Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Page 36
138 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR að tala um afnám sauðfjárræktar á íslandi. Við lifum í viðskiptaheimi, sem er svo öfugsnúinn, að það þykir ráð að rækta vínþrúgur á íslandi, en Spánverjar og Italar gera út skip til þorskveiða norður á íslandsmið. Einangrun og verzlunarhöft voru kjörorð heimsauðvaldsins á síð- ustu tímum fyrir strið, eins og takmarkið væri afnám milliríkjaverzlunar, en hver þjóð var pínd til þess að húa sem mest að sjálfsafla sínum. Og meðan ekki eru líkur fyrir skjótum umbreytingum á heimsverzluninni virðist einhlítt, að vér eigum að halda áfram sauðfjárrækt fyrir heimaþarfir, kosta kapps um að framleiða kjöt fyrir inn- anlandsmarkaðinn. Islenzka. sauðkindin stenzt ekki samkeppni við erlent kyngæðafé á neinu einstöku sviði. Kjöt hennar stendur að baki erlends holdafjár, ull hennar erlends ullarfjár. Þó er íslenzkt fé að þessu leyti mjög misjafnt og má vitaskuld með ræktun efla að mun háða þessa kosti í kyninu. En þótt íslenzka kindin standi ekki framarlega á neinu ein- stöku sviði, sameinar hún ýmsa kosti. Ágæti hennar hefur löngum verið falið í því, hve harðger liún er og lífseig, hæfileikum hennar til að bera þung kjör. Hún er merki- legt afspringi þeirra liálf-villimannlegu og al-óhúmann- legu rányrkjuhátta, sem hún hefur verið alin hér við í þúsund ár, og að því leyti alveg íslenzk skepna, mér liggur við að segja íslenzkt menningarfyrirhrigði. Hún þolir endalaust harðrétti og óhlíðu, er allt að því láðs og lagar dýr í fæðuöflun, engin óveður fá grandað henni, liún er svo lífseig, að liún getur staðið vikum saman næringar- laus í fönn. Ilitt er meira spursmál, hvort liún hefur nógu sterk hein til að þola góða daga. Landskunnir fjármenn, sem eru eðli hennar gerkunnugir, lialda því fram, að hún hafi rika tillmeigingu til úrkynjunar og sæki á hana alls konar heilsuleysi, ef hún er látin lifa við mikla inniveru og ofrausn í viðurgerningi. Hún er að þessu leyti ekki ósvipuð Eskimóum. Ein villa ýmsra fjárræktarfræðinga, sem menntazt hafa

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.