Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Qupperneq 69
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
171
Hvno — livno, tók einhver strákanna undir i gelttón
og hláturinn glumdi í köpp við hundgána.
Hann er holgóma líka, hefurðu kennt honum að gelta?
Strákarnir hringluðu kringum drenginn og spangóluðu
upp á hann hvno — livno, og telpurnar skríktu og beygðu
sig i lceng af flissinu.
Hann var hættur að blíslra og kalla á hundinn, flej'gði
sér niður i fjörugrjótið og var farinn að gráta, liáum hol-
um gráti. Aldrei liafði liann verið eins sárt leikinn og illa
svikinn. Þetta voru óviðráðanlegir vargar og aldrei skyldi
liann framar treysta hundum, þótt þeir létu vinalega,
þetta vorn stefnulaus kvikindi.
Þegar ekki var meira að sigra, hurfu börnin á burt, ekki
með háværum sigurlátum, en hluttekningarlaus og án iðr-
unarmerkja.
Hundurinn kom aftur upp úr sjónum, hristi sig og sett-
ist spekingslega hjá herra sínum, eins og hann væri nú
reiðuhúinn að hlusta aftur á ræður hans og kvæði. Það
slettist ofurlítill sjór af honum framan í drenginn.
Farðu til helvítis, holgóma kvikindið þitt, æpti hann á
sinu vanmáttuga máli.
Sigurður Thorlacius:
Sveitamenning og skólar.
Hin aldaforna og þróttmikla menning íslendinga hefur
oft verið nefnd sveitamenning. Er það vissulega réttnefni,
þar sem heita má, að öll hvggð á íslandi hafi til skamms
tima verið í sveitum. Af þessari staðreynd virðast á liinn
bóginn furðu margir draga þá grunnfærnislegu ályktun,
að einstök ytri einkenni sveitalífsins svo sem einangrun,
12*