Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 16
254 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR og rýrnun valda sinna meir en allt annað. Þeim er ljóst að svo getur farið að þeir missi pólitísk völd og að þá muni þess skammt að bíða að fjárhagsleg yfirráð þeirra séu úr sögunni. íslenzkir auðvalds- sinnar eru of veikir, pólitísk afstaða þeirra of tæp til þess að þeir geti spornað við þessari þróun af eigin rammleik, jafnvel ekki með ofbeldi. Orþrifaráð þessara manna er því að leita trausts og skjóls hjá sterkasta auðvaldsríki veraldar, ef ske kynni að sú lítilþæga auðsveipni mætti verða þeim til framdráttar í innlendri stéttabaráttu. Ættjarðarást og þjóðarmetnaður eru þessum mönnum fánýtt hjóm hjá valdafíkn og blindri trú á almætti pyngjunnar. En til hvers er að fást um orðinn hlut, mun nú einhver spyrja. Jú, það er mikils vert að íslendingar geri sér fyllilega ljóst hvað í liúfi er og hvers ber að gæta á næstu árum. Samningurinn er upp- segjanlegur eftir fimm ár. En dettur nokkrum í hug að þeir sömu menn og flokkar sem nú studdu samninginn og vörðu hann eins og sjáaldur auga síns muni segja honum upp, ef Bandaríkjamenn vilja fá hann framlengdan? Hætt er við að það mundi ekki síður verða talið fjandsamlegt athæfi þá, heldur en að hafna honum nú; og hver veit nema hægt yrði aftur að útvega orðsendingu frá Bretum eða öðrunr stórveldum málinu til styrktar? Vér getum vonað að Bandaríkjamenn noti sér ekki smugur samningsins íslendingum í óhag. En hins geturn vér ekki vænzt að þeir íslenzkir menn sem hera ábyrgð á þessu plaggi muni standa fastar á rétti íslendinga að finun árum liðnum en nú. Og þeim er heldur ekki treystandi til að gæta ákvæða samningsins meðan hann er í gildi, ef til árekstra kemur. Barátta allra þeirra sem samingnum eru andvígir hlýtur því framar öllu að miða að því að sópa samningsmönnum út úr Alþingi og velja þangað í staðinn menn sem treysta má til að setja engin sjón- armið ofar rétti íslendinga. Enginn skyldi ætla að þetta sé neitt áhlaupaverk. Samningsmennirnir hafa sterkustu áróðurstæki lands- ins, „tæki forheimskunarinnar“, eins og Einar Ól. Sveinsson kall- aði þau, í sínum höndum. Þau hafa þegar sýnt oss nokkurn for- smekk þess sem koma skal. Engin vopn eru spöruð, engar blekkingar og rangfærslur eru of lítilmótlegar, jafnvel Rússagrýla Goebbels sáluga er aftur leidd í kór. Gegn þessu gerningaveðri þurfa Islend- ingar að vera á verði, láta ekki blindast af áróðrinum, heldur gera

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.