Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Page 42
144 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR litlum kálgarði, þó aðeins með óþrotlegri vinnu, en á Is- landi, þar sem búskap fylgir mikil ræktunarvinna, sein- tekinn heyskapur á víðlendi, langir aðdrættir, mikill tví- verknaður sakir veðurfars, að ógleymdum endalausum þolhlaupum við eldstvggt sauðfé upp um fjöll og firnindi, er óhugsandi, að fólk geti lifað sómasamlega eftir danskri húsmannsfyrirmynd. Landshættir okkar heimta samein- að átalc margra við hvert landbúnaðarfyrirtæki. Alla æðri menningu frá fyrri tímum á íslandi eigum við því að þakka, að hér var rekinn stórbúskapur, en ekki ein- yrkja. Hefði hinn danski húsmannsbúskapur, sem ýmsir yfirmenn Framsóknarflokksins berjast fyrir, nokkurn tíma verið ríkjandi húskaparlag á íslandi, mundi aldrei hafa verið samin hér hók. Bækur á íslandi voru skrifaðar á stórhúum, — i sumar þeirra þurfti allt að fjögur hundr- uð kálfskinn; livernig liefði danskur húsmaður, sem var allan daginn að þræla fyrir hænsni og svíni, getað skrifað slíkar hækur? Þó vilja yfirmenn Framsóknarflokksins óð- ir og uppvcegir telja Snorra Sturluson hónda í sömu merk- ingu og einyrkja nútimans. Tvær óskyldari þjóðfélagsstétt- ir eru þó varla hugsanlegar á jarðríki. Bú voru til forna rekin með fjölda verkamanna og margbreytilegri verka- skiptingu, frá fjármennsku til bóklistar. Svo við höldum okkur við höfðingjann Snorra Sturluson, sem pólitískir sagnfræðafalsarar vilja fyrir hvern mun nefna „Snorra bónda“ og flokka með einyrkjum, þá hefur liann senni- lega verið mestur auðmæringur, sem nokkru sinni liefur uppi verið á íslandi. Hann rak fjölda stórbúa í senn, — auk Beykholts rak hann hú á stórjörðinni Stafholti, í Svignaskarði ( þar missti liann t. d. 120 nautgripa á einum harðindavetri), á Bessastöðum, fyrir utan mörg hú, sem liann átti í Rangárþingi samtímis þessum. í einyrkjabúskap stendur erfiði og lengd vinnudags í engu skynsamlegu hlutfalli við afköst og eftirtekju. Kot- ungur, sem er að hera vatn í fjós og bæ marga klukkutíma á dag, getur ekki ætlazt til hárra daglauna. Dalabóndi er

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.