Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Side 50
152
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAB
Hér er þjáning min, ást min og allt, sem ég fann,
það, sem ekki fór burt.
En ég átti ekkert svar. Það var ónýtt mitt tal
um allt, sem var spurt.
Og nú segi ég þér, sem ert ósk mín og ást,
þú átt allt, sem ég fann.
Nú er barizt um þann, sem vill bjarga okkur tveim;
það er barizt um hann.
Þorvaldur Skúlason:
Málaralist nútímans.
i.
Með „málaralist nútimans“ er hér eingöngu átt við starf
nútímamálara, sem hafa bætt nýjum verðmætum við arf
þann, sem beztu og framsýnustu snillingar undanfarinna
alda létu þeim í hendur. Franskir og spánskir listamenn
l'.afa orðið fremstu brautryðjendur í myndlist tuttugustu
aldarinnar, og verða aðeins nefnd nöfn nokkurra þeirra,
sem sjáanlegt er, að framtíðin muni viðurkenna merk-
ustu fulltrúa málaralistar tímabilsins. Reynslan sýnir, að
einungis starf þeirra, sem flytja nýjar hugsjónir eða verða
fremstir til þess að ryðja þeim braut, öðlast varanlegt
gildi í sögu listarinnar. Ný viðhorf, sem spretta af dýpstu
hræringum samtiðarinnar og eru auk þess í tengslum við
hið upprunalegasta, sem fortíðin skapaði, verða ekki upp-
rætt með nöldri þeirra, sem einblína aftur á bak. Það, sem
samtíðin dæmir öfgar, revnist oft, þegar fram líða stundir,
hinn sanni skerfur hennar til menningarinnar. Mi-