Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Page 35

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Page 35
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 137 um keppt við annað kindakjöt að gæðum, t. d. á Bretlandi, mundi framleiðsla þess verða of dýr til þess að við gæt- um orðið samkeppnishæfir um verð á þessari vöru. Líklega er hvergi á byggðu hóli jafn miklu vinnuafli sólundað til að ala litlar hjarðir og hér. Hve illa við stönd- um að vígi að keppa um verð á sauðakjöti á heimsmark- aðinum sést af samanburði á framleiðsluháttum hér og í höfuðlöndum þessarar framleiðslu, eins og t. d. Argentínu, Nýjasjálandi og Suðurafríku. Þar er fjárins gætt í milj- ónahjörðum af tiltölulega fámennum vinnukrafti á óra- \íðum heiðalöndum, þar sem það gengur sjálfala árið um kring og aðalkostnaðarliðurinn við kjötframleiðsluna er slátrunin. Hjá okkur hisar bóndi og skyldulið iians við, allan ársins hring, stundum ásamt aðkeyptum vinnukrafti, að framfleyta nokkrum tugum kinda, og ársframleiðsla búsins er síðan kannski innan við tonn — af ósamkeppnis- hæfri vöru. Væru heimsviðskipti nokkurn veginn skapleg, mundi efalaust vera ódýrara að flytja inn i landið útlent kjöt til neyzlu en framleiða það hér með. þeim liáttum, sem nú eru hafðir þar á.*) En meðan höfuðatvinnuvegur vor, fisk- veiðarnar, eru ekki svo stundaðar, né heimsviðskipti þann- ig rekin, að fiskafurðirnar sjái okkur fyrir nægum gjald- miðli til verzlunar við útlönd, er vitaskuld ekki tímabært *) Á síðast liðnum vetri sannaðist það, svo ekki verður um deilt, að það borgar sig betur fyrir islenzka neytendur að kaupa smjör fró Bandaríkjunum en neyta innlends smjörs, — en það var þá reyndar ófáanlegt. Hið innflutta ameriska smjör reynd- ist allt að þvi 40% ódýrara hingað komið með tollum og öllu saman, en innlent smjör. Að vísu var útsöluverð þess af yfir- völdunum ákveðið hið sama og innlends smjörs og verðmun- inum sjálfsagt úthlutað í einhvers konar styrki eða verðjöfn- unargjöld handa ölmusufyrirtækjum hér innan lands. Dæmið var engu að síður nógu áþreifanlegt til að koma mönnum á þá skoðun, að hagkvæmara mundi, bæði fyrir framleiðendur og neytendur smjörs á íslandi, að kúabúin væru rekin fyrir vest- an haf en fyrir austan fjall. 10

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.