Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 8

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 8
246 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Og manstu eitt kvöld undir rökkur. Þú stóðst í fjöru með fóstru þinni. Þið liorfðuð með ugg á jrosna hlunna, út á fjörðinn, til himins, — þið áttuð von á litlum háti jyrir eyrarodda, en hann kom ekki. Og rökkrið varð að þungu myrkri með veðurhljóði, þögn og tárum í kodda, og þú sofnaðir einsamaU í oj stóru rúmi. Og manstu gleði þína á miðri nóttu, er þú vaknaðir við, að á koll þinn var lagður vinnuharður lófi og um vanga þinn strokið mjúku og lilýju handarbaki. Fóstri þinn var kominn — og kyssti þig, er þú lagðir hendur um háls hans. Og það var enn kul í sjóvotu yjirskegginu. Og nœsta tnorgun var blár steinbítur á héluðum hlaðvarpasteini, og sól sindraði í silfri ýsuhreisturs, — og hamingja í húsi fátœks manns.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.