Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Side 41
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 143 En á því atkvæðaliði, sem Framsóknarflokknum tókst að reisa með þessari strjálbýlisstefnu sinni, liófst flokks- veldi hans í höfuðstaðnum, þar sem hann lifði blómaskeið sem embættismannaflokkur kring um ríkissjóðinn hátt á annan áratug, og er það ekki hlutverk þessarar greinar að rekja þá sögu. 4. Baráttan fyrir kotabúskap er annars þeim mun and- kannalegra fyrirbrigði, sem slíkur búskapur hefur notið minni virðingar á íslandi en annar búskapur fyrr og síð- ar. Einyrkjahlutskiptið hefur ævinlega verið talið nokkurs Iconar óblessun, sem einkum hafi uppáfallið þá tegund manna, sem vitsmunir og skapferli meinuðu samvistir við annað fólk. Það hefur ævinlega verið mjótt á mununum milli kotungsins og útilegumannsins. Á fslandi hefur ver- ið algilt fram á vora daga, að fólk lifði á stórheimilum, í hverfum eða margbýli. A miðöldum hefur samkvæmt skattbændatali og áætluðum íbúafjölda verið að meðaltali 20—30 manns í heimili á íslenzkum sveitabæjum, en á höfðingjasétrum og biskupa hefur heimafólk sennilega skipt hundruðum. Einyrkjafyrirkomulag það og kotabú- skapur, sem er einkenni á sveitasæluhugsjónnm nokkurra j'firmanna Framsóknarflokksins, er eins og fleira, sem þessum yfirmönnum er efst í hug, lapið upp eftir dönskum fyrirmyndum; það sem fyrir þeim vakir er hinn svokall- aði „húsmannsbúskapur“ Dana, útkotabúskapur danskra sveitaöreiga. Stundum gæti manni jafnvel doltið í hug, að þessi danska húsmannshugsjón í búskap væri innleidd hér blátt áfram til að sanna, að alvarlegur landbúnaður sé ó- vinnandi vegur á íslandi — á svipaðan hátt og ritháttur sá, sem yfirmenn Framsóknar vilja liafa á fornritum vor- um, var á sínum tima upp fundinn af dönskum útgefend- um til að sanna, að Islendingasögurnar væru ekki íslenzk- ar bækur. Á hinum gróðursælu dönsku eyjum getur ein- yrkjafjölskylda þrifizt á nokkrum hænsnum, svíni og dá-

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.