Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Qupperneq 22

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Qupperneq 22
124 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ingi. Allar baráttusveitirnar, sem komið var á fót bæði í hernumda Frakklandi og hinum svonefnda frjálsa liluta —og þær eru margar og athafnasamar — standa í nánu sambandi við þjóðnefndina frönsku i Lundúnum og haga störfum sínum með samkomulagi og i samræmi við hana. Þá takmarkast samvinna utanlands og innan ekki við þau baráttuskilyrði, sem nú eru fyrir hendi. Hún miðast einnig við fyrirætlanir framtíðarinnar. Vitni um það ber t. d. pólitísk yfirlýsing de Gaulle hershöfðingja frá 25. júní. Yfirlýsing þessi, sem vakið hefur hrifningu einkum í Bandaríkjunum, var endanlega samþykkt, eftir að bar- áttusveitirnar heima i Frakklandi og þjóðnefndin liöfðu borið saman ráð sín. Hún liefur verið birt í öllum leyni- blöðum i hernumda og óhernumda hluta Frakklands og samtímis i Lundúnum. Má því fullyrða, að efni yfirlýs- ingar þessarar feli í sér framtíðar stefnuskrá, sem yfir- gnæfandi meirihluti Frakka er sammála um. Nokkru áður hafði de Gaulle liershöfðingi haldið ræðu i Albert Hall í Lundúnum og fór þar svofelldum orðum um starfsemi leynifélaganna i Frakklandi: „Það er ekki að ófyrirsynju, að vér í dag, og þólt fyrr befði verið, send- um bróðurlegar kveðjur vorar hinum hraustu baráttu- sveitum lieima í Frakklandi, svo sem „Liberation“, „Vérité“, „Franc-Tireur“, „Liberation Nationale“, mót- spyrnusamtökum háskólamanna og öðrum liinna kæru og áhrifamiklu baráttusamtaka vorra, foringjum þeirra og öllum liðsmönnum“. Yfirlýsingin frá 25. júni er því ár- angur af sameiginlegu starfi þessara baráttusveita og Þjóðnefndarinnar. Hér fara á eftir belztu atriði þessarar stefnuskrár yfirlýsingar: 1) Alger endurheimt franskra landa og eigna, án undantekningar, og fullkomins sjálfsforræðis þjóðarinn- ar, og að því loknu endurreisn innra frelsis til handa frönsku þjóðinni; allir menn og allar konur i Frakk- landi kjósi þjóðarsamkundu, er ákveði stjórnskipunar- örlög landsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.