Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Qupperneq 5

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Qupperneq 5
RITSTJ ÓRNARGREIN 243 um sem meira gagn væri að til frambúðar, ef þeim byðust lífvænleg kjör. Við íslendingar erum ekki svo margir að við höfum efni á því að láta þá menn sem menntun og hæfileika hafa til vísindastarfa vera að eyða kröftum sínum í þýð- ingar og alls konar útgáfudútl sem litlu eða engu bætir við þekkingu okkar, á meðan rannsóknarefnin liggja óhreyfð lmndruðum saman. Mér er vel ljóst að margir íslenzkir menntamenn hugsa mikið um þessi mál, en ég er hræddur um að lítið verði úr framkvæmdum fyrr en farið er að minnsta kosti að ræða þau á almennum vettvangi. Það er engin von til þess að almenningur láti sér skiljast hver nauðsyn er hér fyrir höndum, þegar mennta- menn fást varla til að tala um það sín á milli, hvað þá meira. Hér eru til marg- vísleg félög, Vísindafélag, Bókmenntafélag, Sögufélag, Fornleifafélag o. s. frv., sem ættu að leggja sinn skerf til þessara umræðna. Það er fjarri mér að vilja gera lítið úr því sem þau hafa afkastað, en skipulagi þeirra virðist vægast sagt vera töluvert ábótavant, og þess eru lítil merki að nokkur samvinna sé meðal þeirra um verkaskiptingu eða framtíðarfyrirætlanir. íslenzkir menntamenn verða að gera sér Ijóst að áhugamálum þeirra verður ekki hrundið í framkvæmd nema þeir eigi sjálfir frumkvæðið. Þeir verða sjálfir að átta sig á því hvar þörfin sé brýnust, hver verkefni sé hægt að leysa þegar í stað með þeim mannafla sem tiltækur er, og hver verkefni verði að bíða þess að nýir menn bætist í hópinn. Og þessa nýju menn verður að ala upp með verkefni framtíðarinnar í huga, veita þeim aðstöðu til að vinna að þeim þegar á námsárum, svo að hægt sé að velja þá úr sem hæfastir eru. En undirstaða alls þessa er sú að menntamenn sameinist sjálfir og skipuleggi starfið í meginatriðum. Skipulagning er frumskilyrði þess að hægt sé að sigr- ast á mannfæðinni. A mörgum sviðum skortir okkur nauðsynlegustu grund- vallaratriði, sem eru yfirgripsmeiri en svo að einn maður geti annað þeirn. Okkur vantar fjölda handbóka og yfirlitsrita sem heimta samvinnu margra manna. Afleiðing þessa ástands er óheyrileg sóun á tíma og erfiði. Menn eru að pukrast hver í sínu homi, vinna sama verkið hver á sínu þrönga sviði, en af því að samvinnu og skipulag skortir þarf næsti maður að vinna sama verkið á nýjan leik. Umrœður um menningarmál Þjóð sem vill teljast sjálfstæð menningarþjóð getur ekki til lengdar búið við slíkt ástand. Fámennið leggur hverjum Islendingi þyngri skyldur á herðar en hverjum einstaklingi stórþjóðar, og þetta á framar öllu við urn menntamenn. Því fámennari sem hópur þeirra er, þeim mun mikilvægara er að hann standi fast saman og geri sér ljóst hvert stefna skal. Hér þarf breytingar við og það án tafar. Orðin eru til alls fyrst. Islenzkir menntamenn þurfa þegar í stað að hefja almennar umræður um verkefni sín, bæði á fundum og í riti. Þær um- ræður ættu að geta orðið upphaf einhvers konar félagsskapar eða skipulags sem kæmi öllu menningarstarfi okkar á traustari grundvöll en nú er. Þeir tímar geta nú verið fram undan að meira reyni á þolrif íslenzkrar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.