Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Page 55
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 157 irrennaranna, sem viðnrkenndu yfirleitt eklci aðra liti en brúna og gráa, gerði að verkum, að allir dökkir litir voru nú bannfærðir. Athugunin á náttúrunni styrkti einnig trúna á réttleysi þeirra, þvi að sé landslag skoðað í dags- birtu, kemur í ljós, að jafnvel skuggarnir eru bjartir. Myndir impressjónistanna, sem voru eingöngu árangur þess, sem sést með augunum, voru ljósar yfirlitum, léttar og angandi, en sjaldan þróttmiklar í formi eða bygg- ingu. Sanntrúuðustu tjáendur stefnunnar voru natúral- istar i ýmsu, voru eins og Cezanne seinna orðaði það „augu ein“. Og þess vegna yfirgaf liann, Gauguin og van Gogh stefnuna, það nægði þeim ekki, að_ ljósið virtist titra í impressjónsku mvndunum, er þeir máluðu framan af ævinni. Þeim varð Ijóst, að í náttúrunni bjuggu önnur öfl, sem ekki urðu túlkuð meðaðferðumimpressjónismans. Þeir vildu einnig leita tjáningar öflum, sem voru í þeim sjálfum. Engum þeirra var sérlega annt um að mála ein- bvern sérstakan stað á ákveðnum tíma dags, lýsa svip- leiftri friðsællar stundar, eins og Monet, Ciclei og Pissaro gerðu sér far um, lieldur vildu þeir láta verk sin gefa al- liiiða túlkun á viðfangsefninu, eins og það kom þeim per- sónulega fyrir sjónir. Til þess að ná þeim árangri notuðu þeir aðferðir, sem impressjónistarnir forsmáðu, sterkar línur og stórbrotið form. Natúralismann f jarlægðust þeir æ meira og máluðu náttúruna eins og bún orkaði á þá, i stað þess að líkja eftir ytra útliti liennar. Sé mynd eftir Cezanne borin saman við verk Monets eða Sicleis, kemur mismun- urinn skýrt í ljós. Málverk impressjónistanna lýsa ytri einkennum verk- efnisins, útliti þess við sérstakt tækifæri, birtu og litblæ bverfulla veðrabrigða. Cezanne sýnir manni viðfangsefnið frá annarri Iilið, leitar inn til kjarna þess og lætur hann birtast í máttugri hrynjandi mikilla línuhræringa, sem endurmjmda alvöru, festu og tign náttúrunnar. Litameð- ferð hans er óháð duttlungum veðursins, en tjáir persónu-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.