loftleiðunum eru nýtízku flugvellir með hæfilegu millibili. Frjálsir Frakkar geta verið stoltir af árangri allra þessara framkvæmda“. Þegar 5. febrúar hafði Baymond Gram Swing, frægasti fréttamaður ameríska út- varpsins látið svo um mælt í sambandi við þetta vegakerfi Frjálsra Frakka: „Hernaðarnauðsynjar, sem fluttar eru eftir þessum leiðum, gætu náð til lierja Bandamanna i

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.